Fimmtudagur, 3. maí 2007
Óheppilega orðaðar auglýsingar!
Fékk þetta sent áðan frá "kokknum", þ.e.a.s. Sigga Sverris, briddsara, músíkfræðimanns, með meiru. Ég hef reyndar séð þetta áður, eða svipað, en aldrei er góð "vísa"of oft kveðin.
*Óheppilega orðaðar auglýsingar*
1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill
Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr.
550, börn kr. 300.
2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með þér heim.
4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með
óvönduðum vélum, við gerum það
varanlega í höndunum.
5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.
7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska, brennir brauðið sjálfvirkt.
8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar, kvenmann, til starfa.
9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju.
Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.
10. Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. Komdu til okkar!
11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur..
12. Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð.
1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill
Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr.
550, börn kr. 300.
2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með þér heim.
4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með
óvönduðum vélum, við gerum það
varanlega í höndunum.
5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.
7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska, brennir brauðið sjálfvirkt.
8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar, kvenmann, til starfa.
9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju.
Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.
10. Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. Komdu til okkar!
11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur..
12. Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð.
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Blekaðir ferðamenn!
Ég vil í þessu samhengi minna á það, hvernig íslenskir ferðamenn hegða sér erlendis, amk oft á tíðum. Þegar maður heyrir ferðasögur við heimkomuna eru þetta oft fylleríssögur meira eða minna.
Og síðan hefði ég gaman af því að fá að koma í heimsókn í saumaklúbb Ellýjar þulu vikuna eftir heimkomu hópsins frá sumarfríi á Spáni. Það yrðu rosalegar sögur af suðrænum karlmönnum og ýmsum rómantískum ævintýrum.
Einn fullur japanskur ferðamaður er bara dropi í hafið.
![]() |
Ölvaður ferðamaður fannst í Tjörninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Reagan og Matthías
Jæja, þetta eru aldeilis þáttaskil í dagbókaútgáfu. Fyrst skellir Matthías ritstjóri sér fram á völlinn með dagbækur og fleira góðgæti. Þar er vísast margt skemmtilegt að finna.
Og í fótspor skáldsins kemur Ronald Reagan, eða öllu heldur erfingjar hans. Það verður nú gaman að lesa hvað forseti Bandaríkjanna hefur að segja um t.d. leiðtogafundinn í Höfða?
![]() |
Dagbækur Reagans gefnar út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Sullenberger lætur vaða á Kaupþing
"Viðskiptasiðferðið á Íslandi er orðið þannig að menn eru keyptir til að þagna. Dæmi um það er að í lok ágúst 2002 var hringt í mig frá forstjóra Kaupþings og mér boðnir 2 milljónir dollara ef ég drægi málið til baka,"
Úff, þetta lítur ekki vel út. En vísast verður þetta "ekki svaravert", en mér finnst forstjóri Kaupþings ætti að svara þessu.
En þetta minnir svolítið á ónefndan fund í London, þar sem 300 milljónir íslenskra voru hugsanlega nefndar.
![]() |
Jón Gerald: Mikill léttir" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Var Guðjón Ólafur sá "seki" í stóra Jónínumálinu
Þær fréttir berast nú um bæinn, að það hafi í raun verið Guðjón Ólafur nefndarmaður, sem hafi tekið mál þessarar stúlku,sem orðin er fréttamatur, og troðið því í gegn, eftir að því hafði verið hafnað í nefndinni. Hann hafi semsagt tekið það úr "nei" bunkanum, og sett það í "já" bunkann, og með einhverjum aðferðum fengið hina nefndarmennina til að gangast við þessu. Og ætli Jónína hafi ekkert vitað af því...eða þá að hann hafi virkilega ekkert vitað um tengsl stúlkunnar við Jónínu? Spyr sá sem ekki veit!
Sumir, sem hafa sagt mér þessa sögu segja, að þetta standi í DV, og DV ljúgi ekki.
Ef þetta reynist satt, (sem ég veit auðvitað ekkert um fyrir víst) er ljóst að Framsókn þarf að svara hressilega fyrir þetta mál og mun það vísast hafa neikvæði áhrif á fylgi flokksins 12. maí.
En hvað er þetta með Framsókn? Er búið að fela Guðna Ágústsson?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Baugsmenn dæmdir sekir
Jæja, þá er málinu lokið, amk í bili, uns annar eða báðir aðilar, saksóknarar og sakborningar, áfrýja.
Sullenberger sleppur.
Baugsmenn fá skilorðsbundna dóma, ef ég hef rétt haft eftir úr fréttum á Bylgjunni.
Er þetta fair? Er þetta málamiðlun?
En er þessu ekki að ljúka?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Orkuveitan í góðum bissness!

![]() |
Lifandi dósaopnari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Þreytt.is
Fer þessu máli ekki að ljúka? Orðið verulega þreytt.is
![]() |
Byrgisrannsókn lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Beggja blands í Stóra Jónínumálinu
Þetta er ágætis svar hjá Jónínu, en ég get samt ekki að því gert, að mér finnst einhver skítalykt af málinu. Ég hef ekkert á móti umræddri stúlku, sem vafalaust er ágæt, og óska ég henni velfarnaðar hér, en það er eitthvað spúkí við þetta mál.
Forðum skrifaði ég M.A. ritgerð, sem fjallaði um útlendinga á Íslandi. Þar fór maður m.a. yfir eftirlit með útlendingum, lög um landvistarleyfi og atvinnuréttindi, veitingu ríkisborgararéttar, osfrv.
Þar voru mörg svona mál, svipuð eða náskyld, þar sem ráðandi menn fengu sérmeðferð. Og þeir voru jafnan framsóknarmenn. Til að mynda fékk kunnur sjálfstæðismaður, læknir í Eyjum, ekki að hafa norska þjónustustúlku á heimili sínu (en hún ætlaði að læra íslensku), því hér væri nóg framboð af þjónustustúlkum. Virðuleg frú, af erlendum uppruna, í Reykjavík fékk sama svar: Hér er nægt framboð af innlendum þjónustustúlkum. En lögreglustjórinn í Reykjavík, og síðar dómari, Jónatan Hallvarðsson, fékk um svipað leyti leyfi til að halda hér sænska þjónustustúlku, Frk. Jytterström, ef ég man rétt, því það væri skortur á þjónustufólki í landinu. Ef ég man rétt, var hann framsóknarmaður. Og það skondnasta var, að hann var þá yfirmaður Útlendingaeftirlitsins!!
Varðandi ríkisborgararétt fengu sumir hann frekar ódýrt, t.d. Þjóðverjar og aðrir af arísku kyni, meðan t.d. fólk af gyðingaættum eða öðrum "framandi kynstofnum", fengu ekki, þótt öll skilyrði nema kynstofnavottorð væru uppfyllt. Þeir fengu þó slík réttindi ef þeir þekktu framsóknarmenn eða áhrifamikla krata, t.d. nokkrir færustu hljóðfæraleikarar landsins.
Og varðandi landvistarleyfi til útlendinga í kreppunni rak ASÍ harða stefnu gegn útlendingum, nema þeim sem voru t.d. þýskir sósíaldemókratar á flótta undan Hitler. Þeir fengu hér jafnan leyfi án vandkvæða. En t.d. flóttamenn af gyðingaættum, sem ekki þekktu áhrifamikla krata, eða þekktu menn sem þekktu krata eða framsóknarmenn, urðu að fara úr landi, jafnvel aftur til Þýskalands.
Og ríkisborgararétturinn! Ef menn taka saman útlendinga, sem hér fengu ríkisborgararétt frá fullveldinu 1918 og fram til lýðveldis 1944, voru það eingöngu "aríar", með held ég 1 undantekningu, eða tveimur í mesta lagi.
En nú hefur tíðarandinn breyst og kynstofnavottorðið dugar ekki lengur. En enn virðist gilda, að þekkja menn sem þekkja menn. Það dugði Fischer, Duranona o.fl. Og þá skemmdi ekki fyrir, að vera "sérstakur hæfileikamaður", eins og þeir ofangreindu, eða "Íslandsvinur",en það síðastnefnda dugði þó ekki áður þegar fólk af "óæðri" kynstofnum áttu í hlut.
En mín skoðun í þessu er þó í aðalatriðum óbreytt: ég hef ekki séð neinar ástæður fyrir því, að þessi stúlka, sem örugglega á eftir að reynast nýtur þjóðfélagsþegn hér, fái ríkisborgararétt á silfurfati, meðan fjöldi annarra þarf að bíða í mörg ár, jafnvel gift íslenskum borgara, en umrædd stúlka ku aðeins vera kærasta sonar Jónínu. Lagalega séð ætti hún þá að standa verr að vígi, en af "einhverjum ástæðum" fékk hún sérstaka fyrirgreiðslu.
Ég neita að trúa því að þetta hafi allt verið tilviljun, því fólk, með lengri búsetu, hjúskap og raunverulegar ástæður fyrir því að vilja ekki snúa aftur til heimalands síns, þ.e. þaðan sem það kom, þarf að bíða hér árum saman og dvelja hér jafnvel í ótta um, að verða vísað úr landi.
![]() |
Um ríkisborgararétt og Kastljósið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
66 milljarðar í hagnað!
6,6 milljarðar í ríkissjóð, ef hagnaðurinn skilar sér allur (annars fatta ég ekki skattareglurnar).
Já, rekum bara félög eins og Novator úr landi, eins og vinstri flokkarnir vilja, hækkum skatta og jöfnum kjörin NIÐUR á við.
![]() |
Innleysa 66 milljarða hagnað í búlgörsku símafyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)