Fimmtudagur, 1. mars 2007
VG stærri en Samfylkingin
Þessar niðurstöður eru að mörgu athygliverðar, enda hafa hinir og þessir lýst því yfir, í kjölfar "netlöggumálsins" og landsfundarins sl. helgi, að þeir muni hætta við að kjósa Vinstri grænar. En nú veit ég ekki, á hvaða dögum þessi könnun var gerð.
Í annan stað, þá var landsfundur Vinstri grænna um sl. helgi og flokkurinn hefur fengið mikla umræðu í kjölfarið, bæði jákvæða og neikvæða. Það kann að hafa skilað auknu fylgi, því jafnvel neikvæð umræða er stundum betri en engin.
En þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna, sem á verulega undir högg að sækja, og ekki síst formaðurinn.
Nú Sjálfstæðisflokkur er á svipuðu róli, frá 35-38% fylgi, en Framsókn er komin yfir Frjálslynda og það nokkuð hressilega.
Að mínum dómi bendir flest til, að tvenns konar flutningur á fylgi eigi sér stað á milli kosninga.
a) Vinstri grænar hafa c.a. 10% fylgi af Samfylkingunni.
b) Sjálfstæðisflokkur hefur kannski 2-3% fylgi af Framsóknarflokki, sem síðar tapar e.t.v. 2-3% líka til Vinstri grænna.
Enn á eftir að koma í ljós, hvort framboðin verði fleiri og þá hvaða áhrif þau munu hafa.
![]() |
VG með meira fylgi en Samfylking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
SÍS lifir!
Ohh, ég hélt að það væri orðið dautt, eða hefði a.m.k. skipt um nafn og sett á sig felulitina. En ég minni fólk á, þegar það keyrir til Húsavíkur, að
Hér er alveg unaðsleg um allar grundir
Sveinar elska hringahrundir
Hér var það sem SÍS kom undir
(Flosi).
![]() |
Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Neanderdalsmenn
![]() |
Íslandsmót skákfélaga um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Maður fær bara grænar bólur
af því að lesa svona lagað. Hvernig getur nokkur verið svona andstyggilega grimmur við smákrakka? Hvurslags hugsunarháttur er þarna eiginlega á ferðinni?
Ég vona að mannfíflið nái sér af "meiðslunum", og verði hengdur upp á fótunum, eins og Mússólíni, og skorið undan honum eins og hverri annarri skepnu. Punktur.
P.S. afsakið orðbragðið.
![]() |
Meintur barnaníðingur og morðingi handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
KK og Maggi Eiríks með stórtónleika í Shanghai
næsta laugardagskvöld! Nú eru um 20 ár síðan Stuðmenn fóru til Kína og slógu þar í gegn, eins og frægt er orðið. En nú eru það KK og Maggi Eiríks, sem einnig eru að taka upp plötu þarna austurfrá og fer hún m.a. til dreifingar í Kína, fjölmennasta markaði í heimi. Gaman að sjá hvað úr þessu kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Freedom Fries?

![]() |
John McCain sækist eftir tilnefningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)