Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Forsíða Moggans á morgun
Ég fann enga mynd af Arngrími Ísberg (og vil heldur ekki láta Óla Ísberg í Prag fá kast), og birti ég þá mynd af öðrum Ísberg í staðinn.
![]() |
Dómari stöðvaði skýrslutöku saksóknara í Baugsmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Pornodog
Jæja, þá kemur hér yfir okkur klámsystemið, með fullt af berum konum að striplast, innandyra að vísu og þá fyrir luktum dyrum.
En jæja, nú fara vísast af stað alls konar femínistakerlingar og karlar, stelpur og strákar; öll flóran. Nú verður mótmælt og Katrín Anna, Katrín Jakobs og Katrín Júlíusdóttir munu vísast skrifa hér á bloggið, á Múrinn eða annars staðar til andæfingar. Og síðan verða vísast mótmæli fyrir utan Hótel Sögu.
En að málinu? Ég veit ekki af hverju þing þetta er haldið hér. Hér hefur löngum verið lítið um klámtengt efni á boðstólum, fram á hin síðari ár, þegar internetið kom til sögunnar og sífellt fleiri blöð í búðunum; og auðvitað Bleikt og blátt. En vísast hefur það ekkert með staðsetningu þingsins að gera, heldur er það hið fagra land okkar sem heillar (ef ég hef skilið þetta rétt!) Og það er reyndar mjög skiljanlegt.
En ég fatta ekki af hverju RUV tók sérstaklega fram að stjörnur þessar muni gista á Radisson SAS - Sögu. Hvað ætli GF segi við þessu? Er verið að hjálpa mótmælendum annars vegar og klámhundum hins vegar að skipuleggja sig fyrir þennan "merka" viðburð.
En persónulega finnst mér þessi atburður ekkert sérstaklega merkilegur og mun hann vísast líða án þess að maður verði hans var. Nema ég taki mig til og mótmæli með sætu femínistastelpunum?
![]() |
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 16.2.2007 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Hver kratahöndin upp á móti annarri í álversmálum
Jæja, ungkratar á Suðurnesjum vilja ræða álver á sínu svæði, kratar í Hafnarfirði vilja stækkun álvers (amk forystuan og þeir Hafnarfjarðarkratar sem ég þekki), kratar á Húsavík vilja álver á Bakka, kratar á Austurlandi vilja álver á Reyðarfjörð (eða vildu a.m.k.).
Og Ingibjörg vildi álver á Reyðarfjörð, uns hún skipti um skoðun. Engin furða þótt menn væru hér að lýsa eftir stefnu flokksins í álvers málum. Jú, formaðurinn tók af skaríð á þingi um daginn: enginn álver í bili, a.m.k., eða þangað til skoðanakannanir sýna, að meiri hluti þjoðarinnar er hlynntur álverum!
![]() |
Ungir jafnaðarmenn vilja kjósa um álver í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Loftlagsmálin: framlag Íslendinga?
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Á að leyfa vinstri umferð?
Pétur hux rifjar upp á bloggsíðu sinni, að Steingrímur Joð hafi verið samþykkur virkjunum í Þjórsá fyrir ekki svo alllöngu. Og ef mér skjátlast ekki mikið, hefur margt breyst síðan þá. Kannski eru VG ekki jafn samkvæmir sjálfum sér og maður hefur haldið, amk í umhverfismálum, sbr. Álafossmálið.
En jæja, ég var að fletta Mogganum á netinu og rakst þá á eftirfarandi setningu:
Flokkar eru í samkeppni um fylgi kjósenda og ef þeir telja að baráttumál og hugmyndir annarra hafi hljómgrunn þá gera þeir þau að sínum. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, viðtal, Mbl. 6. febrúar 1999.
Ja, ég er ekki svo viss. Flestir flokkar byggja á ákveðinni hugmyndafræði, hugsjón, lífsviðhorfi. Og um það sameinast flokksmenn og kjósendur kjósa þann flokk, sem þeim stendur hugmyndafræðilega næstur. Þetta snýst um að hafa pólítíska heildarsýn, stefnu, hugsjón. Það þýðir ekki bara, að fylgja skoðanakönnunum til að sjá, hvaða stefnu eigi að taka - fylgja þeim málum sem hafa hljómgrunn hjá þjóðinni. Þessu hafa m.a. frjálslyndir flaskað á, t.d. með útlendingamálinu, en þeim er vorkunn, eftir að hafa byrjað sem eins málefnis flokkur og eru enn að reyna að móta sér heildstæða stefnu. En hvaða afsökun hefur Samfylkingin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Stríðið gegn hryðjuverkum!
Jæja, þetta er nú ágætt. Stríðið gegn hryðjuverkum er þá ekki alveg glatað úr því hér tókst tollinum að klófesta vopnasendingu til íslenskra hryðjuverkamanna.
En við höfum auðvitað hvorki tærnar né hælana, þar sem t.d. Danir hafa hælana en þeir eru nú víst að loka stærstu þjálfunarbúðum hryðjuverkamanna í Evrópu, Kristjaníu.
![]() |
Lögðu hald á 220.000 ætlaðar efedríntöflur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Er dópsala hryðjuverk?
Já, Frjálslyndi flokkurinn virðist halda því fram, að dópsala sé hryðjuverk. Hvað er þá dópneysla? Og eru þá dópistar fórnarlömb hryðjuverkamanna og ættu þá að fá bætur?
Í mínum huga er þetta fáránleg samlíking og gerir lítið úr þeim, sem orðið hafa fórnarlömb alvöru hryðjuverkamanna, sbr. að nú er að hefjast réttarhöld í máli þessa íslamska hóps, sem framdi hryðjuverkin alræmdu í Madríd fyrir þremur árum, ef ég man rétt.
Kannski maður spyrji, hvort allir útlendingar, sem komast í kast við lögin, séu hryðjuverkamenn í huga Frjálslyndra?
Af einhverjum ástæðum virðist Frjálslyndi flokkurinn hafa glatað glórunni. Ef þetta lið finnur hana ekki aftur á næstu dögum biðla ég til þjóðarinnar, að hækka meðalgreindarvísitölu alþingismanna og kjósa einhvern annan flokk en þennan. Fólk, sem svona dónalega lætur, ætti betur heima á öðrum stofnunum en hinu háa Alþingi.
![]() |
Tekist á um hryðjuverkamenn á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Má ekki stela frá sjálfum sér
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Heilbrigð skynsemi?
Það hlýtur að vera uppörvandi fyrir Samfó, að heibrigð skynsemi sé hópur utan flokksins og skuli skora á hann að taka upp heilbrigða skynsemi. Það væri ekki seinna vænna, nú þegar skammt er til kosninga.
![]() |
Átakshópur um heilbrigða skynsemi skorar á Samfylkinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007