Nýjar gardínur og fleira

Jæja, þá er 1. tíminn búinn hjá Hjörvari. Við fórum niður á stéttina fyrir utan pizzeríað/kaffihúsið á hótelinu og settumst þar í skugga, báðir með tölvu og síðan var skákborðið ómissandi með í för.

Við fórum yfir hvað Hjörvar teflir með svörtu og skoðuðum afbrigði, sem að mínum dómi er sterkara en hitt,sem Hjörvar leikur að venju. Það gekk ágætlega og við fórum í eðli stöðunnar, hvar mennirnir standa best, hvernig svartur eigi að ná mótspili og hvernig hann á að skipta upp og hvenær, osfrv.

Þetta gekk ágætlega, þrátt fyrir árás frá ofurþreyttri flugu og hávaða frá umferðinni. Strákurinn er merkilega naskur að finna besta leikinn í stöðunni. Einnig æfði hann sig í, að taka sér tíma og spá í stöðunni, en ekki leika "eðlilegasta" leiknum jafnóðum.

Þetta er mjög gaman og mun vonandi styrkja strákinn fyrir komandi átök, fyrst mótið hér og síðan mótið í Politiken Cup, sem er síðar í mánuðnum. Við munum taka svona sessjónir hér úti, bæði almenna yfirferð á byrjunum Hjörvars, og miðtaflinu og fram í endataflið í þeim stöðum, sem líklegastar eru að koma upp. Einnig munum við síðan stúdera fyrir andstæðinga hans, lesa þá og velja þá byrjun, sem eðlilegust er í því ljósi. Hjörvar er orðinn vanur slíku, eftir að hafa verið með Ingvar X-bita í Ungverjalandi um dagin.

En þegar við vorum búnir (þegar batteríið var búið) fórum við upp á herbergi, en þá var Grétar, faðir Hjörvars, kominn aftur út skoðunarferð, þar sem hann fann skákstaðinn og stystu leiðina þangað. Hann er orðinn fararstjóri hjá okkur öllum Íslendingunum og held ég, að betri mann sé ekki hægt að finna í djobbið, eða fararstjórn almennt.  Stundum undrar mig hversu foreldrar Hjörvars eru áhugasamir og duglegir í að fylgja stráknum, bæði á mót og á skákstað innanlands. Held ég, að með svona stuðning að baki, auk frábærs stuðnings frá Helli og nú Kaupþingi (auk Skákskólans að sjálfsögðu, þar sem Helgi Ólafs miðlar börnunum af visku sinni og þekkingu! Og þar er af nógu að taka!), geti Hjörvar ekki annað en náð langt. Hann er einfaldlega rosalega góður strákurinn og getur ekki annað en haldið áfram að fara fram.

Nú, mín beið glaðningur á herberginu. Í fyrsta lagi var búið að þrífa og síðan voru solid gardínur komnar upp, bæði á herbergið og hið stóra baðherbergi mitt. Ég er á fyrstu hæð og áður var hægt að sjá allt inn, þegar maður var með utanáliggjandi rimlagardínuhlera dreginn fyrir. Nú get ég semsagt haft opinn gluggann, án þess að sýna gestum og gangandi hvað maður er að gera hverju sinni.

Maður er einfaldlega mjög sáttur. Flott herbergi, fín aðstaða og allt til alls. Sjálfur hef ég engar sérstakar væntingar til þessa móts, en í morgun var maður á hálfgerðum bömmer eftir slæmar "fréttir" frá Íslandi. En maður verður að takast á við áföll, bæði fyrir mót og á meðan á því stendur.

Markmið mitt er að koma amk út í stigagróða og helst ná IM normi. En annars er það þannig, í mínum huga, að Hjörvar hefur forgang. Hann á framtíðina fyrir sér, en ég er bara "old news" sem er á leiðinni í helgan stein í skákinni. Hver veit nema þetta verði bara síðasta alþjóðamótið mitt?

En kveðjur héðan frá Lux. Áfram Ísland.


Mér finnst rigningin góð

Jæja, ég er búnað fatta hvernig á að stoppa rigninguna. Hér í Lúx rigndi eins og hellt væri út fötu, en merkilegt nokk, eftir að ég hafði spilað Raindrops keep fallin' on my head, Let it Rain, og fleiri erlend rigningarlög, og endaði síðan á Mér finnst rigningin góð, þá stytti upp samstundis.

Nú er komin sól og steikjandi hiti.

 

En maður situr bara inni með skákstuffið og reynir að gera eitthvað af viti. Sé eftir rigningunni.

 

Mér finnst rigningin góð.


Stjörnusamböndin

Jæja, sumt fólk lærir aldrei.

Sambönd geta ekki gengið til lengdar ef það sem heldur þeim saman er grundvallað á frægð og frama, eða æsilegum rekkjuferðum.

Persónuleikar fólks þarf einnig að passa saman. Það virðist oft gleymast í Hollywood, eða er það ekki?


mbl.is Eru Aniston og Sculfor hætt saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunn í Lúx

Jæja, fyrsti morguninn í Lúx. Þegar þetta er skrifað er klukkan 7:18 að staðartíma, 5:18 heima á Íslandi.


spongeJæja, nú vaknar maður vel úthvíldur. Loksins. En ekki skemmtilegur morgunn svosem. Gærkvöldið er frekar erfitt, þar eð leiðinlegasti maður landsins hóf að kíta í mann að nýju, sami maður og helgaði þessa færslu, sem var ein sú erfiðasta, sem ég hef nokkru sinni skrifað hér á bloggið. Hann ætlar greinilega ekki að sjá að sér, en heldur áfram að snapa leiðindi; búa þau til, þar sem engin eru. Þetta tók á mann að venju, enda tek ég svona lagað nærri mér og inn á mig. Það veit hann og fæ ég ekki betur séð, en að hann sé að reyna að trufla mann fyrir mótið. Sjálfur tefldi sá maður eins og bavíani á síðasta skákmóti og vill greinilega að öðrum gangi eins illa og honum sjálfum, því hann á að vita betur en þetta.

En sem betur fer fór hann ekki að kalla mig nýnasista og annað slíkt að þessu sinni. Að kenna mig við stefnu, sem ég gjörsamlega fyrirlít, hlýtur að vera gert í þeim tilgangi einum, að koma af stað leiðindum. Og það tókst. Og síðan kórónaði hann það með því, að túlka vinsamlegar afmæliskveðjur mínar til vinnustaðar hans sem fordóma í garð geðsjúkra. Og þetta var bara byrjunin hjá manni, sem nýlega gerðist svo djarfur, að móðga félaga sinn í ákveðinni skáksveit með dónaskap og fordómum í garð ætternis hans og það rétt fyrir skák. Ég skil ekki hvernig svona er hægt. Fordómar í garð Dana? Ég átta mig ekki á því, hvernig það er hægt. Jæja, ég ætla ekki að láta Grumpy Old Men eyðileggja fyrir mér mótið, eða reyna ekki.

Maður verður bara að sætta sig við, að til er maður, sem hefur með andstyggilegri framkomu sinni orsakað fyrirlitningu mjög margra í frekar "mellow, yellow" hópi fólks. Það er eitt að takast á, en að reyna að láta reka mann, sem á ungabörn, úr vinnu sinni fyrir það eitt, að svara fyrir sig þegar á er ráðist af skapvonsku (jújú, og svara harkalega fyrir sig), og gera það í vinnutímanum. Menn geta ráðist á mig, ég er ýmsu vanur. En ég líð ekki svona framkomu við vin minn og fjölskyldu hans.

nullÞað er semsagt einn maður til í heiminum, sem ég fyrirlít, en þá aðeins þegar hann fer í Mr. Hyde haminn sinn.

En neikvæðar bylgjur gærkvöldsins eru að mestu liðnar. Ég sofnaði eitthvað eftir miðnætti og svaf næstum í einni loti til sjö. Áður hafði ég sofið smástund um kvöldið, og síðan smástund bæði í bílnum og í vélinni. Ferðaþreytan er því að mestu gengin yfir og hausverkurinn svo gott sem farinn.

Veðrið úti er vísast svipað og það, sem von er á heima.  Það hefur greinilega rignt eitthvað í nótt og vindurinn hristir trén fyrir utan gluggann. Ég er annars feginn að hafa glugga út í ruslaportið, því Grétar og Hjörvar snúa heint út í aðalgötuna, þar sem umferð er nokkur. Þeir geta því varla sofið við opinn glugga og verða bara að treysta á viftuna. En sem betur fer er ekki eins heitt og maður ætlaði að gæti orðið. En kannski á eftir að hitna, hver veit.

En jæja, fyrsti morguninn er kominn. Þá er maður fyrst kominn á staðinn fyrir alvöru. Framundan er morgunmatur, stúderingar með Hjörvari og síðan eitthvað dútl fram að setningarathöfn. Vísast mun ég reyna að rifja upp eitthvað úr fræðunum.

Síðan kemur í ljós á morgun, hvort maður geti nokkuð lengur í skák, ef þá nokkurn tíma. A.m.k. er ekki mikið sjálfstraust þetta skiptið. Maður verður bara að reyna að byrja vel, spara orkuna og gera sitt besta. Já og forðast umræðuhorn skákmanna, þar sem Dýrið gengur laust.


Litli Gore í dópinu

Ég er á móti því almennt, að börn "fræga fólksins" þurfi að líða fyrir foreldri sitt. Þá er sama hverjir eiga í hlut.

Það er nógu erfitt fyrir börn fræga fólksins að vera í þeirri stöðu, þótt fjölmiðlar geri ekki illt verra.

 

En það sem ég horfi á hér, er að strákurinn er að gefa út tímarit um mannúðarverkefni og lætur svo svona. Þá á hann vísast skilið að fá fjölmiðlaumfjöllun, en ég get ekki samþykkt að þetta komi gamla Gore það mikið við, að það eigi að blanda honum í fréttina.


mbl.is Sonur Al Gores handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband