Arsenal nánast öruggt áfram

3Arsenal sigraði Sparta frá Prag 2-0, eða 0-2, því leikið var í Prag.


Fabregas skoraði fyrra markið á 71. mínútu, Hleb annað markið þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma.


Arsenal er nú nánast öruggt áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


mbl.is Fabregas og Hleb tryggðu Arsenal sigur gegn Prag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In the ghetto

Nú eru 30 ár síðan Elvis dó...eða ekki dó, eins og sumir trúa enn í dag. En í mínum huga er Elvis látinn og nú eru þrír áratugir síðan.


Og af því tilefni mun dóttir hans, hin 39 ára gamla Lisa Marie Presley (áður Jackson!) stíga á "svið" með pabba gamla og dúetta hann, eins og stundum gerist við gamlar upptökur.


En ég óttast helst að maður hætti að fíla lagið hér eftir.


mbl.is Lisa Marie Presley syngur með föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný verksmiðja í Eyjafirði

Hér væri nú meiri þörf fyrir afþynnkuverksmiðju, ekki síst á Akureyri :) Þá gætu jafnvel unglingar á aldrinu 18-23 streymt þangað glaðir í bragði.
mbl.is 90 ný störf með nýrri aflþynnuverksmiðju í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur hlær að Framsókn

ossiJæja, þá fer Össur hamförum og spjallar á skemmtilegan hátt um leiðara Þorsteins Pálssonar um Björn Inga Hrafnsson og framsóknarmenn. Ekki fara of harkalega að viðkvæma blóminu, segir hann við Þorstein, sem á víst að hafa, skv. Össuri, tætt Binga í sig með háði og teygt hann út á alla kanta.


Hann segir síðan:


Gamalreyndur stjórnmálarefur einsog Þorsteinn á að vita að ungir stjórnmálamenn hafa villukvóta. Þeim má verða á án þess að vera settir í opinberan gapastokk hundrað þúsund Íslendinga. Hann verður líka að hafa í huga að innan Framsóknarflokksins er það lenska að skipta um skoðun á fárra vikna fresti, og aka seglum eftir vindi.Það er einfaldlega genetískur ágalli Framsóknarmanna - sem Þorsteinn kynntist allra núlifandi Íslendinga best þegar hann var með þeim í ríkisstjórninni sællar minningar.

Björn Ingi er ekki sá eini sem ber þessar pólitísku erfðir galopinna og síbreytilegra skoðana. Bjarni Harðarson hélt eldmessu á Alþingi í vor til að hvetja landið og miðin til að fylkja sér um niðurskurðartillögur Hafró - og uppskar lof fyrir hugrekkið. Varla hafði hann kastað mæðinni þegar hann andstuttur kom aftur í fjölmiðla og ásakaði hugrakkan sjávarútvegsráðherra um að hafa með ákvörðuninni brugðist þjóðinni! Guðni Ágústsson var varla búinn að jafna sig eftir að hafa verið varpað á dyr ríkisstjórnarinnar þegar hann fór hamförum gegn nýju ríkisstjórninni út af stöðu efnahagsmála - sem hann bar sjálfur alla ábyrgð á.

Framsóknarmenn eru bara svona. Við því er ekkert að segja - og þjóðin sér um að verðlauna þá með sínum hætti.

 

Æ, hvað þetta er allt saman skemmtilegt. Nú er Össur kominn í stjórn og þá snýst hann í sama hringinn og framsóknarmenn eru hér sakaðir um. En það er líka "í lagi", því menn skipta gjarnan um skoðanir á málum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. En hrikalega er gaman að lesa Össur karlinn, burtséð hvort menn séu sammála honum eða ekki. Hann er skemmtilegur, bæði live og sem penni; sér í lagi á miðað við að vera krati!


Góð kaup Mourinhos

Þarna er einfaldlega á ferðinni besti hægri bakvörður í heimi. Svo einfalt er það.


Og hægri bakvarðarstaðan var höfuðverkur Tjelsí, en þar vantaði sárlega sterkan leikmann. Tjelsí verður bara sterkara fyrir vikið.


mbl.is Daniel Alves til Chelsea fyrir 3,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband