Hættur að blogga?

tr_logo_stort"Jæja, þú ert bara hættur að blogga?", er einn algengasti frasi, sem ég heyrt undanfarið.

Þetta er eiginlega satt, en samt ekki.  Ég hef ekki tekið meðvitaða afstöðu um, að hætta að blogga, en sökum anna hef ég ekki mátt vera að, og ekki nennt, og síðan hef ég ekki haft neitt sérstakt að segja um neitt sérstakt.

Ein helsta ástæðan fyrir því, að ég hef lítið sést á blogginu undanfarið, felst í, að ég hef verið að setja saman vefsíðu Taflfélags Reykjavíkur, sem hefur fært sig um sig frá www.skaknet.is yfir á www.taflfelag.is. Eða, til að hafa þetta nákvæmt, þá opnar nýja síðan á morgun eða hinn. Þetta hefur tekið frítíma minn síðustu vikuna eða svo.

En kannski ég fari að blogga aftur, þegar TR-síðan nýja verður orðin fullbúin.


Bloggfærslur 28. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband