Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Ár Bónuss?
Jæja, hvenær er ár Bónuss? Kannski 2007? Ja, Bónusgrísinn er nú bleikur, eins og margir aðrir grísir, en nóg gull er til í þeim grís og má því telja hann gylltan, a.m.k. að innan.
Kannski er þetta fyrirboði þess, sem gerist í dómsölum næstu misserum. Ár Bónuss?
![]() |
Ár svínsins runnið upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Eggið að kenna hænunni?
En fyrir bloggvini mína X-bita og Svenna, og aðra West Ham aðdáendur, birti ég hér smá glaðning:
![]() |
Eggert gagnrýnir Pardew |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Silfrið
Jæja, hér fyrir nokkru var merkileg umræða milli Binga og Dags B. Eggertssonar um hin ýmsu mál, þám Háskólann í Reykjavík, en R-listinn, undir forystu Dags B., fórnaði Öskjuhlíðinni fyrir Háskólann í Reykjavík. Og síðan fékk Dagur djobb hjá skólanum, eins og allir vita. Ok, menn geta deilt um þetta í sjálfu sér.
Í dag var Silfur Egils í gangi, þar sem Bryndís fór hamförum, eins og hvítur stormsveipur. Ég skal viðurkenna, að ég hef jafnan gaman að Bryndísi, jafnvel þegar ég er ekki sammála henni. Og hún hefði fyrir löngu átt að skella sér í pólítíkina og gæti þá t.d. verið formaður Samfó. Það væri strax framför frá því sem nú er.
En síðan voru þarna þrír sósíalistar og Guðlaugur Þór. Dagur B. Eggertsson var þarna, aðallega sem fyrrv. formaður skipulagsnefndar Rvkborgar. Ég skal viðurkenna, að ég nánast vorkenndi stráknum þarna. Hann var þarna eins og strákur úr 4. flokki að spila með meistaraflokki. Hann hefur oft staðið sig illa í fjölmiðlum, en sjaldan eins og núna.
En spurning er, var þetta ein mikilvægasta ákvörðun sem hefur verið tekin að búa til þennan þríhyrning, Háskóla Íslands, Háskólann í Rvk og Háskólasjúkrahús? Hann hefur þá vísast átt við, sú mikilvægasta í skipulagsmálum borgarinnar. En jafnvel þá, getur þetta ekki hafa verið mikilvægasta ákvörðunin. Þetta er orðið eins og óléttumál Geirs; mikil mistök.
EN Dagur greyið stóð sig illa þarna og kemur nú aftur fyrir eins og í kosningabaráttunni, eins og ísskápur, sem opnast á stundum og skyrpir þá út úr sér einhverjum frystum ýsuflökum. Því miður fyrir hann og Samfó, þá er Dagur B. skelfilega óaðlaðandi stjórnmálamaður...þegar hann opnar munninn og rengir sig eins og páfugl.
En það er svo allt annað mál, að þegar foringjar Samfó opna munninn, tapar flokkurinn fylgi...að því að virðist. En hins vegar tapar Samfó þó varla miklu af Degi, sem mjög fáir bera mikla virðingu fyrir hvort sem er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Samanburðarfræðin: Eurovisionlög síðustu ára
Og Birgitta: http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/video/16-keppni-open-your-heart.wmv
og Jónsi: http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/video/17-keppni-heaven.wmv
en nenni ekki að vísa á vitleysuna síðasta ár: allt full af þessu á youtube.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Villingurinn kemur upp í Bellamy
Jæja, annað hvort verður þetta til þess, að Barca tekur Liverpool létt, eða þá að Púlarar brjálist og komi snaróðir til leiksins.
En dagar Bellamys hljóta að vera taldir...almennt séð. Hver vill hafa svona mann í liði?
![]() |
Riise neitaði að syngja og Bellamy trylltist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Koma svo strákar!
Áfram Ísland.
En það verður að viðurkennast, að íslensk ungmenni eiga lítið í skandinavíska félaga sína, því miður. Þegar ég var á þessum aldri vorum við Íslendingar yfirleitt efstir í heildarsummunni og unnum amk 2-3 flokka. Nú er óvíst að við náum gulli.
Mín skoðun er, að skákþjálfun íslenskra ungmenna hafi brugðist, mörg undanfarin ár, eða e.t.v. alveg frá því um 1990, þegar ég hætti taflmennsku, í bili amk. Þá voru efnilegir unglingar að koma upp. Nú er þeir fáir. En óþarfi að gefast upp. Við þurfum bara meiri metnað, í stað þessarar möppetvæðingar, sem hér hefur ríkt síðasta áratuginn eða svo.
![]() |
Dagur og Hjörvar í 2.-3. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Norsararnir skrifa um Eirík!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Margir vandræðagemlingar í Liverpool!
Já, nú kemur þetta í bakið á Púlurum. Hvað er Benitez að hugsa, að safna saman vandræðagemlingum í liðið, t.d Bellamy, Pennant og svoleiðis köllum, til viðbótar við þá sem voru þar fyrir.
En síðan vil ég spyrja: hvað er golkylfa? Mér sýnist skrifarar á mbl.is vera farnir að gera óeðlilega mörg mistök. Maður er daglega að sjá asnalegar stafsetningarvillur og slæma texta. Og fyrir þetta fá þeir borgað. Ég benti á þetta síðasta vor, og fékk þá skammir í hattinn frá starfsmönnum mbl.is. En ég skil ekki í yfirmönnunum, að láta þetta viðgangast. Það getur ekki verið svo erfitt að skrifa þó ekki sé nema þokkalegan texta.
![]() |
Bellamy lamdi Riise með golkylfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)