Átakalítill aðalfundur

Jæja, aðalfundurinn búinn. Og maður er eftir sig, ekki vegna anna á fundinum, heldur hins, að bakkelsið hjá Birnu var tær snilld að venju.

En nú sitja fjórar konur í sjö manna stjórn Skáksambands Íslands. Ég hef ekkert nema gott um það að segja. Ég lít fyrst og fremst á, að duglegt fólk sé til staðar, sama af hvoru kyninu það er.

Og Guðfríður Lilja verður nú forseti amk eitt ár enn....einmitt þegar annað forsetaembætti losnar, að því að talið er!

Lilja er nú að hefja sitt þriðja kjörtímabil sem forseti SÍ (ef ég man rétt!). Held ég, að þessi tími sé upphaf nýrrar sóknar, eftir mikla lágdeyðu síðasta áratuginn eða svo.

 

 


mbl.is Konur í meirihluta í stjórn Skáksambands Íslands í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband