Föstudagur, 9. febrúar 2007
Njósnað um njósnara
Jæja, þetta fer að verða farsi. En ekkert nýtt svosem. Svipað, en kannski ekki jafn umfangsmikið, var á fjórða áratugnum, þegar fylgst var stöku sinnum amk með þýskum vísindaferðum um landið. Mig rámar svo í, að jafnvel 1904 hafi menn fylgst með þýskum vísindamönnum við Öskju. Þeir voru taldir hafa eitthvað misjafnt í hyggju, þó svo hafi ekki reynst vera reyndar. Það var þó ekki ríkið, sem þar stundaði "njósnir", heldur einhver hreppurinn þarna fyrir austan, en það var hlutverk hans að "fylgjast með" komu útlendinga, sem ekki komu hingað til að setjast að.
En það verður merkilegt að skoða þessi gögn, þegar maður nennir og má vera að.
![]() |
Starfsmönnum KGB veitt eftirför upp á fjöll á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Hleranamálið - hlerananefndin
Jæja, þetta er allt í áttina. Greinilegt að Anna Agnarsdóttir, sem var kennari minn í den, hefur staðið vörð um réttindi og skyldur fræðimanna. Takk.
Lokanir á gögnum eru óþolandi. Gott að þetta mál er amk leyst, að ég held.
![]() |
Leggja til frjálsan aðgang fræðimanna að gögnum úr kalda stríðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Frú Reykás!
Skemmtileg umræða í Vefþjóðviljanum m.a. um eftirfarandi:
Þetta er þeirra bær og þetta er þeirra ákvörðun. Og það er ekki við hæfi að ég taki afstöðu til þess hvað Hafnfirðingar eigi að gera í því sambandi. |
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík, á aðalfundi Samfylkingarfélags Reykjavíkur, 27. janúar 2007. |
Og ég tel að til þess að við getum náð utan um þetta tekið raunverulega í taumana að þá þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaðar á næstu árum og þá er ég auðvitað að vísa til áforma um stækkunina í Straumsvík og álver í Helguvík. |
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík, á Alþingi 6. febrúar 2007. |
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Ógeðslegt: verið að löggilda barnaperraskap
Þetta er í mínum huga viðurstyggilegt. Fjögurra ára gömul stúlka? Hvaða endemis kjaftæði er þetta? Og hvernig ætli brúðkaupsnóttin hafi verið (ef nokkur)? Ojbarasta!
![]() |
Fjögurra ára stúlka gift 45 ára manni til að leysa ættardeilur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Umhverfisverndarsinnar
Spurning hvort íslenskir umhverfisverndarsinnar þurfi ekki að fara að gefa út stefnu í garð svona aðgerða, sbr. t.d. skemmdarverka og lögbrota fyrir austan í sumar.
Ætla umhverfisverndarsinnar virkilega að gefa þá mynd af sér, að þeir séu ofbeldisseggir, eða á að reka umhverfinsstefnu á lýðræðislegum og friðsamlegum nótum?
Sea Shepherd eru vissulega öfgasamtök. En hver eru skilin á milli slíkra samtaka, og t.d. íslenskra umhverfisöfgamanna?
![]() |
Sýru varpað á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. febrúar 2007
12 mánuðir - 18 mánuðir
Það er í raun ógeðslegt að misþyrma dýrum svona. En fyrir þetta fá menn árs fangelsi upp á vatn og brauð. En á Íslandi fá menn 18 mánaða fangelsi fyrir að misþyrma börnum kynferðislega, margoft.
Merkilegur samanburður.
![]() |
Dæmdur í árs fangelsi fyrir kattadráp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Margir karlmenn sammála Donnu Versace!
Amk þeir sem komnir eru yfir fimmtugt.
En hvað er að því að vera í buxum, spyr einhver hér? Jú, margir Bandaríkjamenn eru íhaldssamir og er líklegra fyrir frú Clinton að ná til þeirra, kom hún fram í "kvenlegri fatnaði". Og jafnframt, það er auðveldara að höfða til sérstöðu sinnar sem kona, sé hún í "kvenlegum fatnaði", miðað við þau viðhorf, sem í gangi eru í USA.
![]() |
Donatella vill koma Rodham Clinton úr buxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Bomban
Það er kannski óviðeigandi að spyrja þess, en er vitað hvað leiddi hana til dauða? Overdose? Siliconeitrun?
![]() |
Anna Nicole Smith látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)