Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Vel gert!
Ég er ánægður að sjá, að þeir sem eiga nóg af milljónum, deili þeim út þangað sem þeirra er veruleg þörf.
Vel gert.
![]() |
Gefur 30 milljónir til vísindastarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Alveg rétt hjá Fatah-mönnum
En þetta eru engar nýjar upplýsingar. Þetta er löngu vitað og m.a. hef ég bloggað um þetta einu sinni eða tvisvar.
![]() |
Segja lausn Johnston blekkingarleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Lækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs
Já, ég held að þetta sé alveg rétt hjá Jóhönnu:
Þessi aðgerð er því illa ígrunduð og mun ekki hafa tilætluð áhrif til að slá á verðbólguna, en aftur á móti bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Sú spurning er æpandi hvers vegna ríkisstjórnin og Seðlabanki beina ekki spjótum sínum í meira mæli að bönkunum í stað þess að leggja Íbúðalánasjóð sífellt í einelti."
En erfitt er þetta hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að þurfa að sitja undir svo harðri gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna hlýtur að gagnrýna Jóhönnu tvöfalt; bæði mun Jóhanna ráðherra gagnrýna Jóhönnu þingmann, og Jóhanna þingmaður að gagnýna Jóhönnu ráðherra.
En einhverra hluta vegna er þar um sömu manneskjuna að ræða. Greinilegt að menn eru tilbúnir að selja hugsjónir fyrir ráðherrastól.
En hér sést líka, hverju framsóknarmenn áorkuðu í ríkisstjórn og hversu auðvelt það er, að hreinsa upp eftir þá.
![]() |
Jóhanna gagnrýndi lækkun lánshlutfalls fyrir ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)