Ohhh, hvilikur unadur

Sat her a hotel=sportbarnum og fylgdist med leiknum. Hvilikur unadur ad sja thessi urslit.

Afram Gunners.


mbl.is Ótrúlegur sigur Arsenal á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool *hafnad*

Hrikalega var thetta yndislegt. Ungingalid Arsenal ad taka Poolarana i bakariid. Liverpool geta sleppt thvi ad vaela. Hid unga lid Arsenal var einfaldlega miklu betra.

Kvedjur fra Prag ti allra Arsenal manna

SBergz


Prag 1. dagur

Þriðjudagurinn 9. janúar

Vaknaði snemma, eðlilega séð, og komst einhvern veginn hálfsofandi niðrá BSÍ, þar sem ferðafélagi minn, Róbert Harðarsson, varaforseti Hróksins, beið. Fá tíðindi gerðust, en við náðum heilir út á flugvöll...héldum þaðan til Köben, eftir aðeins smá tafir.

Báðir höfðum við komið "hundrað sinnum" á Kastrup. Skákmenn, sem taka þátt í skólaskákmótum, eiga margar minningar frá Kastrup. Við reyndum að áætla hversu oft við hefðum komið á þennan flugvöll, en áttuðum okkur ekki á því...ætlum að telja síðar. Við fórum á "staðinn hans Robba" og fengum okkur danskar pulsur, löbbuðum síðan aðeins um, en þá urðum við að fara "to gate". Tíðindalaust, uns við komum til Prag.

Hótelið, Top Hotel, ****, er afar stórt, 950 herbergi, sjáum við auglýst hér. Herbergin okkar voru reyndar í ódýrasta skalanum. Við fengum báðir menningarsjokk að koma þarna, og erum þó ýmsu vanir. Þetta skánaði þegar við höfðum beðið um og fengið: Handklæði, sápu, borð osfrv. Þetta verður þá ok, vonandi. Hér er sundlaug, tennisvellir, fitness salur, snyrtistofur, osfrv. Allt sem "menn" þurfa.

Fórum á besta veitingastaðinn hér, fyrsta kvöldið, upp á fimmtu hæð, þaðan sem sést yfir alla borgina. Góður matur og allt það, en full dýr fyrir okkar smekk. Reyndar er hér allt dýrara en við mundum eftir áður. Hér hefur allt hækkað eftir að landið gekk í Evrópusambandið. Það hafði ég heyrt áður t.d. í Grikklandi. Allt hefur hækkað eftir að Tékkar gengu í ESB, nema launin!

Hittum svo tvo íslenska skákmenn sem búa hér í Prag...á morgun. Bíður betri tíma.

Jæja, hótelið okrar á internettenginguni...dýrara en heima jafnvel. Læt þetta því nægja frá blankum skákmanni í Prag.

 

Kv

 

 


Bloggfærslur 9. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband