Föstudagur, 26. janúar 2007
Gullið tækifæri
Jæja, van Persie meiddur í 10 vikur a.m.k. Þá munu Adebayor, Baptista og Aliadiere berjast um lausa sætið við hliðina á Henry.
Aliadiere hefur verið hjá Arsenal í ein sex ár. Hann er því meðal þeirra leikmanna, sem lengst hefur verið hjá Arsenal. En hann hefur ekki spilað mikið. Hann kom ungur, en þegar hann komst á aldur meiddist hann ítrekað, og þegar hann varð leikfær, fór hann á lánssamning, m.a. til West Ham. Aliadiere var ungur talið mikið efni, en minna hefur ræst úr honum, m.a. af ofangreindum ástæðum.
Aliadiere var talinn á leið frá Arsenal fyrir nokkrum vikum, en þá meiddist van Persie, svo ólíklegt er, að hann fari nú, eins og Arsene Wenger lýsti yfir. Hann stóð sig vel í leikjunum með unglingaliði Arsenal, m.a. gegn Liverpool. Nú fær hann tækifæri til að sýna hvað í honum býr, ekki síst þar sem Stokes er á útleið (eða kominn burtu, man það ekki), Lupoli í láni hjá Derby og á leiðinni heim til Ítalíu skilst mér, og Bendtner í láni hjá Birmingham. Eftir standa ofangreindir þrír sóknarmenn, sem berjast um lausu stöðuna, og hugsanlega Walcott, sem þú verður vísast notaður frekar sem hægri kantmaður, nú þegar Hleb er meiddur og verður frá í mánuð.
En a.m.k.: spennandi vikur framundan, þar sem kemur í ljós, hvort efnilegu unglingarnir hjá Arsenal eru eitthvað meira en bara efnilegir. Áfram Arsenal!
![]() |
Aliadiere ekki á leiðinni frá Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. janúar 2007
Hver "fann upp" samlokuna?
Jæja, var að klára samloku, nánar tiltekið samloku með kjúklingasalati a la Hinrik á Brautarstöðinni. Ohh, ótrúlega góð samloka. Af einhverjum ástæðum var Wikipedia á skjánum hjá mér og ég ákvað, fyrir einhverja rælni, að slá þar inn "sandwich" - samloka. En á Wikipediu segir:
The sandwich was named after the 4th Earl of Sandwich, an 18th-century English aristocrat, although it is unlikely to have been invented by him. [citation needed] Indeed a form of sandwich is attributed to the ancient Jewish sage Hillel the Elder, who is said to have put meat from the Paschal lamb and bitter herbs inside matzo (or flat bread) during Passover. [citation needed]
It is said that Lord Sandwich was fond of this form of food because it allowed him to continue playing cards particularly cribbage while eating without getting his cards sticky, from eating meat with his bare hands. [citation needed] The Earldom refers to the English town of Sandwich in Kent from the Old English Sandwic, meaning "sand place".
Aha, nú fara hjólin að snúast. Hillel öldungur! Forðum voru margir Hillel meðal helstu rabbía í Ísrael, en einn þeirra, jafnan kallaður Hillel the Elder á enskunni, er þeirra þekktastur. Ég man þetta ekki alveg, en mig minnir að hann hafi verið rabbíi Páls postula, sem síðan átti að viðhalda semikah-línunni, þ.e. flytja kenningarnar frá einum rabbía til annars - frá kennara til lærisveina (og b.t.w. rabbíi átti jafnan að halda 6 eða 12 lærisveina...kunnuglegt?). En hann hitti þá annan rabbía, á veginum til Damaskus, og allt breyttist. En jæja, nóg um það.
Ég ætlaði nú ekki að fara neitt í þetta mál frekar, en rámaði þó í, að ég hefði lesið eitthvað um þetta fyrir löngu síðan. Og jú. Í "favorites" hjá mér fann ég bókamerki sem ég hafði nefnt "samloka!".
Fyrir þá, sem vilja vita eitthvað meira um uppruna samlokunnar, gef ég þessa merkilegu slóð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Verulega ógeðfellt
Ok, ég þekki ekki aðstæður þessara stúlkna, en það er alveg sama. Þetta er ógeðslegt. Gátu stúlkurnar ekki fundið kjörforeldra, t.d. voru bæði Madonna og Angelina Jolie vafalaust á lausu, og margir aðrir, sem ekki geta eignast börn en vilja koma á fót fjölskyldu. Börn er dýrmæt og er það með því allra, allra ógeðslegasta sem maður veit um, að fórna börnum á altari einhvers málstaðar eða persónulegra hagsmunamála. Og jafnvel þótt þau hafi fæðst andvana, áttu þau amk skilið að fá sómasamlega greftrun.
En ég vona að yfirvöld rannsaki þetta mál ofan í þaula, og sé stúlkan sek um barnamorð skal hún taka út refsingu sína. En hafa ber í huga, að það þarf mikið að koma til, svo kona drepi barnið sitt, í þessu tilviki annað hvort samviskuleysi og siðferðisskortur, eða geðveila.
![]() |
Kona grunuð um að hafa myrt þrjú börn sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Samfó hrynur, VG stannar, stjórnin heldur

![]() |
VG með meira fylgi en Samfylking í könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Skoðanakönnun Heims - Sigur þjóðernissinnaðra sósíalista
Jæja, skoðanakönnun Heims staðfestir það, sem flestir vissu, að annars vegar Samfó er að missa rassinn úr buxunum, og hins vegar að Framsókn er komin í sína hefðbundnu kosningavorsókn.
Í könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 17.-22. jan. fékk Sjálfstæðisflokkur mest fylgi eða 38,8%% (í þingkosningum vorið 2003 fékk flokkurinn 33,7%), Vinstri-grænir komu næstir með 20,5% (8,8% í kosningunum) Samfylking hefur fylgi 18,5% (31,0% í kosningunum), Framsóknarflokkurinn 11,1% (17,7%), Vinstri-Grænir 12,5% (8,8%) og Frjálslyndir 9,4% (7,4%). Aðrir fengu 1,8% en 1,4% í þingkosningunum. Hér er einkum um að ræða þá sem segjast ætlað að kjósa aldraða og/eða öryrkja.
Ég átta mig nú ekki á, hvers vegna VG fær tvær skráningar, fyrst með 20,5% og síðan 12,5%. Hlýtur að vera einhver innsláttarvilla, þ.e. að VG hafi verið skráð tvisvar af einhverjum ástæðum. Samkvæmt þessu virðist Sjálfstæðisflokkurinn hafa tekið frá Framsókn og þjóðernissinnaðir sósíalistar frá Samfylkingunni, gróflega séð. Annað er, að ríkisstjórnarflokkarnir halda meiri hluta sínum. Einn punktur enn er, að framboð aldraðra og öryrkja, sem mun vísast taka mest fylgi frá sósíalísku flokkunum, er ekki enn formlega komið fram með lista. Þau atkvæði munu vísast detta niður dauð, þegar upp er staðið, og þá vísast bæta við þingmanni hjá öðrum stjórnarflokkanna. Síðan munu hugsanleg framboð Framtíðarlandsins og e.t.v. Ómars Þ. Ragnarssonar einnig fyrst og fremst hrifsa fylgi frá sósíalistunum. Allt stefnir í ánægjulegt kosningavor. Síðan koma upplýsingar um þingmannafjölda, miðað við niðurstöður könnunarinnar:
Samkvæmt þessu fengi D-listi 25 þingmenn (23 núna), Samfylking 12 (19 nú), Framsókn 7 (12 núna), Vinstri grænir 13 (5 nú) og Frjálslyndir 6 (4 nú). Þessi könnun er gerð í tengslum við könnun fyrir Frjálsa verslun um vinsælasta fyrirtækið.
Stjórnin hefur því 32 þingmenn, en heldur er þessi meiri hluti naumur. Verði þetta niðurstaðan býst ég við að stjórnin láti af völdum, en flokkarnir tveir þurfa aðeins að bæta við sig 1-2 til viðbótar, svo málin breytist. Síðan segir: "Rótin að verra gegni Samfylkingar virðist vera að flokkurinn hafi tapað fylgi meðal kvenna." Þetta er merkilegt, því kona er formaður Samfylkingarinnar. Hún virðist því ekki heilla kynsystur sína og kannski ekki að furða. Konurnar eru farnar að vera þjóðernissinnaðar; kjósa frekar þjóðernissinnaða sósíalista en þá alþjóðasinnuðu.
Síðan segir: "Í könnuninni voru 11% óviss og 30% vildu ekki svara." Vonandi er þetta óvissufylgi réttu megin við strikið, t.d. sjálfstæðismenn, sem eru að meta stöðuna eftir Árna Johnsen málið, eða framsóknarmenn í skápnum. Vinstri grænir hafa e.t.v. þurrausið sósíalíska umhverfisbrunninn, en Samfó virðist bara tapa og tapa, og fær varla mikið úr þessum óvissupotti, enda engin ástæða til, enda eru bara svo og svo margir, sem hafa áhuga á að setjast í, eða komast í, nefndir á vegum hins opinbera, vinni Samfó sigur og komist í stjórn. En þessi hagsmunagæsluflokkur atvinnunefndarmanna kemst varla langt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Lúðvík dissar flokksforystuna
Margir þeirra, sem ekki eru beinlínis innvígðir í Samfylkinguna, finna henni það einna helst til foráttu, að elta um of skoðanakannanir og skipta reglulega um skoðun í deilumálum. Markmið flokksins er, að koma Davíð Oddssyni frá völdum, og komast sjálf til valda. Davíð er reyndar hættur, en Samfó telur hann ganga aftur í alls konar aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Davíð sést í hverju horni, og Samfó berst við vindmylluna eins og Don Kíkóti, eða Donna Kíkóta í þessu tilviki. En til að komast til valda reynir Samfó að elta þau mál, sem eru vinsæl hjá þjóðinni hverju sinni - elta "vilja þjóðarinnar", en ekki grundvalla stefnu á hugsjón og fylgja henni trúfastlega, eins og t.d. Vinstri grænir og að nokkru leyti sjálfstæðismenn gera. Það er hugsanlega þess vegna, að þjóðin treystir ekki Samfylkingunni.
Hugsanlega skýring þessa er, að Samfylkingin var stofnuð í rústum þriggja flokka, hluta Alþýðubandalags, Alþýðuflokknum og Kvennalista. Þessir flokkar voru ekki sammála í ýmsum málum og því hefur ákveðin tilvistarkreppa komið fram í flokknum og í kjölfarið, þegar erfitt reyndist að finna gullna meðalveginn, var bara tekið upp skoðanakannanakerfið; þ.e. þegar flokkurinn veit ekki hvað gera skal, er bara hringt í Félagsvísindastofnun eða Gallup-Capacent. En þessi "stefna" hefur bara skilað flokknum frjálsu falli. Mig grunar að kjósendur vilji skýra valkosti og því er Samfó óheppileg. Hún getur verið sósíaldemókratísk í dag, kommúnísk í sumar, samvinnuflokkur í haust og frjálshyggður eftir næstu áramót. Hvað vita menn? Þetta fer allt eftir því úr hvaða átt vindurinn blæs hverju sinni. En einn þingmaður flokksins, Lúðvík Bergvinsson, er ekki ánægður með slík viðhorf og lætur skoðanir sínar þar að lútandi í ljós í blaðaviðtali: "Hverskonar stjórnmálamenn eru það sem engin viðbrögð vekja?". Þar hlýtur hann að vera að tala um Samfylkinguna, eigin flokk, en þingmenn hans virðast engin viðbrögð vekja með þjóðinni, nema kannski neikvæð: Þar segir m.a.:
Hluti af þeirri stöðnun sem hér ríkti var vegna þess að það þorði enginn að gára vatnið. Stundum geta menn gárað um of en stjórnmálamenn sem ekki hafa hugmyndir og ekki hafa framtíðarsýn eiga að finna sér eitthvað annað að gera. Það er mín bjargfasta skoðun og ef þeir eru ekki tilbúnir til að koma fram með hugmyndir og brjótast undan oki flokkanna er miklu betra að ráða skrifstofumenn sem taka við fyrirmælum. Stjórnmálamenn eiga líka að hafa kjark og kraft til að standa við það sem þeir segja en ekki bara stinga út puttanum til að kanna hvernig vindurinn blæs og athuga hvað kemur út úr skoðanakönnunum. Þjóðin þarf ekki á svoleiðis stjórnmálamönnum að halda, sagði Lúðvík að lokum.
Glæsilegt. Hér kemur besta lýsingin, sem ég hef séð á þingmönnum Samfó. (Feitletrun mín). Þetta er alveg rétt hjá Lúlla. Þjóðin þarf ekki á svona stjórnmálamönnum að halda og hefur sjálf komið þeim boðum til skila. Enda er Samfylkingin að hverfa. Hún var með rúm 21 fyrir nokkrum dögum, 18,8% í gær, hvað ætli hún fái eftir helgi? 15%?
Mér finnst þetta engu að síður full mikið fylgi, því flokkur sem er svo til aðeins hagsmunagæsluflokkur fyrir fólk, sem vill komast í nefndir og ráð á vegum ríkisins og Evrópusambandsins, eða fá djúsí stöður hjá æðri menntastofnununum. Slíkt fólk getur varla verið mjög fjölmennt á Íslandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Ragnar farinn heim
Mig langar til að spyrja, hvort ekki verði hægt að kalla Einar litla nagg inn í hópinn í 8 liða úrslitum, náum við þangað, úr því Ragnar er goner?
Þekkir hér einhver reglurnar nógu vel til að svara?
![]() |
Ragnar er farinn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Með fulla reisn
Það sem ég ætlaði að segja hér hefur verið ritskoðað af mér sjálfum. En hvað ætli svona græneðlur borði að staðaldri? Fæst það í Hagkaup?
![]() |
Með stinnan lim í viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Löggan
Ég hef áður bloggað hér um lögguna og lýst yfir ánægju með lögreglumennina, sem að öllu jöfnu virðist vera að gera góða hluti, s.s. miðað við takmarkað fjármagn og mannafla. Ég ítreka þetta hérmeð.
Hér hefur maður, greinilega ekki alveg "heill í skógi", greinilega misst sig smá stund, og sennilega hafði hann áður skemmt fjölda bíla á athafnasvæði Samskipa. Og hér hirðir hann stóreflis trukk og brunar á honum eftir götunum, án þess að virða umferðarreglur eða aðfinnslur löggunnar.
Mikil mildi að ekki fór verr. Vel gert lögreglumenn.
![]() |
Vörubíll stöðvaður eftir ofsaakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Silvía Nótt
Er þessi húmor ekki að verða þreyttur. Mér finnst persónulega, að þessi karakter ætti að taka sér langt og gott, launalaust, frí. En ef ekki, er skárra að Silvía geri sig að fífli í Bretlandi eða Bandaríkjunum.
![]() |
Silvía Nótt með nýjan umboðsmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)