Sigur að bjóða sig fram?

Jæja, kona býður sig fram til formennsku í KSÍ. Allt í lagi, hið besta mál. Það vita þó allir að Geir sigrar þetta. En svo segir af fundi VG:

Í fjórðu ályktuninni fagnar flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, haldinn því að kona hafi í fyrsta skipti boðið sig fram til formennsku í Knattspyrnusambandi Íslands. Segir i ályktuninni að knattspyrna hafi fram til þessa verið eitt helsta vígi karlmennskunnar og að innan knattspyrnusambandsins hafi ríkt „óviðunandi misrétti milli karla og kvenna”.

Hvað gerist ef Páll Óskar býður sig fram til forseta Íslands og fær 1% afkvæða? Verður því fagnað sérstaklega á fundi VG? Það er ekkert mál að bjóða sig fram í hitt og þetta, en allt annað mál að komast í djobbið. Ég sé enga ástæðu til að fagna fyrr en þá.

Ætli stjórnarfundur Skáksambands Íslands álykti sérstaklega ef t.d. einhver skákunglingur fer í framboð til bekkjarformanns?


mbl.is Flokksráðsfundi VG í Reykjavík lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barátta gegn fordómum!

Og byrjum á Alþingi. Ég fæ ekki betur séð, en að þar séu töluverðir fordómar grassérandi. Þar má að vísu ekki hafa fordóma gegn öðrum en kristnum mönnum. Spurning að setja ákveðna aðila í borgarstjórn Rvk í sama pakka, t.d. mætti kenna Marg-grátandi Sverrisdóttur smá mannasiði og virðingu fyrir fólki með aðrar skoðanir.

Ójá, skrítið hvernig íslenskt samfélag hefur þróast.

Og síðan hefur maður séð fordóma og allskonar fullyrðingar um kristna trú og kristna menn hér á blogginu; að ég held frá sömu mönnum sem þykjast berjast gegn fordómum annarra.

En margt er vel skrifað hjá Svenna HJ. framsóknarmanni, eins og venjulega.

 


mbl.is Samhjálp gerir athugassemdir við umræðu í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Framsóknarmenn á Suðurlandi..

...virkilega svona margir?Whistling
mbl.is 850 hafa kosið í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg frammistaða SAS

Jæja, kominn heim frá Prag. Og það var frekar Skoda að þakka en SAS. Síðarnefnda fyrirtækið hreint til skammar.

Ég hef alltaf haldið, að fyrirtæki ættu að reyna að forðast að gefa skít í viðskiptavini sína og segja þeim að halda kjafti, éta skít eða það sem úti frýs. En það gerði SAS í dag. ERGO: þetta flugfélag mun ég forðast að hafa nokkur samskipti við héðan í frá. Það er því komið á lista minn yfir fyrirtæki sem ég skipti ekki við vegna dónaskapar starfsfólks. Fyrir var þar aðeins eitt fyrirtæki: BYKO. Nú eru þar tvö.

Ég átti bokað flug frá Prag kl. 10.10, með SAS til Kaupmannahafnar. Ég vaknaði fyrir allar aldir og var kominn út á flugvöll kl. 8 að staðartíma, reyndar kortéri áður, eins og mér hafði verið sagt, að væri æskilegt. Jújú, en síðan gerðist ekkert. Ekkert kom um flugið, nema að fært var frá einu hliði til annars, nánast án fyrirvara, svo sumir farþegar biðu lengi vel við vitlaust hlið. En kl. 9.50 var tilkynnt, að "smá seinkun" yrði og yrðu nánari upplýsingar fyrirliggjandi 10.15. En þarna var þegar orðið ljóst, að flugvélin, sem átti að sækja okkur, var biluð og engin fékkst í staðinn. Engu að síður vorum við látin halda áfram að bíða, eða framundir 12.00 þegar fluginu var formlega aflýst. Þetta kom m.a. mikið niður á tveimur ágætis mönnum, þrælskemmtilegum, frá Heklu, forstjóranum og undirsáta hans, en þeir þurftu að vera komnir heim á réttum tíma vegna áríðandi bissnessfundar. Hefðu SAS menn sagt rétt frá stöðu mála þegar í upphafi, hefðu þeir t.d. getað komist heim um London eða Frankfurt.

Nú, jæja, eftir mikið stapp og vesen þarna á flugvellinum, þar sem erindrekar SAS reyndust eiginlega verri en engir, komust tveir af okkur þremur Íslendingunum með far með síðdegisvélinni til Köben og áfram með kvöldvélinni til Íslands - fengum tvö síðustu sætin. Sá þriðji fór á biðlista, en komst reyndar með að lokum. Og meðan þessari 8 klst við stóð, fékk maður í skaðabætur frá SAS lítinn matarmiða, sem dugði fyrir kaldri samloku og vatnsflösku. Ég tók því þennan miða og hentonum, hætti síðan við og fékk mér 2 kaffibolla, meðan maður var að komast yfir verstu syfjuna. En heldur finnst manni þetta nú lélegt hjá SAS: köld samloka og vatnsflaska til 8 klst biðar, samtals. Og lítil og léleg upplýsingagjöf. Og þegar maður loksins komst um borð í næsta flug, gat maður KEYPT þar samloku; þar að auki var ég settur í sæti alveg aftast, við hliðina á  klósettinu og útsýnið var glæsilegt; hreyfill vélarinnar. Mér bauðst reyndar að færa mig 3 sætum framar, en ég sá ekki að það breytti neinu og ákvað að sitja áfram í skítalyktinni; það væri við hæfi eftir að SAS flugfélagið gaf skít í mann og aðra farþega sína með morgunfluginu. En taka verður fram jafnframt, að þetta seinna flug var aðeins hálftíma of seint. SAS greinilega í hraðri framför.

Ég veit ekki hvað fólki finnst, en mér fannst SAS standa sig illa. Þar fyrir utan vissi félagið og veit, að ef farþegar bíða þarna tímunum saman hefði verið hægt að gera eitthvað fyrir þá, því á Prag flugvelli er jafn lítið að gerast og á Akureyrarflugvelli. ERGO: ekkert.

En hefði ég ekki fengið að sitja í Flugleiðavélinni heim og orðið að gista í Köben eina nótt, hvar ætli SAS hefði þá holað manni niður; á bekk á Hovedbanegaarden?

Ég hef lesið í blöðum hin síðari ár um slæma stöðu SAS, fjárhagslega. Eftir þessa reynslu er ég ekki hissa. Ef flugfélag segir við farþega sína: Éttu skít, þá fljúgja þeir bara með öðru flugfélagi næst. En ég nenni nú ekki að standa í neinu veseni vegna þessa, enda á maður ekki von á að SAS vilji gera neitt í þessu máli, því þeim er greinilega skítsama um farþega sína. En ég vildi bara koma þessu að. Svo þetta sé komið á "record".


Glæsilega gert hjá Ólafi og Ingibjörgu

Svona eiga bændur að vera!! Ég tek ofan hattinn minn nýja, strýk skallann og klappa saman fótunum.

Að mínum dómi hefur það verið ákveðinn ljóður á framgöngu íslenskra milljarðamæringa, eða multimilla af öðrum toga, að þeir virðast fyrst og fremst hugsa um að græða meiri peninga. Að vísu hafa undantekningar átt sér stað, en t.d. hefur Jóhannes í Bónus, eða Baugur per se, staðið fyrir ýmis konar hjálparstarfi, en manni hefur fundist millarnir frekar fálátir í þessu, þó einstaka verkefni hafi hlotið náð fyrir augum þeirra.

En hér stíga fram Ólafur Ólafsson forstjóri og Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og eiginkona Ólafs, og veita einum milljarði í velgerðarsjóð. Þetta breytir aðeins skoðunum mínum í þessu og vænti ég, að fleiri en þessi sómahjón taki nú af skarið með myndarlegum framlögum.

Ég ítreka ánægju mína með þessa gjörð.


mbl.is Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband