Er Fiennes enn að leika í Schindler's List?

Virðist erfitt fyrir hann að losna úr þeim karakter
mbl.is Ástarfundur í flugvél hafði slæm eftirköst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning að fara að handtaka þennan!

Þá yrði allt vitlaust í Írak, en e.t.v. betra að fá spilin fram á borðið.
mbl.is Hvetur íraska hermenn til að hætta samstarfi með Bandaríkjamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Rakbragðið"

XbitGunnar Björnsson, smábloggari, skemmtir sér við að minnast á gambítinn minn í skákinni gegn Frakkanum í gær, nefndi hann "rakbragðið".

Já, Klakkur hafði gaman að þessu. Málavextir voru þeir, að ég mætti alblóðugur á skákstað og þurfti að bregða mér á kvennaklósettið með "hjúkrunarkonu" til að þrífa það versta af.

Ég hafði nefnilega ekkert nennt að stúdera fyrir Frakkann Lamoureux. Ég sá, að hann tefldi afbrigði sem ég kannaðist vel við.Ég las hann rétt og ákvað, að tefla þetta bara beint af augum. Ég slakaði því á í gær, tók þessu rólega, og fór síðan í Hreyfingu að ganga fimm, chillaði þar, fór í gufuna og svoleiðis. Síðan rakaði ég mig og þegar ég var að pakka græjunum, datt mér skyndilega í hug, þegar klukkan var rúmlega hálf fimm, hálftíma fyrir skák, að raka af mér slykjuna á hausnum. Ég hafði auðvitað ekki réttar græjur, en ákvað að láta vaða!

Ég flýtti mér aðeins of mikið og skar mig á nokkrum stöðum. Þegar ég var búinn hélt ég reyndar, að bloðið væri farið, en ekki aldeilis. Síðan rauk ég á skákstað, kom aðeins of seint, en var síðan bent á, að ég væri alblóðugur á höfðinu.

Þetta var semsagt rakgambíturinn. Og hann virkaði vel, því ég held ég hafi sjaldan eða aldrei unnið alþjóðlegan meistara svona auðveldlega í kappskák. Þetta var semsagt einn áreynslulausasti sigur sem ég man eftir.

Það borgar sig að tefla "rakbambítinn" 

 

Myndin uppi er af Ingvari Xbita...úff, þegar hann fær þetta killerlook hljóta menn að leika af sér fyrr eða síðar.

 

 


Ingibjörg rúin trausti

c_serstakttilbodKemur ekki á óvart. Hún hefur fengið marga upp á móti sér með allskonar aulahætti, t.d. svikunum við R-listann, hroka og yfirgangi, dylgjum í garð annarra stjórnmálaforingja, osfrv. Og hún hefur enn ekki sýnt, að hún hafi neitt sérstakt fram að færa í pólítíkinni, amk ekkert jákvætt. Og andúðin á henni hefur vísast vaxið enn við það, að þjóhnappakratarnir ráðast á þá, sem gagnrýna hana, með offorsi og kalla þá "karlpunga", "karlrembur" og menn "haldna kvenfyrirlitningu." Stundum held ég, að Samfó hafi, nánast í heild sinni, glatað glórunni. En svo segir:

 Ingibjörg Sólrún er sá formaður sem flestir voru neikvæðir gagnvart eða rúm 50%.

Það furðar mig mest, hversu lítil þessi neikvæðni er.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband