Laugardagur, 11. ágúst 2007
Umskurður kvenna
Ok, manni verður illt að lesa þetta. Hvers eiga veslings stúlkurnar að gjalda. Þetta er einfaldlega ógeðslegt.
Og hvaða fífl er þessi karlfauskur, faðir hinnar "myrtu", að segja stúlkuna hafa látist af "eðlilegum orsökum".
![]() |
Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Yndislegt brúðkaup
Jæja, ég var að koma úr brúðkaupi. Þar voru að gifta sig Jóhann Hjörtur Ragnarsson, skákmógúll þeirra Garðbæinga, og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, varaformaður Taflfélags Reykjavíkur. (Myndin tekin í áramótapartíi heima hjá þeim í des. 2006)
Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi, en veislan fór fram í salarkynnum Taflfélags Rvk. í Faxafeni.
Ég kynntist þeim fyrst, en aðeins lítillega þá, í Taflfélaginu fyrir tæpum 30 árum og fékk að fylgjast með nánast frá byrjun, þegar þau fóru að stilla saman strengi sína fyrir c.a. 18 mánuðum síðan. Og mér tókst á einhvern furðulegan máta að steinþegja um þetta, en sambönd skákmanna spyrjast jafnan út strax, en ekki núna. Aðrir sem vissu þögðu einnig, uns allt í einu mátti segja. Gaman að þessu.
En Jóhann og Silló eiga alveg ótrúlega vel saman; alveg sniðin af hvort öðru. Jóhann hefur reyndar þann stóra galla, að vilja ekki ganga í TR úr Taflfélagi Garðabæjar, en jæja, svona er lífið.
En þetta var mjög gaman. Ég var reyndar plataður illilega, en ótrúlegur snillingur, vinkona Silló úr músíkinni, steig upp og hélt snilldar ræðu og hóf síðan að útdeila verkefnum til ættingja og vina. Ég fékk það hlutskipti að eiga að færa þeim hjónum blóm 11. maí 2008, þegar þau hafa verið gift í 9 mánuði. Hmmm, 9 mánuðir...! Jæja, hvað veit maður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Á hagstæðum kjörum?
Jæja, nú segir Gunzó eitthvað!
En hagstæð kjör? Ætlar þá Sýn að lækka áskriftina?
![]() |
Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Sunderland vann Spurs
Arsenal hjartað mitt gleðst. Það er greinilega ekki nóg að kaupa og kaupa leikmenn, eins og Spurs hefur verið að gera hin síðari ár...já, og selja þá suma strax aftur burtu.
http://soccernet.espn.go.com/match?id=219026&cc=%
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Kolvetnisjafnandi hækkun
Jæja, ég svosem syrgi þetta ekki. Kolvetnisríkar vörur eins og hveitið og annað svipað hækkar. Ok, þá hækkar pastað! Gott. Þessi óholli varningur á auðvitað að vera dýr, eins og hver önnur "lúxusvara". Bara þetta gæti lækkað meðalþyngd Íslendinga.
Nú er lagið að taka kolvetnisjöfnun á þetta og fara að borða heilbrigðari mat, en sleppa þessu óholla kolvetnissulli eins mikið og hægt er.
![]() |
Verðhækkanir í nánd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Vanþroska vesturbæingar
Það var hér fyrir nokkrum árum, að KRingar urðu Íslandsmeistarar. Ég man ekki betur en, að amk sumir stuðningsmenn annarra liða hafi aldeilis fengið háð og spott frá stuðningsmönnum KR. (Myndin til vinstri er frá þeim tíma, þegar KRingar ætluðu víst að leyfa súludans eða eitthvað svipað nektarkennt í félagsheimili sínu!)
En nú, þegar KR er á botninum, er húmorinn skyndilega horfinn úr Vesturbænum eða að því að virðist. Léttur húmor, með solid grafík sem ég fann á netinu og birti, um KR var níddur niður á KR spjallinu, og það sem meira var, svo var ég persónulega. Ég hafði ekki ráðist á neinn af þeim persónulega, heldur komið með létt djók um KR, en því var svarað með þessum hætti. Svona vanþroska einstaklingar ættu að leita sér fróunar annars staðar en á spjallborðum. En maður undrast, að krakkar í 5. flokki skuli fá að leika sér þarna. Þetta eru yfirmáta barnaleg viðbrögð hjá sumum KRingum, sem sjá ekki muninn á persónum og félagi sínu, og svara gríni í garð þess með persónuníði. En þetta hvetur mann til að halda áfram á sömu braut, það segir sig sjálft!
Það nýjasta er þetta, komið í "andsvari" við smá FH-húmor, sem ég fann á netinu og birti:
Þessi rugludallur sem er frammari minnist ekki á sína menn en níðir önnur lið aðallega KR í svaðið
Já, bara sama sagan. Ég fæ sem sagt viðurnefni eins og áður, og dónaskap, þó vægar sé kveðið nú en fyrr, enda tel ég að KRingar ættu ekkert að hafa á móti smá FH djóki. En voðalega eru menn viðkvæmir í Vesturbænum um þessar mundir! Og þar að auki níddi ég ekki KR niður í svaðið, heldur birti bara grínmyndir sem ég fann á netinu og sagðist óska þess (eins og mig grunar að meiri hluti fótboltaáhugamanna óski innst inni) að KR myndi falla (enda í baráttu við mína aula í FRAM og mín vegna má alveg gera grín að þeim, og helst þjálfaranum, sem hefur aldrei getað neitt!). En til að gleðja KRinga set ég hér til hægri mynd af nýjasta leikmanninum þeirra. Ólíkt sumum í KR, getur hann amk hlaupið.
En ef KRingar vilja að ég níði þá í svaðið, skulu þeir bara biðja um það. Ég gæti örugglega fundið eitthvað krassandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)