Enn ein ekki-fréttin!

Jæja, ég býð mig fram í hlutverk James Bond. Ég er auðvitað tilvalinn í hlutverkið og er viss um, að þetta yrði pís of keik.


Nú, eftir þessa yfirlýsingu er ég nokkurn veginn viss um, að frétt þess efnis birtist á mbl.is á morgun, enda virðast hvaða aular sem er komast þarna inn í slúðurdálkana, jafnvel konur, sem eru ekki, að mínu mati, sérlega fallegar, en vilja verða Bond-stúlkur.



mbl.is Barist um Bond-hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er sinnar kæfu smiður

sagði Laddi.


En greinilega var smiðurinn þarna fyrir norðan eitthvað annars hugar.


mbl.is Kæfa frá Kjarnafæði innkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsældir

Þegar þetta er skrifað er umrædd frétt af fr. Spears mest lesna fréttin á mbl.is.


Í mínum huga er þetta hryggileg vísbending um Íslendinga. Ætlum við virkilega að verða eins shallow og Kanarnir, sem lepja fréttir af "stjörnunum" upp með morgunkorninu?


Og síðan skil ég ekki hvers vegna virðulegur miðill eins og mbl.is er stöðuglega að eltast við þessar partístelpur í Hollywood?


mbl.is Umtalað viðtal við Spears birt á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að meikaða í Tékkó!

Ég ræddi aðeins í gær, bæði hér og á aðeins heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, að hinn ungi og efnilegur Dagur Arngrímsson væri vel á veg með að tryggja sér sinn þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, en áfanga nr. 2 kláraði hann á móti sem lauk fyrir nokkrum dögum.


200Annar vinur minn, Róbert Harðarson Lagerman, er kominn á svipaðar slóðir. Hann situr nú að tafli í Tékkó, nánar tiltekið á skákhátíðinni í Pardubice, en hún er hluti af tékknesku mótaröðinni. Við Róbert tókum einmitt þátt í Prague open í janúar sl., sem einnig er hluti af þessari mótaröð.


Robbi er til vinstri hér á myndinni, með Hjörvari Steini, hinum unga og efnilega skákmanni.


Róbert hefur þegar náð tveimur áföngum til alþjóðlegs meistara og vantar því bara einn, ásamt því að hækka sig á stigum upp í 2400 til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari.


Þetta er svoldið skrítið, að fylgjast með Robba tefla á móti úti héðan frá Íslandi, enda verið meðferðis í síðustu fjórum mótum, sem kappinn hefur tekið þátt í á erlendri grundu og líka verið með í sömu mótum innanlands t.d. Kaupþingsmótinu og Rvk Intl í apríl.


IMG_0684En nú er Robbi staddur í hitabylgju í Tékkó, þar sem yfir 40 stiga hiti er normið. Við vorum um daginn í 35 stiga hita í Mið Evrópu og þótti nóg um. En þetta er verra, ekki síst þar sem þetta stendur yfir dag eftir dag, og erfitt að tefla við svona aðstæður. (Til vinstri er mynd af Robba með goðsögninni Svetozar Gligoric)


En Róbert hefur staðið sig afskaplega vel og hefur teflt á "normi", þ.e. hann hefur frammistöðu upp á 2451 eló stig, en frammistaða upp á 2450 dugar til að ná alþjóðlegum áfanga, séu ákveðin skilyrði uppfyllt, en þau hefur Róbert eiginlega þegar uppfyllt, að mér sýnist.


En frammistaða hans er eftirfarandi, tekur af chess-results.com:

 

 

FM LAGERMAN ROBERT 2315 ISL Rp:2451 Pts. 3,0
1419SERGIN MARK2070GER2,5w 1Turnaj A
267IMADLA DIEGO2472ARG3,5w ½Turnaj A
379FMMARKGRAF ALEXANDER2452GER3,5s ½Turnaj A
475GMMANIK MIKULAS2457SVK2,5s ½Turnaj A
586GMKIM ALEXEY2445KOR3,0w ½Turnaj A
653GMVASJUKOV EVGENI2486RUS3,0sTurnaj A

 

Þetta er góður árangur og framundan er skák gegn gamla manninum Vasjúkov, sem var upp á sitt besta um það bil sem ég fæddist, eða um 1970.


Vonandi heldur Robbi bara áfram að tefla svona vel og hala inn punkta gegn sér stigahærri leikmönnum.


Rusl og ruslahaugar

Þetta er auðvitað ömurlegt. Og staðsetningin fáránleg. Hvað er fólk að hugsa, að dumpa rusli á víðavangi, sér í lagi á fögrum stöðum.


Vatnsendahæð er fallegur staður og það er auðvitað tóm steypa að skíta hann svona út.


En ég veit hins vegar um góðan stað fyrir svona rusl, en það er grænt svæði, sem er flestum til ama og til lítils gagns, jafnvel þeim sem þann stað elska.


Og hann stendur ekkert svo voða langt frá Sorpu úti á Granda.


Já, ég er auðvitað að tala um grasbalann í Frostaskjólinu. LoL


mbl.is Nota Vatnsendahæð sem öskuhaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til stuðnings Saving Iceland samtökunum

Hvaða læti eru þetta í fólki eiginlega? Ég er bara mjög "sáttur" við aðgerðir Saving Iceland, eða öllu heldur sáttur við þær afleiðingar, sem þær hafa haft í för með sér. 


Það þýðir ekki, að ég sé stuðningsmaður þeirra. Nei, ég er "sáttur" við þetta vegna þess, að í ljós hefur komið, að aðgerðir þeirra hafa nær eingöngu notið stuðnings eða skilnings VG-liða. Og í kjölfarið hefur maður heyrt útundan sér, að ýmsir, sem kusu VG síðast vegna umhverfisatriðanna, munu ekki ætla að gera það aftur, því svona lögleysu og skrípaleik sé ekki hægt að samþykkja. Aðgerðir, sem stuðla að fylgistapi VG, hljóta því að eiga rétt á sér Wink, þó ég hafi ímugust á þessum skrípaleik, sem þessi samtök hafa haft í frammi.


ogmundurOg síðan kemur snilldin hjá Ögmundi Jónassyni, að vilja enn beintengja Ísland við hryðjuverkastjórnina í Hamas-istan, því þetta væru jú löglega kosin yfirvöld. En Hitler var líka löglega kjörinn til valda svo og margir af verstu einræðisherrum og glæpastjórnvöldum síðustu aldar.  Til að mynda minnir mig að Mugabe hafi verið löglega kosinn um 1980, þegar Smith stjórn hvítra hrökklaðist frá, en síðan hefur hann ekki verið vandur að meðulunum og stundum beitt þegna sína ofríki til að tryggja völdin (og mætti gjarnan taka sterkara til orða!)


Með þetta í huga þykir mér líklegt, að Vinstri grænar séu á niðurleið og væri athyglivert að sjá Capacent - Samfó gera skoðanakönnun núna.


mbl.is Áskorun til Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband