31. janúar í sögunni

Af Wikipedia og fleiri stöðum:

1504: Frakkar eftirláta Aragon (ríki á hluta Spánar) ítalska ríkið Napóli.

1747: Fyrsta kynsjúkdómaklíníkið opnar í London.

1876: Bandaríkjastjórn skipar öllum indjánum að flytjast á verndarsvæði.

1915: Þjóðverjar nota eiturgas gegn Rússum. Eiturvopnaöldin hefst.

1917: Þjóðverjar tilkynna takmarkalausan kafbátahernað.

1929: Trotskí rekinn í útlegð frá Ráðstjórnarríkjunum.

1946: Stjórnarskrá Júgóslavíu samþykkt, grundvölluð á þeirri sovésku. Skv. henni eru sex sjálfstjórnarlýðveldi stofnuð: Serbía, Króatía, Slóvenía, Bosnía-Hersegóvina, Svartfjallaland og Makedónía.

1950: Truman Bandaríkjaforseti tilkynnir áætlun um smíði vetnissprengjunnar.

1953: Yfir 1.800 manns látast í flóðum í Hollandi.

1958: Fyrstu bandaríski gervihnötturinn fer í loftið.

1990: McDonald's opnar fyrsta veitingastað sinn í Moskvu.

2005: Barnaperraréttarhöld Mikjáls Djakksons hefjast í Kaliforníu.

 

Fæddir:

1686: Hans Egede trúboðsprestur í Noregi.

1797: Franz Schubert tónskáld

1902: Alva Myrdal, nóbelsverðlaunahafi og stjórnmálamaður í Svíþjóð.

1938: Beatrix Hollandsdrottning.

1981: Justin Timberlake söngvari

og mikill fjöldi minniháttar leikara, söngvara, tónlistarmanna og annarra "celebs".

 

Látnir:

1561: Menno Simmons, stofnandi hinna kalvínísku Mennónítakirkju

1606: Guy Fawkes, plottari

1892: Charles Spurgeon prédikari.

1945: Eddie Slovik hermaður. Tekinn af lífi fyrir liðhlaup.

1974: Samuel Goldwyn kvikmyndaframleiðandi

og nokkir nóbelsverðlaunahafar og ýmsir aðrir þekktir.

 


Sverrir: Glæpamenn í Frjálslynda flokknum

sverrirÍ Fréttablaðinu segir í dag, á bls. 4, frá Sverri Hermannssyni, stofnanda Frjálslynda flokksins. Yfirskrift greinarinnar er: "Sverrir verður enn í flokknum".

En ástæða þess ku vera, að á "nýafstöðnu landsþingi var Sverrir endurkjörinn í fjármálaráð flokksins." Síðan er vitnað í Sverri:

Ég hef verið í fjármálaráði flokksins frá byrjun og ég var kosinn í það áfram... Það var vegna þess að það fannst enginn í nýju fylkingunni með nógu gott sakavottorð til þess að fara þar inn.

Góður þessi hjá Sverri! En getur hann ekki bara sagt sig úr fjármálaráðinu?


mbl.is Um 20 úrsagnir úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur og smokkarnir

Ég heyrði eina góða sögu í morgun og verð að láta hana vaða. Sagan er svona:

Steingrímur Hermannsson hafði verið að vinna lengi frameftir á laugardagskveldi og stoppaði í sjoppu. Þar var feimin afgreiðslustúlka á vakt, og frændi hennar á skrifstofunni fyrir aftan. Denni kom þarna inn og sagði, dauðþreyttur eftir langa vakt, bæði hratt og næsta óskýrt: "Sunnudagsmoggann, takk". Stúlkan eldroðnaði og hljóp nánast skelfingu lostin inn bakatil og bað frændann (sem sagði mér þessa sögu í morgun), að afgreiða manninn. Hún gæti það alls ekki. Þegar afgreiðslunni var lokið spurði frændinn hvað hefði hrætt hana svo, svaraði hún: "Ja, hann var að biðja um smokka".


« Fyrri síða

Bloggfærslur 31. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband