Laugardagur, 17. febrúar 2007
Besta lagið vann!
Þetta var flott hjá Eiríki. Þetta kom virkilega vel út í kvöld. Eftir flutninginn hafði ég spáð:
1. Eiríkur
2. Jónsi
3. Friðrik Ómar
Náði a.m.k Eika rétt. Hann á eftir að standa sig vel, en hver verður fulltrúi Íslands í þessum norræna sjónvarpsþætti? Varla Eiríkur þetta skiptið, eða hvað?
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Nú hefur Britney endanlega misst það!
Æ, greyið. Svona fer nú Hollywood-lífið með saklausar sveitastelpur! Kannski hafði Framsóknarflokkurinn rétt fyrir sér í því, að borgir og bæir væru siðspillandi. En kannski Silvía Nótt heimsæki Sigmar mjög fljótlega með sömu hárgreiðslu?
![]() |
Britney snoðklippt á húðflúrsstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Bloggið virkar?
Já, bloggið hér hefur haft áhrif á mörgum sviðum upp á síðkastið, nú síðast sjáum við hvaða áhrif "nöldur" Friðjóns og bláu appelsínanna hafði á Icelandair. Og maður kemst varla hjá því að velta fyrir sér, hvort "nöldur" femínista eins og Sóleyjar hafi ekki komið þessu máli af stað.
En a.m.k. ég tapa engum svefni þó þessi "kaupstefna" sé haldin á Sögu, en hugmyndafræði- og siðferðislega séð verð ég að fagna því, náist að flytja þessa kaupstefnu annað. Þetta gæti orðið Íslandi og Íslendingum til álitsauka erlendis, kannski ekki síst meðal helstu stuðningsmanna Bush í Bandaríkjunum!
![]() |
Lögregla rannsakar kaupstefnu fólks úr klámiðnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Eitt fyndnasta atriði ever: Maður undir dáleiðslu
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Taka svona lúða úr umferð MJÖG lengi
Þetta er farið að verða nokkuð algengt, að vitleysingar gangi lausir á götum Reykjavíkur. Sumir eru þó að minnsta kosti bláedrú, en sækjast eftir einhverju adrenalínkikki. En fullir menn, og aðrir þaðan af verri, eiga ekkert erindi á götur bæjarins.
Ég man eftir Jim Hacker, úr Yes Minister (síðasta þætti YM), þegar hann hafði farið all hressilega í jólaglöggina í ráðuneytinu og keyrði heim þannig, að hann silaðist eftir gangstéttarköntunum á gönguhraða. En hann var blindfullur kallinn og átti ekkert erindi undir stýri, þrátt fyrir það. EN hvað þá, þegar menn glanna á yfir 100 km hraða á klukkustund, blindfullir -- eða aka á ofsahraða og virða engin stöðvunarmeri, og það í annarlegu ástandi.
Svona menn á að taka úr umferð.
![]() |
Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)