Sunnudagur, 14. janúar 2007
Prag 3
Sælir
Jæja, morkinn dagur. Heimavinnan hjá mér gekk algjörlega gegn þeim, sem var 1-2 stigahæstur í mótinu, og með svart. Jafnaði taflið örugglega, en eyddi síðan rúmlega hálftíma í að reikna út fórn, sem hann afþakkaði pent: "Þú eyddir hálftíma í fórnina, ég treysti þér"! F***
En ég jafnaði taflið örugglega og staðan var steindautt. Í þriðju skákinni í röð tefldi ég afbragðs vel og var andstæðingur minn orðinn pirraður yfir þessu og missti þolinmæðina í steindauðri jafnteflisstöðu og lék ónákvæmt. Ég ákvað því að refsa, en var tímanaumur og með hóstaköst, og hefði átt að taka jafntefli þegar ég gat. En ákvað að reyna að vinna, lék ónákvæmt sjálfur en átti jafntefli, þegar ég lék skákinni niður í tap. Mótherji minn var líka með flensu, en skárri. En ég hóstaði þarna svo mikið og oft, að maður var settur á sýklalyf. Ég er nú töluvert skárri en í gær, en þó slæmur enn. Vona að ég verði orðinn mun skárri fyrir morgundaginn, þegar það verða 2 skákir sama daginn. Það verður erfiður pakki.
Robbi fékk lokaða stöðu gegn stigalægri í gær og náði ekki að brjótast í gegn. Jafntefli því samið. Sá náungi var David Navara 2, fyrir þá sem það skilja. Algjört weirdo, tefldi t.d. fyrstu leikina standandi og skrifaði á tvö skorblöð. En tefldi betur en skákstigin sögðu til um. Fyrir aftan Robba sat gaur, c.a. 25 ára, með leikfangabangsa í fanginu, og hélt á honum alla skákina. Kannski ekki skrítið þó margir segi, að skákmenn séu ekki með öllum mjalla.
Þetta er annars ágætt hérna. Hótelmaturinn er góður, og okkur líður þannig séð ágætlega, ef ekki væri fyrir þessa flensu. Ég ku víst hafa bronkítis, er mér sagt. Bömmer. Robbi hafði legið í svipuðu heima í viku fyrir ferðina, en er orðinn skárri, en ekki góður. Hann hefur við sama vanda að stríða og ég, t.d., með ískalt herbergi á nóttunni og það hefur ekki bætt úr skák. Við berum okkur þó mannalega, enda ekki annað hægt.
Ég tefli við frumlegan Tékka í dag...hann teflir Aljekínsvörn í öll mál. Ég býst við því, að þurfa að juða á honum í allan dag og reyna að svíðann, eins og oft er í Aljekín. Robbi fær stigalægri mann í fjórða sinn. Þessi er þó alls ekki lélegur, en mistækur, eins og sumir skákmenn aðrir, þar á meðal ég. Þetta gæti reynst erfiður dagur, hjá okkur báðum
Jæja, best að fara að drífa sig í mat. Kveðjur heim frá okkur hér í Prag
SGBergz
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)