Barist við vélmennið

Kaupthing-R6-20070711_14Jæja, þá var það vélmennið. Hannes taldi óþarft að ana beint inn í byrjunarundirbúning minn (gaman að hafa þannig reputation, að menn tefli nýjar byrjanir til að forðast stúderingarnar manns!) og tefldi hliðarafbrigði af Rauzer, sem ég hafði reyndar einu sinni teflt áður, en það var á Helgarmótinu á Akranesi 1984. Þá tefldi Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari þessu og var klossmátaður snarlega.

Þetta leit ágætilega út núna, ég óð á hann með látum og vélaði af honum hrók fyrir mann og peð og þar að auki voru "menn Hannesar í klessu", eins og einn orðaði það á skákhorninu. En Hannes náði mótspili og átti ég erfitt með að bæta stöðu mína. Svo fór, að ég missti tökin á stöðunni í tímahrakinu og tapaði, en þegar maður leit yfir þetta betur sást, að ég átti aldrei neitt sérstakt í þessu. Mótspil Hannesar var einfaldlega of öflugt, þegar hann komst af stað.

Héðinn vann "vin" okkar Íslendingana, Kasparov yngra, stórmeistara með 2500. Við ræddum aðeins við í upphafi umferðar og þar á meðal um skákstil og taflmennsku Kaspa þessa. En í mikilli baráttuskák þeirra félaga urðu svolitlar deilur um truflun við skákborðið en Kasparov var að mér skilst með einhverjar hreyfingar, sem trufluðu Héðin. En þetta heyrði ég bara eftirá, því þá vorum við Hannes farnir fram. Urðu víst töluvertð læti út af þessu. En gott hjá Héðni að láta kallinn ekki komast upp með neina stæla, en sá hlýtur að hafa verið orðinn verulega pirraður á þessum tímapunkti.

Maður þessí hlýtur nú að vera farinn að hata Ísland, en hann hefur aðeins náð hálfum punkti gegn þremur Íslendingum, og það einmitt gegn mér. Roar, þetta fer að vera embarrassing sko. Og til að kóróna allt, munaði litlu að hann fengi Hjörvar í dag, og eiginkona hans, sem tekur þátt í mótinu, fær Rúnar Berg á morgun!!

Ef lítill og grjáslykjulegur austantjaldsmaður með bakpoka og í stuttbuxum sést míga á Stjórnarráðið á næstu misserum, er það örugglega þessi náungi.

Nú, Robbi vann Fionu, og Hjörri gerði solid jafntefli við alþjóðlegan meistara, nokkuð þéttan náunga. Gott hjá stráknum en þetta var lengsta skák dagsins. Rúnar Berg tapaði og fær semsagt frú Kasparovu á morgun. Áfram Ísland.

Við Hannes skruppum síðan á pizzustaðinn eftir skák og spjölluðum um heima og geima. Langt síðan maður hefur séð kappann, maður rakst lítið á hann í Íslandsmóti skákfélaga og sá hann aðeins í Prag í janúar. Alltaf gaman að spjalla við Hannes, jafnvel þo´hann hafi unnið mann!

En jæja, þá er það "karrýkjúklingurinn" svokallaði á morgun. Ég fæ sem sagt grjótharðan og vel stúderaðann Indverja með um 2470 á morgun: Það kostar, eins og Steini Stonestone segir.  Maður verður bara að spýta i lófana.

 


Enn einn morguninn í Lúx

Luxemborg City o.fl 001Jæja, enn einn morguninn. Klukkan orðin sjö að staðartíma, fimm heima á Frón-kexi. Ég steinlá fljótlega eftir að ég skreið upp á herbergi í gærkvöldi og strákarnir voru farnir. Við komum heim á hótel, þ.e. Carpini, beint eftir skák, borðuðum niðri á hinum frábæra ítalska restauranti og síðan fóru menn upp til að tékka pörunina í næstu umferð.

Ég hafði sagt, að ég fengið örugglega Hannes Hlífar í næstu og sú varð raunin. Þetta er svona, að ef þú vilt ekki fá einhvern andstæðing, sem þú átt möguleika á að fá, færðu hann. Svona hefur þetta verið amk í þremur síðustu umferðum hjá mér. En maður hefur sloppið só far, en Hannes er ekki kallaður Róbót fyrir ekki neitt. Strákarnir heima gáfu honum þetta viðurnefni, því þegar þeir tefldu gegn honum lék hann leikjunum áreynslulaust og nær Luxemborg City o.fl 003alltaf með jöfnu tímabili, rétt eins og forritað vélmenni ætti í hlut. Og hann vann að vitaskuld nánast alltaf. Ég lenti í vélmenninu sl. haust í einvígi í Skákþingi Íslands og fór niður í logum, og var ekki mjög sáttur að sjá pörunina í gær. En skákin okkar verður sýnd beint á vefnum, en slóðin þar að lútandi er á www.skak.is og á heimasíðu mótsins, sem einnig er auglýst á sama stað og á forsíðu www.taflfelag.is . Stefnan er, að láta a.m.k. ekki auðmýkja sig gjörsamlega fyrir framan íslenska skáksamfélagið. Grunar mig, að þá muni fylgja vænar athugasemdir á skákhorninu.

Sergey Kasparov hlýtur nú að fara að stofna "I hate Iceland" samtök, sérstaklega eftir að Héðinn væóleitar hann yfir skákborðinu í kvöld. Spái ég, að þessi annars sterki stórmeistari muni fara niður í logum gegn okkar manni. Kannski halda jöfnu, ef hann teflir vel. Ef hann gat ekki unnið okkur Robba með hvítu á hann ekki séns í Héðin með svörtu. Þar fer annað róbót, sem er alveg agalega erfitt að eiga við, sérstaklega á góðum degi.

Luxemborg City o.fl 004Robbi fær þokkagyðjuna Fionu, sem á marga vini á Íslandi (og þeim hefur fjölgað á síðustu dögum). Rúnar Berg fær nokkuð sterkan mótherja og Hjörvar fær alþjóðlegan meistara með hvítu. Spái ég að meistarinn sá finni fá svör gegn 1.c4 leik Hjörra. En ætli maður verði ekki sáttur við jafntefli þarna, en auðvitað vill maður að strákurinn vinni.

Jæja, nú hefst undirbúningurinn fyrir skákina gegn Hannesi. Vaknaði um fimm, sinnti morgunverkunum og fór niður í morgunmat, bloggaði aðeins og kíkti á rafpósta. Það góða er, að ég veit vel hvað Hannes teflir að janfanði en gallinn er, að hann veit líka hvað ég tefli. Fátt er svo með öllu gott, að ekki boði nokkuð illt. Og nú hefjast massívar stúderingar (Hannes! ef þú ert að lesa þetta, skaltu hætta núna).....eða kannski ég slái þessu bara upp í kæruleysi og komi frekar úthvíldur til leiks. En ætli ég ákveði ekki fljótlega, hvor leiðin verði fyrir valinu.

Luxemborg City o.fl 033En jæja, meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá ferðalagi strákanna í Luxemborg City o.fl 025Luxemborg City o.fl 034

gær til Lúx City.

 


Skin og skúrir

Jæja, mínir menn í FRAM töpuðu gegn Haukum Shocking, en það gat verið verra. Vona ég amk að stórstjarna þeirra Haukamanna, Hilmar þeirra Emma og Hönnu Rúnu, hafi náð að hrella mína menn aðeins. Hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana, en hann og Emil Hallfreðsson landsliðsmaður eru bræðrasynir.  Spái því að þeir frændur spili saman í landsliðinu áður en langt um líður...og vona, að ef stráksi fer í stærra félag, að þá verði þeir bláu í Grafarholtinu fyrir valinu, ekki fimleikafélagið í Spurs búningnum.

Þar að auki er ég ánægður með, að úr því að FRAM féll út svona snemma, skuli það hafa verið gegn Haukum. Af ýmsum ástæðum var undirritaður tilnefndur til íþróttamanns Hauka 2005, þannig að maður er nú ekki alveg ókunnugur í Firðinum. En ég hef bara gott eitt um Haukana að segja.

En það bjargaði kvöldinu hjá mér, fyrir utan jafnteflið við Kasparov, að sjá KR falla út. Greinilega eiga Reykjavíkurstórveldin erfitt með KFUM liðin tvö, Val og Hauka, eða KFUM Hlíðarendi og KFUM Hafnarfjörður.


mbl.is Valur vann KR í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband