Miðvikudagur, 31. janúar 2007
31. janúar í sögunni
Af Wikipedia og fleiri stöðum:
1504: Frakkar eftirláta Aragon (ríki á hluta Spánar) ítalska ríkið Napóli.
1747: Fyrsta kynsjúkdómaklíníkið opnar í London.
1876: Bandaríkjastjórn skipar öllum indjánum að flytjast á verndarsvæði.
1915: Þjóðverjar nota eiturgas gegn Rússum. Eiturvopnaöldin hefst.
1917: Þjóðverjar tilkynna takmarkalausan kafbátahernað.
1929: Trotskí rekinn í útlegð frá Ráðstjórnarríkjunum.
1946: Stjórnarskrá Júgóslavíu samþykkt, grundvölluð á þeirri sovésku. Skv. henni eru sex sjálfstjórnarlýðveldi stofnuð: Serbía, Króatía, Slóvenía, Bosnía-Hersegóvina, Svartfjallaland og Makedónía.
1950: Truman Bandaríkjaforseti tilkynnir áætlun um smíði vetnissprengjunnar.
1953: Yfir 1.800 manns látast í flóðum í Hollandi.
1958: Fyrstu bandaríski gervihnötturinn fer í loftið.
1990: McDonald's opnar fyrsta veitingastað sinn í Moskvu.
2005: Barnaperraréttarhöld Mikjáls Djakksons hefjast í Kaliforníu.
Fæddir:
1686: Hans Egede trúboðsprestur í Noregi.
1797: Franz Schubert tónskáld
1902: Alva Myrdal, nóbelsverðlaunahafi og stjórnmálamaður í Svíþjóð.
1938: Beatrix Hollandsdrottning.
1981: Justin Timberlake söngvari
og mikill fjöldi minniháttar leikara, söngvara, tónlistarmanna og annarra "celebs".
Látnir:
1561: Menno Simmons, stofnandi hinna kalvínísku Mennónítakirkju
1606: Guy Fawkes, plottari
1892: Charles Spurgeon prédikari.
1945: Eddie Slovik hermaður. Tekinn af lífi fyrir liðhlaup.
1974: Samuel Goldwyn kvikmyndaframleiðandi
og nokkir nóbelsverðlaunahafar og ýmsir aðrir þekktir.
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Sverrir: Glæpamenn í Frjálslynda flokknum
Í Fréttablaðinu segir í dag, á bls. 4, frá Sverri Hermannssyni, stofnanda Frjálslynda flokksins. Yfirskrift greinarinnar er: "Sverrir verður enn í flokknum".
En ástæða þess ku vera, að á "nýafstöðnu landsþingi var Sverrir endurkjörinn í fjármálaráð flokksins." Síðan er vitnað í Sverri:
Ég hef verið í fjármálaráði flokksins frá byrjun og ég var kosinn í það áfram... Það var vegna þess að það fannst enginn í nýju fylkingunni með nógu gott sakavottorð til þess að fara þar inn.
Góður þessi hjá Sverri! En getur hann ekki bara sagt sig úr fjármálaráðinu?
![]() |
Um 20 úrsagnir úr Frjálslynda flokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Steingrímur og smokkarnir
Ég heyrði eina góða sögu í morgun og verð að láta hana vaða. Sagan er svona:
Steingrímur Hermannsson hafði verið að vinna lengi frameftir á laugardagskveldi og stoppaði í sjoppu. Þar var feimin afgreiðslustúlka á vakt, og frændi hennar á skrifstofunni fyrir aftan. Denni kom þarna inn og sagði, dauðþreyttur eftir langa vakt, bæði hratt og næsta óskýrt: "Sunnudagsmoggann, takk". Stúlkan eldroðnaði og hljóp nánast skelfingu lostin inn bakatil og bað frændann (sem sagði mér þessa sögu í morgun), að afgreiða manninn. Hún gæti það alls ekki. Þegar afgreiðslunni var lokið spurði frændinn hvað hefði hrætt hana svo, svaraði hún: "Ja, hann var að biðja um smokka".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)