Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Prentarar hættulegir heilsu manna?
Þetta er auðvitað tóm steypa. Ég þekki marga prentara og engin þeirra hefur gert mér neitt og enn síður skemmti í mér lungun.
Prentarar eru upp til hópa ágætis fólk og hef ég enga ástæðu til að ætla, að mér standi nein hætta af þeim.
![]() |
Prentarar geta verið skaðlegir heilsu fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Hilton
Ég skil nú ekki hvers vegna afi gamli er fúll út af kynlífsdæminu í Paris og enn síður hvað hann hefur á móti kynlífsmyndböndum.
Í þau skipti sem ég hef gist á Hilton var auglýst með áberandi hætti á herbergi mínu (ekki sama hótelið hvort skipti) að ég gæti fengið keypt mér áhorf á klámmyndir.
Kannski er afinn svona fúll yfir, að hann hefur ekki fengið að sýna myndbandið með Paris á Hilton hótelunum?
![]() |
París Hilton gerð arflaus? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Tómas Björnsson er á lífi
Í gær og í dag hafa kjaftasögurnar farið á kreik um Tómas nokkurn Björnsson, sem var víst skv. DV aðalleikarinn í þessu hörmulega máli um helgina.
Síminn hefur varla stoppað hjá mér, enda er vinur minn, Tómas Björnsson, á þessum sama aldri og nefndur er. Og nú er þessi kjaftasaga farin af stað víða hér í bæ og margir skákmenn orðið fyrir töluverðu ónæði vegna þessa, og vísast hefur fjölskylda Tomma orðið þar verst úti.
En Tómas Björnsson skákmaður, Brekkugerði 9, Rvk, var a.m.k. á lífi og við hestaheilsu í gær, þegar einn af okkur skákstrákunum hafði samband við hann. Hann þekkti reyndar alnafna sinn, en sagði sjálfur, að fréttir að andláti sínu væru stórlega ýktar. Og hann var þar af leiðandi ekki maðurinn niðrá Sæbraut.
Vinsamlegast hættið þessum kjaftagangi og leyfið látnu fólki að vera í friði, amk uns búið er að jarða og helst lengur. Og hættið þessum hringingum og emailum í mig um þetta mál, takk. Ég er ekki 118.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Eiður til West Ham?
Jæja, allt í áttina. Það væri gaman að sjá Smárann í West Ham, sem er svona vara-uppáhaldslið mitt í Englandi, og hefur verið frá því ég var patti (síðar bættist við Leicester, þar sem ég var í námi).
En með þessum kaupum myndi Hammers styrkjast enn, en liðið er nú orðið vel skipað, á pappírnum amk. Spurning hvort Hammers fari nú ekki að hrinda Spurs af stalli sem þriðja besta lið Lundúna?
Þar fyrir utan finnst mér Eiður passa betur við enska boltann en þann spænska...eða a.m.k. passa betur í Hammers en í Barcelona og ekki hefur tilkoma Henrys hjálpað til við að festa okkar mann í sessi þarna suðurfrá.
![]() |
Viðræður West Ham og Barcelona um kaup á Eiði sagðar hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
KR Nörd?
Jæja, oftlega er leiðin löng, sem liggur milli vina. Hið sama gæti gilt um félög. En stundum er leiðin löng á milli tveggja botnliða, annars vegar KR og hins vegar KF Nörd.
EN ætli þessi tvö félög verði ekki bara sameinuð undir einu nafni, KR Nörd?
![]() |
Oft staðið til að ég tæki við KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)