Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
KR
Jæja, sko þá svarthvítu. Ég vil ekki bregðast "aðdáendaklúbbi" mínum á KR spjallinu og óska þeim strákunum til hamingju með sigurinn.
En margir góðir leikir í kvöld sýnist mér.
En hrikalega er Jónas Grani grimmur við markið fyrir mína botnfyllisgutta í FRAM. Jæja, er ekki bara best að losna við Víkingana?
![]() |
KR landaði sigri - toppliðin náðu aðeins stigi á heimavelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Hollywood frægðin
er fáum til góða. Hver sorgarsagan á fætur annarri; Paris, Lindsay og Britney virðast þó eiga í mestum erfiðleikum um þessar mundir.
En listinn er langur, ef skoðað er aftur í tímann. Ég held nefnilega, að frægð, frami og miklir peningar geri fólk ekki hamingjusamt.
Britney er gott dæmi um það.
![]() |
Britney sögð borga fólki fyrir að vera vinir sínir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Er ekki Bjarni Harðar í Perú?
![]() |
Mörg hundruð létust í jarðskjálftanum í Perú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
West Ham í vandræðum
Jæja, málinu er ekki lokið. Sheff United, sem féll í fyrra (og ásakaði West Ham um að hafa svindlað eins og allir vita). Mál hafa nú fallið West Ham í vil, að mestu leyti, en félagið þurfti að borga 5.5.milljónir punda í sekt fyrir Tevez-málið, sem er stærsti þátturinn í þessu.
En nú hefur Sheffield United ákveðið að stefna Hammers og krefja félagið um amk 30 milljónir punda í skaðabætur fyrir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni.
http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=453658&cc=5739
Ok, ég þoli ekki svona aumingja, Sheffield United. Þetta er meiri vitleysan. Þeir voru með skítalið sem átti skilið að falla. Face it suckers!
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Ögrun
Sko, Fergie ætti að vera orðinn það gamall í bransanum til að vita, að stöðugar ögranir eiga sér stað inni á vellinum. Og Ronaldo er ekki lengur smábarn. Hann verður að passa sig eins og allir aðrir.
Fergie er bara fúll út í úrslitin...liðið hans er að klikka.
![]() |
Ferguson: Ronaldo var ögrað og hann féll í gildruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Vonarstjarna íslenskra vinstri manna?
Einræðisherrann Hugo Chavez (já menn geta verið einræðisherrar, þó þeir hafi komist löglega til valda, sbr. Hitler!) heldur áfram að troða völdunum í eigin greipar. En þetta hefði ekki átt að koma á óvart, því þetta er mynstur sem jafnan kemur fram, í einhverri mynd, þegar sósíalistar komast til valda. Þá er frelsi þegnanna takmarkað, völd sósíalistanna aukin og allt reyrt í fjötra.
Eins gott að sósíalistar komust aldrei til valda hér á landi.
![]() |
Chavez boðar stjórnarskrárbreytingar sjálfum sér í hag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)