Laugardagur, 9. desember 2006
Hægristjórn eða velferðarstjórn?
Merkilegt er, að Imba telji þessa stjórn þá hægrisinnuðustu í Íslandssögunni. Enda í raun fyrsta hægristjórnin eftir viðreisnina 1959-1971. Það þarf nú varla að vera mjög hægrisinnað, sem er aðeins lengra til hægri en viðreisn Afl og Sj. þarna forðum.
En síðan er þetta alltaf sama sagan með kommana, ef einhver stjórn vill ekki setja ríkissjóð á hausinn er hún kölluð hægristjórn.
![]() |
Þingfundum á Alþingi frestað til 15. janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. desember 2006
Íslandsmeistaraeinvígið í atskák...live
http://gellir.cc/hge/atis2006/tfd.htm; hér geta menn fylgst með þessu "læf" á flash-skákborði. Hér á myndinni að ofan er Arnar lengst til vinstri, Bragi við hliðina á honum. Myndin er tekin í Austurríki, á evrópumóti félagsliða, þar sem lið okkar Arnars, Taflfélag Reykjavíkur, náði 5.-12. sæti, en lið Braga, Neanderdalsmenn, lenti c.a. um miðja deild.
Hér eigast við alþjóðameistararnir Arnar E. Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson. Á blaði er Arnar sterkari, enda hefur hann sýnt mikinn styrk í atskákmótum hin síðari ár, en Bragi síður og er reyndar aðeins jafn mér að atskákstigum. Þá getur hann varla verið mjög góður. Jafnframt er Arnar nýkrýndur Reykjavíkurmeistari í atskák, eftir að hafa sigrað undirritaðan í einvígi um titilinn, og er því í betri æfingu. En Bragi er kattliðugur og gæti reynst erfiður biti að kyngja. En í öllu falli er von á spennandi einvígi...en vonandi verða skákskýringarnar betri nú en oft áður, og ekki von á öðru, þar sem sjálfur Helgi Ólafsson mun þar ljá sjónvarpsmönnum vængi.
Beina útsendingu má finna hér á RUV.
1. skák: Bragi vann með hvítt, eftir að Arnar var með gjörunna stöðu, en varð á að grípa í rangan mann og var því mát. Dramantík.
2. skák: Addi jafnaði metin í hörku tímahraksskák.
Nú kemur bráðabani, 5 mínútna skákir...
Arnar lék illa af sér í byrjuninni, og tapaði peði, en náði heldur betur að snúa taflinu, enda hrikalega harður í hraðskákinni. Það reyndi ég um daginn, þegar ég fékk yfirburðastöðu gegn honum, en var skyndilega ýtt út af borðinu. Það reyndi Bragi núna.
TRingar eru greinilega betri en Neanderdalsmennirnir í Helli.
Skák | Breytt 11.12.2006 kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. desember 2006
Forsjárhyggjan stingur fram nefinu
Íslenskir unglingar munu drekka svo og svo mikið af gosdrykkjum, burtséð frá því hvað Lýðheilsustöð segir. Er þá ekki skárra, að hafa þá ódýrari -- rétt til að minnka útgjöld heimilanna? Fólk þarf að fá að ráða eigin lífi og gera það sem því finnst réttast, öðrum að skaðlausu. Þessi forsjárhyggja er í engu samræmi við nútímann. Hún virkaði ekki í Sovét og virkar ekki hér.
![]() |
Lýðheilsustöð gagnrýnir væntanlega verðlækkun á gosdrykkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |