Þriðjudagur, 19. desember 2006
Stóra-Byrgismálið...eða kannski Stóra-Kompásmálið
Er að horfa á Kastljós. Þetta er nú orðið verulega flókið allt saman. Ég er kannski svona auðtrúa, en mér fannst Guðmundur koma ágætlega út. En annars veit ég orðið hvorki upp né niður í þessu Stóra-Byrgismáli...eða Stóra-Kompásmáli.
Er ekki bara best að útkljá þetta fyrir dómi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Skemmtilegir fléttulistar hjá Framsókn
Karlar í efstu sætum annars listans, konur á hinum. Annars vekur það mesta athygli mína, að Halldór Nikulás er kominn í pólítíkina. Minni á í því sambandi, að "hvala" merkir "takk" á serbó-króatísku...fyrir þá, sem skilja samhengið.
Annars tel ég líklegast, að Framsókn nái aðeins einum manni inn í Reykjavík; en spurningin af hvorum listanum það verður. Einhvern veginn grunar mig að það verði Jónína -- þ.e. af þeirri ástæðu að hún brosir.
![]() |
Jónína og Jón í fyrstu sætunum á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn!
Báðir aðilar kenna hinum um, þegar vopnahléð er farið veg allrar veraldar, þó báðir aðilar reyni í raun að láta svo í veðri vaka, að það gildi enn. Ég kaupi ekki þær skýringar, að einhverjir undirhópar séu að ala á ófriði, þó vissulega séu undirhópar í Fatah, sem lúta ekki stjórn Abbasar. En ég sé ekki betur en að Hamas-liðar lúti þá heldur ekki stjórn, sbr. morð á 2 Fatah liðum og að hafa umkringt skrifstofur Fatah. Ég held nefnilega, að framundan sé harðvítug valdabarátta milli Hamas og Fatah...blóðug valdabarátta, að því að sýnist við fyrstu sýn amk.
Abbas sagði síðan, á fundi með Tony Blair, að hann ætli sér að halda kosningar eins fljótt og auðið er (vísast í janúar). Hamas er andsnúið kosningunum (eðlilega). Hvernig sem fer í því máli, tel ég líklegast, að valdabaráttan verði útkljáð með vopnavaldi, a.m.k. að stærstum hluta. Þar held ég reyndar að Hamas vinni, ekki síst þar sem liðsmenn þeirra hljóta nú þjálfun í Íran, a.m.k. En í þessu er þó ekki allt sem sýnist...mál geta skipast mjög fljótt í lofti.
![]() |
Fimm látnir í hörðum átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gasasvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Réttlátt launamál?
"Það mætti spyrja dómarafélagið hvers vegna það stóð ekki fyrir málshöfðun, hvers vegna einstaklingur þarf að standa í þessu basli. Þetta snýst bæði um sjálfstæði dómsvaldsins sem er prinsipp og svo er þetta einnig launamál," sagði Guðjón"
Ég veit ekki um aðra, en ég hef afar litla samúð með þessum manni. Mér finnst í góðu lagi að menn fái góð laun og ekkert út á það að setja. En hvernig var það, er ekki fégirnd rót alls ills? Græðgi?
Einu sinni heyrði ég, að rót orðsins "fégirnd" í hebresk-arameisku merki: "Löngun í laun", þ.e. löngun í að hljóta meira í laun en maðurinn á skilið. Spurningin er, á Guðjón þessi skilið að fá meiri laun en hann hefur?
Nú veit ég ekki hvernig Guðjón þessi hefur staðið sig. En einhvern veginn efa ég, að hann sé að lifa á neinum lúsarlaunum þarna í Héraðsdómi. Er þetta ekki bara spurning um hvort hann fari í lax átta eða ellefu sinnum á ári?
![]() |
Héraðsdómari: Vel rökstuddur dómur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Upplýst ákvörðun ??
Æ, ég verð að fá að segja þetta. Nýkratar skrifa nú: "Önum ekki blint áfram - tökum upplýsta ákvörðun".
En hvað er "upplýst ákvörðun" í orðabók Samfylkingarinnar? Jú, þar stendur: "Upplýst ákvörðun = niðurstaða skoðanakönnunar."
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Leiðinlegt mál
En nú ætti Dagur B. Eggertsson að segja sig frá kennslu við Háskólann í Reykjavík, sóma síns vegna. Hann átti hér stærstan þátt í því, að maður hætti í vinnu sinni; hrakti hann úr starfinu. Skammastu þín Dagur. Þú lést ekki svona þegar kratarnir bólgnuðu út af feitri vinnu fyrir borgina í valdatíð R-listans.
Menn þurfa að gæta sín í pólítík, sem annars staðar, að skjóta menn ekki í kaf, þegar litlir strákar þykjast vera einhver númer og leika sér í pólítíkusaleik.
![]() |
Óskar biður um að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Dr. Robert M. Gates fæddist í Wichita, Kansas, hinn 25. september 1943. Hann náði góðum árangri í skóla og útskrifaðist frá menntaskóla með hæstu einkunn 1961. Hann fékk því námsstyrk og útskrifaðist með B.A. í sagnfræði frá College of William and Mary 1965, með aðaláherslu á Evrópusögu. Hann var þá foringi í skátunum og hlaut þar margvíslegar viðurkenningar, og ku í dag vera skátahöfðingi á landsvísu. Hann var jafnframt formaður Alpha Phi Omega bræðrafélagsins á landsvísu, formaður Sambands ungra repúblikana og ritstjóri menningarrits háskólans. Gates útskrifaðist með M.A. próf í sögu frá Háskólanum í Indiana 1966 og með doktorspróf í rússneskri- og sovéskri sögu frá Georgetown háskóla 1974.
Meðan hann var við nám við Indiana-háskóla réðist hann til bandarísku leyniþjónustunnar, C.I.A., en komst þó ekki undan herskyldu. Hann þjónaði sem foringi í flugher Bandaríkjanna í Víetnam 1967-1969, en hóf síðan fullt starf hjá C.I.A. við að meta innkomnar upplýsingar. Eftir doktorsprófið yfirgaf hann C.I.A. og hélt til starfa hjá Þjóðaröryggisráðinu, en sneri aftur til C.I.A. 1979 og komst þar til hárra metorða. Hann var tilnefndur til að taka að sér starf forstjóra C.I.A. 1987, en hætti við þegar bandaríska þingið hóf að gagnrýna þátttöku hans í Íran-Contra hneykslinu. Hann tók þó það starf að sér 1991-1993 og varð fyrsti forstjóri C.I.A., sem hafði hafið störf á lægstu stigum stofnunarinnar, en unnið sig upp. Hann varð síðan háskólakennari og forseti háskóla í Texas, en var áfram viðriðin stjórnmál, með einum eða öðrum hætti. Hann átti sæti í Íraksnefndinni frægu, sem skilaði af sér skýrslu síðari hluta árs 2006, en tók í framhaldinu að sér starf varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og var vígður í embættið 18. desember. Áður hafði hann hafnað ýmsum vegtyllum í bandaríska stjórnkerfinu. (Heimild: Wikipedia).
En hvaða áhrif ætli útnefning Roberts Gates hafi á stefnu Bandaríkjanna í Írak? Miðað við, að hann á sér nokkra forsögu í málinu, hlýtur það að vera spennandi rannsóknarefni. Helsta aðfinnslan á fyrri störf hans hafa snert annars vegar Íran-Contra hneykslið, þegar söluhagnaður vopna til Írans var notaður til að fjármagna skæruliðastarfsemi Contra-skæruliða. Jafnframt hefur hann verið gagnrýndur fyrir vafasama framgöngu í málefnum, sem snertu stríð Írans og Íraks. Persónulega held ég, að hann muni í aðalatriðum fylgja þeirri stefnu, sem Donald Rumsfeld hafði mótað og framfylgt. Ergo: hann er a.m.k. ekki líklegri en Rumsfeld til að vilja draga herinn frá landinu. En líklegra er, að áhrifum hans muni gæta í samskiptum Bandaríkjanna við Írani, en einhvern veginn grunar mig, að þar muni hann taka upp eins harða og ósveigjanlega stefnu og möguleg er; þ.e. á þeim sviðum sem snerta starfssvið ráðuneytis hans. Hann er semsagt "haukur", en ekki "dúfa", ef ég hef skilið málið rétt. Það, að Bush skuli hafa skipað Gates í embættið, en ekki einhvern friðvænlegri, gæti verið skilaboð forsetans til Írana og annarra þeirra, sem eru í nöp við Bandaríkin, að stjórnin í Washington muni halda áfram að skipta sér af ganga mála í Miðausturlöndum og annars staðar, þar sem talið er, að ógn sé fyrir hendi.
![]() |
Gates varar við afleiðingum hugsanlegs ósigurs í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)