Laugardagur, 3. mars 2007
Moggamenn skemma hafmeyjuna?
Ja, úr því þeir náðu að mála sjálfstæðisfálkann í bleiku sl. vor og grænu núna, hljóta þeir að eiga auðvelt með að mála hafmeyjuna bleika?
Eða kannski voru þetta bara femínistar að "mála bæinn bleikann"?
![]() |
Litla hafmeyjan máluð bleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. mars 2007
Svo sem ágætt
Liverpool-Man Utd 0-1
Jæja, ég held með hvorugu liðinu en:
a) með sama áframhaldi tekst Man Utd að taka dolluna frá Chelsea, sem er óþolandi klúbbur um þessar mundir. Gott á mafíuna.
b) og Liverpool er nú að missa af lestinni! Ergo: Arsenal er nú bara 4 stigum á eftir Liverpool, ef ég man rétt, en á þrjá leiki til góða (þmt leikurinn gegn Reading sem nú stendur yfir).
Glæsilegt Manstueftir strákar.
![]() |
John O'Shea tryggði Man.Utd. sigur á Anfield |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. mars 2007
Gróðurhúsaáhrifin!
Já, slæm eru gróðurhúsaáhrifin á Hvergerðinga. Ég yrði vísast eitthvað verulega shaky sjálfur, ef ég myndi búa innan um öll þessi gróðurhús.
En voru þessir menn handteknir fyrir brot á Kyoto-bókuninni eða hryðjuverkastarfsemi (skv. Frjálslyndum!)
Æ, hvað þetta er leiðinlegur laugardagur. Nema hvað veðrið er gott.
![]() |
Á annan tug gramma af amfetamíni fannst við húsleit í Hveragerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 3. mars 2007
Brjálæði
Og þetta hefur í raun lítið að gera með innrás Bandaríkjamanna, nema hvað það heljartak, sem Saddam hafði á írösku þjóðinni, losnaði, og Pandóruboxið opnaði.
Ekki svo ósvipað Júgóslavíu, ef maður fer að hugsa um þetta í víðari samhengi, nema hér er grimmdin meiri.
![]() |
Sex íraskir súnítar myrtir fyrir að hafa talað við sjíta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. mars 2007
Eldur í Kaupinhafn
Eigum við ekki enn einhverja dýrgripi þarna austurfrá í Babýlon við Eyrarsund? Um að gera að forða þeim heim, rétt til öryggis, úr því enn á ný er kominn Eldur í Kaupinhafn?
![]() |
Lögreglan í Kaupmannahöfn við öllu búin í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)