Laugardagur, 24. mars 2007
Íslandsvinurinn Cliff?
Ég skal viðurkenna að ég fíla kallinn; ekki endilega músíkina, heldur að þarna fer maður sem kann sig, er ekki með þessa óþolandi stjörnustæla, eins og td fíflin í Lordi. Samthefur Cliff selt margfalt, margfalt fleiri plötur en ljótu Finnarnir.
Velkominn til Íslands, Cliff Richards.
![]() |
Laus við stjörnustæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. mars 2007
Jón H. B. er svarið.
Ekki herinn.
Gætum líka lánað þeim Arnar Jensson, ef þetta verður erfitt.
![]() |
Borgarstjóri Napólí íhugar að óska eftir aðstoð hersins vegna glæpaöldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. mars 2007
Af skattaskýrslu, Incoterms og öðrum hörmungum
Jæja, leiðinlegasti tími ársins framundan. Síðustu dagarnir fyrir skattaskýrslu.
Ég hef þann leiða ávana, að geyma skattaskýrsluna fram á síðustu stundu, enda ekkert sem ég geri leiðinlegra. Þvottur, skúringar, tannlæknir og annað slíkt er hreinasta hátíð miðað við þessi leiðindi.
Fyrir utan það, að ég nenni ekki að gera skattaskýrsluna, hef ég varla tíma til þess. Alltof mörg verkefni bíða þess að ná athygli minni, þám allskonar skrif á ensku, þýðingar og almenn textagreining.
En bloggið gefur manni tækifæri til að fríka aðeins út. Hér getur maður skrifar setningu eftir setningu án þess að pæla í strúktur, hrynjanda og lengd, svo ekki sé talað um almenna málfræði eða stafsetningarvillur. Maður getur jafnvel leyft sér að sletta og troða slangri inn.
En a.m.k. hafa "uppteknisheit" mín upp á síðkastið gert það að verkum, að ég hef verla skrifað hér heila málsgrein í einu, heldur komið með einstaka aðfinnslur við fréttir. En núna þarf maður að taka sér frí frá Incoterms, Customs Clearance og öðru því sem maður er að skrifa um á ensku. Ég er hreinlega búinn á því, a.m.k. í bili. Kem sterkur inn þegar kaffið er tilbúið. En þetta þarf að vera tilbúið um svipað leyti og skattaskýrslan. "Aaaaarg", eins og Andrés Önd hefði sagt.
Og í ofanálag á ég að vera að æfa fyrir tvö stk. alþjóðaskákmót, sem framundan eru. Annars vegar er um að ræða "Kaupþing 2007", nokkuð skemmtilegt alþjóðamót, sem hefst daginn eftir afmælið mitt, þ.e. 4. apríl, sama dag og ég fermdist forðum. En þar sem ég held aldrei upp á afmælið mitt breytir þetta engu. "Reykjavik International" fylgir síðan í kjölfarið. "Roar", eins og Björn Knútur litli Þorfinnsson hefði sagt.
En ég kem víst óundirbúinn fyrir þessi tvö mót, amk skáklega. Það kemur vonandi ekki að sök, enda er ég ágætlega staddur, fræðilega. Það sem mig vantar er betra úthald. Síþreytan ætlar mig lifandi að flá í þessum erfiðu mótum. Sl ár var erfitt. Þá var maður að tefla vel og byggja upp góðar stöður, en verða síðan batteríslaus og leika öllu niður. Annus horribilis, eins og Beta sagði 1992 eða 1993. Merkilega kom það saman við þann tíma sem ég var í Bretlandi!
Það er reyndar meiri hætta á því núna en áður. Tvö mót í röð, 20 langar og erfiðar skákir á c.a. 15-16 dögum. Ég hef átt nógu erfitt með 3 skákir á 2 dögum.
Þetta stendur vonandi allt til bóta. Ég hef verið duglegri að mæta í ræktina undanfarið en fyrr á árinu og í haust. Var reyndar að koma þaðan rétt áðan. Ég á þó enn langt í land og tek ubersyrpu alla næstu viku og fram á mót, og hæfilega áreynslu meðan á móti stendur. Ég þyrfti helst að komast að hjá Yasmine, sem píndi mig svo rosalega hér áður, að ég verð henni eilíflega þakklátur. Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og þegar ég var í Planet Pulse hér í den, hjá Jónínu & co. Í dag er ég svipur hjá sjón -- svona eins og Samfylkingin.
En jæja, setti hér inn að ofan tvær myndir. Sú fyrri er frá hótelinu í Obrenovac, Serbíu, 2005. Þá var ég svo gjörsamlega að niðurlotum kominn eftir einhverja skákina, að ég tók smá slökun. Seinni myndin er frá Obrenovac, 2006. Fyrri myndina tók Lenka Ptacnikova, sterkasta skákkona Íslands, hina síðari Róbert Lagerman Harðarson. Burtséð frá öllu öðru...eignaðist ég góða vini í þessum tveimur ferðum.
En jæja, verð að fara að gera eitthvað. Incoterms bíður. Lauma með einni mynd frá Obrenovac 2005, þar sem ég lagði mig smástund fyrir utan internet-kaffihúsið þegar langur dagur var að kvöldi kominn, og Lenka enn að senda Ómari sínum einhverjar hugljúfar kveðjur á msn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. mars 2007
Á ekki bara að flytja inn pólska sundlaugarverði
Helmingur sundgesta hvort sem er af pólskum ættum, geri ég ráð fyrir, eða af öðru erlendu ætterni.
Hvað ætli FF segi við því?
![]() |
Hættulegt að fara í sund? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. mars 2007
Interactive leikrit?
![]() |
Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. mars 2007
Ég líka!!!
![]() |
Birgir hóf þriðja daginn með tveimur fuglum í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. mars 2007
Skáldið sagði:
Senn kemur vorið á vængjum yfir flóann.
Við bíðum enn.
![]() |
Margir bílar utanvega á Holtavörðuheiði; heiðinni lokað um stundarsakir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)