Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Sekta svona menn og það hressilega
Ég varð einu sinni vitni að svona hraðakstri á Miklubrautinni. Þá lést ungur maður eftir að hafa misst stjórn á bílnum og ekið yfir/gegnum girðinguna og yfir í garð
Þetta er alls ekki fyndið. Þeir sem stunda hraðakstur á götum bæja eiga að fá háa sekt og missa prófið LENGI.
![]() |
Bifreið rakst á umferðarskilti á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Bönnum fóstureyðingar
Haha, nú fá femínistar sjokk, þegar þessi yfirskrift er lesin. En þetta er mikill sannleikur. Ég er algjörlega á móti því að halda stofninum niðri með fóstureyðingum. Það veitir ekki að fjölga ungviðinu aðeins með skipulögðum aðgerðum á lokuðum svæðum, ekki síst þegar kvótinn minnkar og hver einstaklingur skiptir máli.
En síðan segir:
Búnaðurinn, sem er í raun nokkurs konar þungunarpróf, getur greint með verulegri nákvæmni minnstu breytingar í kynhormónum fisksins.
Spurning að setja svona búnað á t.d. fermingarbörnin.
![]() |
Þorskar sendir í þungunarpróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Held að Silvía Nótt sé búin að missa tiltrú fólks
Og ekki bara barnanna.
En auðvitað eru sumir sem trúa enn á hana, sbr. plötusamninginn nýverið. En ég efast um að sú plata muni seljast vel á Íslandi, og varla í Evrópu, eftir framkomu stúlkunnar í Eurovision í fyrra.
En a.m.k. engar Silvíur Nætur á ferð í dag, svo ég hafi tekið eftir. Kannski eins gott.
Ég verð síðan ekki heima í kvöld, kannski best að taka það strax fram.
![]() |
Silvía Nótt hvergi sjáanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Terroristar herja á Kaupmannahöfn
Spurning hvort Frjálslyndi flokkurinn vill ekki skera á innflutning Dana, úr því svo margir terroristar eru þar, og það af ýmsum toga!
En kannski Frjálslyndir vilji gerast píslarvottar (et. shahid) fyrir málstaðinn eins og þessar ungu stúlkur? Já, eða dansa við boðskap dagsins frá vinum Magnúsar Þórs suður við Miðjarðarhafið?
![]() |
Fundu 38 kíló af kókaíni í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðausturlönd | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Þetta er nú orðin meiri vitleysan!
Þetta er orðið eins og maður sér í amerísku lögguþáttunum; þú kemst auðveldara frá þessu, ef þú gerir díl og ljóstrar upp um félaga þína.
En ef ákæruvaldið hafði svona solid case gegn Baugi og Jón Ásgeiri, af hverju þurfti það þá að fá Tryggva til að fletta ofan af einhverju?
![]() |
Tryggva sagt að staða hans myndi breytast yrði hann samvinnuþýður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Veikasti varnarhlekkur Baugskeðjunnar
Frammistaða Tryggva er ekki sérlega trúverðug. Hann virðist vera hinn veiki hlekkur í varnarkeðju Baugs Grúpp.
1. Þegar menn grípa til DV-aðferðanna, þegar þeir eru komnir með bakið upp að veggnum, er greinilega eitthvað spúki við málstaðinn: "Samsæri, blablabla". Þetta er svona eins og Borgarnesræða Imbu, enda báðar ræður kostaðar af sama aðila, beint eða óbeint. Og fótgönguliðar æpa "Samsæri" í blöðum, bloggi eða annars staðar. Maður fer að halda, að þetta sé einmitt samsæri. En ekki samsæri gegn Baugi, heldur á vegum Baugs. Og ég sem alltaf trúað, að Baugsmenn hafi bara verið að stunda business as usual, eins og gerist meðal stórra fyrirtækja, og verið á móti þessum skelfilega þreytandi málaferlum.
2. Aha, hefurðu tölvupóst sem er óhentugur fyrir mig? Aha, auðvelt að falsa tölvupóst. En voru þá ekki tölvupóstar Jónínu og Styrmis bara fölsun Fréttablaðsins?
Í morgun trúi ég, í fyrsta skipti, að Baugur hafi eitthvað mjög óhreint mjöl að fela. Eða a.m.k. Tryggvi Jónsson.
![]() |
Segir að um samsæri sé að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Umhverfisverndarvitleysingar enn og aftur
Þýskur hermaður, í lok seinna stríðs, gaf sig fram við stjórnstöð Bandamanna og sagðist vera sekur um stríðsglæpi. Bandamenn voru hissa á þessu, því jafnan þurfti að hafa nokkuð fyrir því að finna svoleiðis menn. En jæja. Hann var settur í steininn og yfirheyrður að nokkrum tíma liðnum.
Þá kom í ljós, að maður þessi var óbreyttur hermaður, sem hafði sjálfur ekki framið nein voðaverk, heldur barist við aðra vopnaða menn. Þegar hann var spurður, hvers vegna hann hafi játað þetta á sig sagði hann eitthvað á þessa leið:
Hefðu menn eins og ég ekki barist fyrir Föðurlandið, hefðu öfgamennirnir ekki getað framið stríðsglæpi sína gegn óbreyttum borgurum.
Þetta er eflaust ekki nákvæm saga, heldur byggð á minni. En hún hefur boðskap. Jafnvel þótt "óbreyttir hermenn" séu að "gera skyldu sína", er það í þeirra skjóli, að glæpamenn komast upp með voðaverk sín -- eða hvaða lögbrot sem er.
Ég held að staðreyndin sé, að úr stórum hópi fólks, sem er að fylgja göfugum hugsjónum og sannfæringu sinni um, hvað sé föðurlandinu hagstæðast, koma alltaf ákveðnir öfgamenn, sem ganga lengra.
Umhverfisverndarfólk, sem talar gegn álversstækkun í Straumsvík, ber þó vitaskuld enga ábyrgð á verkum svona vitleysinga, eins og þessara Frelsissamtaka jarðar, en það verður að muna, að í skjóli þeirra dafna öfgarnar.
![]() |
Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Sjálfsmorðssprengjumaður stöðvaður
Jæja, enn einn sjálfsmorðssprengjumaðurinn var stöðvaður, skv. fréttum frá því í gær. Málavextir voru þeir, að Shin Bet, innanríkislögreglu Ísraels, barst njósn af því, að sprengjumaður hefði komist inn í Ísrael með varning sinn. Maðurinn var síðan fundinn.
Mér finnst alltaf jafn skrítið að sjá, að Shin Bet (eða Mossad) skuli hafa heimildarmenn jafnvel í innstu hringjum palestínskra hryðjuverkahópa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Ja, nú hefði Byrgið komið að notum!
![]() |
Britney Spears farin í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)