Umhverfisöfgavitleysingar

walkÉg held, að með sama áframhaldi verði menn búnir að fá af umhverfismálum þegar líður að kosningum. Allskonar vitleysingar eru að koma óorði á umhverfisvernd og umhverfismál, rétt eins og rónarnir koma óorði á áfengið. Bendi á merkilega grein hér á blogginu, greinilega eftir fagmann. Hann rekur þar, að þessir skógar, sem höggnir eru, eru þegar "fullir", þ.e. þeir ná ekki binda meira kolefni og eru því umhverfisspillandi í raun. En fyrir hvert tré, sem höggið er, er nýtt gróðursett. Það, að höggva tré niður til pappírsvinnslu, er í raun umhverfisvænt.

Mér þykir þetta merkilegt og raunar stórmerkilegt. Hann bætir við:

Ekki ætla ég að mæla gegn umhverfisvernd, en mig er farið að gruna að eftir því sem málefnið er vitlausara, því lengra kemst það í fjölmiðlum. Sem svo veldur því að orðið "umhverfisverndarsinni" fer að verða samnefnarir fyrir heimskt fólk með athyglisþörf á háu stigi. Það er svo eitt það versta sem fyrir umhverfið getur komið.

Ég er alveg sammála. Vel orðað. Ég er mjög samþykkur umhverfisvernd, en öfgamenn og rugludallar eru búnir að skemma eðlilega og sanngjarna umhverfisbaráttu.


mbl.is Norskir umhverfissinnar mótmæla útgáfu á símaskrám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslands óhamingju verður allt að vopni

Eins og skáldið sagði.
mbl.is Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert óvænt

Nema hvað Jafet fékk fleiri atkvæði en ég átti von á.
mbl.is Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisverndarfávitar

Sko, Sea Shepherd fíflin gera árás á hvalveiðiskip og henda/hella á það ógeðslegri sýru. Nú, í kjölfarið detta tveir liðsmenn umhverfisöfgafávitanna útbyrðis og hvalveiðiskip Japana tekur þátt í leit að þeim. Umhverfisverndarfávitarnir þakka fyrir sig með því að ráðast á hjálparskipið, svo tveir skipverjar særast.

Hvaða fávitar eru þetta eiginlega? Siðlausir með öllu!

Þetta fer að minna á vitleysingana sem voru hér að mótmæla með vafasömum aðferðum fyrir austan í sumar. Þeir eru að vísu skárri en Sea Shepherd fíflin, en ég segi bara: Er svo mikill munur á þessum tveimur hópum?


mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd réðust á japanskt hvalveiðiskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

800 ár í USA - 18 mánuðir á Íslandi

Sláandi munur. En væri ekki best að fara milliveginn?
mbl.is 800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enska landsliðið slakt!

263206A

0-1 tap gegn Spáni er þó ekki það versta, heldur hitt, að liðið spilaði afspyrnu illa lengst af. 

Jæja, þá eru það afsakanirnar. Enginn Beckham, enginn Rooney, hvorki  A. Cole né J. Cole, enginn Hargreaves, enginn Terry, enginn King, enginn þessi og hinn. Já, vissulega vantaði nokkra. En af þessum er Beckham greinilega ekki lengur inni í myndinni, jafnvel þó hann hefði fengið að spila með Real undanfarið.

Það er skömm frá því að segja, fyrir áhugamenn um enskan fótbolta, að enska landsliðið er orðið mun lélegra lið en t.d. Man Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool. Hér kemur inn vandræðin í Englandi, þau, að efnilegir enskir leikmenn eru ekki á hverju strái og þeir, sem svo teljast, eru verðlagðir svo hátt, að fá lið geta keypt þá. Í staðinn koma efnilegir útlendingar fyrir lítinn pening og taka stöður í bestu liðunum. Niðurstaðan verður, að enska landsliðið er í hnignun.

Vörnin er þó sterk, og held ég að ekkert landslið eigi eins gott úrval af hafsentum. En hið sama er ekki hægt að segja um bakverði. Hvað segir það um enska landsliðið, að Neville systur skuli hafa byrjað inná í bakvörðunum. Af hverju ekki að nota Barry vinstra megin og Richards hægra megin? Hvað var Mc(C)laren að spá? Jú, bræðurnir voru báðir hjá Man Utd meðan McClaren var þar til aðstoða Fergie. En þá á ekki að hafa nein áhrif.

Markmennirnir eru heldur engin hátíð: Foster þó efnilegur.

Miðjan var sterk á pappír, en Lampard og Gerrard geta ekki spilað saman. Það er vitað. En Mc reynir samt. TIl hvers? Og hefur síðan Wright-Phillips á hægri kantinn, en maðurinn hefur samasem ekkert spilað. Og Lennon veikur.

Og síðan, þegar Owen og Rooney eru meiddur, eiga Englendingar enga almennilega centera.

Og síðan er þjálfari miðlungsliðs ráðinn, Steve McClaren. Hann er talinn góður, en ég hef eiginlega aldrei áttað mig á hvers vegna. "England down in flames"

Set hér með að neðan frétt af Soccernet.com

 

 

 

Updated: Feb. 7, 2007

McClaren under friendly fire


England manager Steve McClaren will rightly receive a hostile press in the wake of another limp performance. A run of four games without a win does little to breed confidence; particularly with a crucial European Championship qualifier away to Israel right around the corner.

 

Gareth Barry
LaurenceGriffiths/GettyImages
Gareth Barry did not start the game against Spain, with Phil Neville chose ahead of him as England's left-back

 

Normally, I would hesitate before levelling criticism against a manager for his selection policy in a friendly. However, it was very hard before, and it's equally perplexing now, to work out what on earth the manager was thinking.

 

Once it was clear that a raft of regulars were going to be missing against Spain, McClaren was always going to have to patch things up in several positions. Why then, did he not take the opportunity to allow Micah Richards to build on his useful international debut in Amsterdam by starting at Old Trafford?

 

Similarly, as many of us said before the game, the naturally left-footed Gareth Barry ought to have been given the chance from the beginning at left-back. Granted, a back four of Richards, Ferdinand, Woodgate and Barry might have looked a somewhat risky bet. But what on earth was to be gained or learned by fielding the Neville brothers in the full-back positions?

 

Similarly in midfield, much would have been gleaned had McClaren had looked at Joey Barton's strengths and weaknesses at this level, for more than a few minutes.

 

Even if England had lost to Spain with a more experimental side than we saw in the event, at least the blame could have been pinned on that.

 

As it is, McClaren has very few excuses to fall back on. The pressure is mounting as the Israel date nears.

Hvað eru menn að hugsa?

Svona menn á vissulega að taka úr umferð og það strax. Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum manni í hug, að keyra á yfir hundrað með bíl í togi? Hvaða fífl eru þetta eiginlega? Afsakið orðbragðið, en maður er sleginn yfir þessu, eins og öðrum fávitagangi í umferðinni síðustu daga og vikur.


mbl.is Með bíl í drætti á 105 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir

Nei, en hver ákveður þjónustugjöldin, okrið á yfirdráttarlánunum osfrv. Eru það ekki bankarnir sjálfir?
mbl.is Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband