Miðvikudagur, 13. desember 2006
Eru Danir að missa það??
Matvælaeftirlitið slakt í Danmörku...vantraust á neytendamálaráðherrann...jafnvel farið að tala um kosningar.
Ef þetta væri svona hér á landi, yrðu ráðherraskipti í hverri viku...kannski ágætt að rótera þessu meðal þingmanna, þá fengi hver þingmaður að vera ráðherra t.d. 3 mánuði á ári, í 6-9 skömmtum.
![]() |
Danskur ráðherra segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Guðirnir eru skeggjaðir!
Ójá, þetta er yndislegt. Þetta er orðið verulega flott. Sumir leiðinda kratarnir eru sendir upp í sveit, til Bifrastar, og sumir alla leið til Namibíu.
Eftirfarandi hugmyndir mætti líka ræða:
Magnús Þór Hafsteinsson: til Malaví, til að aðstoða við fiskveiðar í Viktoríuvatni.
Ögmundur Jónasson: aftur til Afghanistans til að gerast upplýsingafulltrúi Talibana. Virðist gegna þeirri stöðu hvort sem er, launalaust, svo ágætt er að borga honum fyrir.
Mörður Árnason: til Winnipeg, til að kenna V-Íslendingum íslenska málfræði.
Dagur B. Eggertsson: til Súdans. Læknar án landamæra skilurðu?
Sturla Bö: til Íraks. Einhver þarf að sjá um að endurbyggja vegina, sem terroristar eða Kanar sprengja í tætlur.
osfrv.
![]() |
Stefán Jón Hafstein ráðinn verkefnastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Svanasöngur Róberts
Ég sem hélt, að óperusöngvarar væru vanir og ættu að eiga von á gagnrýni? Nú, ef maðurinn syngur illa, og áhorfendur baula, er það ekki bara hluti af pakkanum?
Hrokinn í þessum manni, ég segi ekki meira. En kannski hann fari næst að tala um að brjóstin á einhverri söngkonunni séu rauð?
![]() |
Roberto Alagna hyggst fara í mál við Scala-óperuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Geborgter saichel toig nit
Maður getur ekki annað en...glott út í annað, þegar maður les hér skemmtileg blogg, sem hitt beint í mark. Sérstaklega hef ég þessa dagana mikla ánægju af að lesa Andrés Magnússon, Guðmund Magnússon og Pál Vilhjálmsson, og síðan einstaka aðra. Einn "einstakur annar" vakti athygli mína í morgun.
Já, í morgun fletti ég Svenna Hjartar, sem virðist vera einn af þessum ágætis mönnum, sem styðja Framsóknarflokkinn og kjósa að starfa á þeim vettvangi. Þó maður fái stundum fyrir nefið þegar sumir framsóknarmenn eru að tala, t.d. á Alþingi, þá getur maður ekki horft framhjá því, að þar á bæ er bæði margt gott að finna og margt ágætisfólk, sem reynist góða gjalda vert af sjálfu sér, en þarf ekki bera það saman við afturhaldskommatittina til að koma vel út. Ég verð að viðurkenna, svo maður snúi sér aftur að Svenna, að grein hans um Samfylkinguna var stórskemmtileg.
En mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé engu að síður á leiðinni í frí frá stjórnarsamstarfi, nema Jón Sigurðsson fari að brosa mánuð fyrir kosningar. Ég skal þó viðurkenna, að mér finnst þessi flokkur eigi að vera með meira fylgi, sér í lagi ef borið er saman við 25% fylgi afturhaldskommatittanna, en ég átta mig ekki alveg á, hvers vegna fjórðungur atkvæðisbærra Íslendinga hefur engan áhuga á pólítík...ja, eða öllu heldur ekkert vit á pólítík! Hins vegar skilur maður betur fylgisaukningu Vinstri grænna. Þótt ég sé nánast á móti öllu sem Vinstri grænir segja, nema um Evrópusambandið kannski, þá hafa þeir amk skýra stefnu og halda sig við hana. Breyta henni ekki eftir því hvernig vindurinn blæs í skoðanakönnunum, eins og afturhaldakommatittirnir.
Þegar ég var í námi í Englandi fyrir um 15 árum síðan, keypti ég mjög merkilega bók á fornsölu, fyrir mjög lítið ef ég man rétt. Hún heitir "Book of Yiddish Proverbs and Slang" og er tekin saman af einhverjum Fred Kogos. Þar man ég sérlega eftir einum málshætti sem var á þá leið, "að þegar vindurinn blæs, tekst ruslið á loft."
En ég óttast að næsta ríkisstjórn verði viðreisn, en vonandi verða kratarnir þægir og góðir, annars fer þetta illa. Kemur ekki til greina, að láta þá ráða ferðinni, eins og þeir hafa nú verið að þenja sig með í fjölmiðlum. En af því tilefni vil ég lauma hér fram einu jiddísku spakmæli:
Geborgter saichel toig nit
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Menningarmafían enn á ferð
Jæja, bókmenntaverðlaunin að renna í hlað; tilnefningarnar komnar. Margt er þar skrítið að finna, t.d. hefði Sigurður Pálsson mátt vera inni í fagurbókmenntum, og í flokki annarra rita finnst mér skrítið að sjá Andra Snæ þarna. Ég fer ekki ofanaf því, að "Ólafía Jóhannsdóttir" hefði átt að fá tilnefningu, helst í stað Andra. Þetta er bók ársins, ævisaga merkustu konu Íslandssögunnar.
Mig grunar, að persónulegar skoðanir á fólki hafi ráðið miklu um þessar tilnefningar. Það hlýtur að vera krafa almennings, að þeir, sem veljast í þessar nefndir, séu hlutlausir og komi að þessari vinnu með opinn huga, en velji ekki vini og kunningja í þetta, eða bandamenn úr menningarmafíu afturhaldskommatittanna; bæði þegar valið er í nefndir, og hvaða bækur fá tilnefningu.
Fyrir mér eru þessi bókmenntaverðlaun orðin markleysa.
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Aldraðir og öryrkjar
Jæja, þá líður að jólum einu sinni enn. Það er einkum nú, að erfiðast er fyrir þá, sem minna mega sín í samfélaginu, að taka þátt í því. Það á sérstaklega við öryrkja með börn á framfæri.
Mig grunar, að desember mánuður sé ekki tími hátíðar og gleði hjá ofangreindum. Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi samdrætti í ríkisrekstri og útgjöldum, tel ég öryrkja og aldraða búa við skertan hlut af ríkiskökunni. Þegar embættismenn fá kannski sömu upphæð í risnu fyrir nokkurra daga ferðalag erlendis, t.d. á vegum ríkisins, og öryrkjar fá á heilum mánuði, þá er eitthvað að í samfélaginu.
Nýkratar sögðu nýlega hér á blogginu, og vitnuðu í ISG, að hleranamálið væri svartur blettur á sögu Íslands. Greinilegt er, að sá flokkur er orðinn málsvari einhverra annarra en fátæka fólksins, skoðanalausa fólksins, tel ég nærri lagi. Ég held, að þessi ræða ISG sé svartur blettur á sögu Íslands. Hvernig dirfist formaður næst stærsta flokks landsins (a.m.k. fram að næstu kosningum, þegar VG fer vísast yfir afturhaldskommana) að láta svona út úr sér? Þetta er önnur ræðan á stuttum tíma, þar sem formaðurinn sýnir, að eitthvað er notað í flokknum og henni sjálfri.
Margir raunverulegir svartir blettir eru á sögu Íslands: Píningsdómur 1490 og eftirfylgjandi áhugasemi þingmanna um að leggja landið í rústir, vistarbandið, og alls konar atriði, sem snertu hag fólksins verulega. Síðan má nefna stefnu stjórnvalda í garð erlendra flóttamanna, en hún hefur lengst af verið til háborinnar skammar og stjórnvöld logið hreint út í skýrslum til erlendra stofnana, og nú síðast stefnu stjórnvalda í garð öryrkja og að nokkru leyti aldraðra.
Aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum öryrkja er einn af svörtum blettum í sögu landsins, og svartur blettur á annars ágætri ríkisstjórn, sem nú hefur setið í meira en áratug (þ.e. sömu flokkar). Láglaunafólk getur unnið aukavinnu og lyft sér upp í launum, það geta ekki allir öryrkjar. Og jafnvel þeir sem geta unnið eitthvað með, missa þá bætur í staðinn. Að vísu er þetta hugsanlega að lagast, ef úr verður að setja 300.000 frítekjumark, áður en bætur skerðast. En þessi viðmiðunarmörk þyrftu að vera 500.000 að minnsta kosti. Og loksins er persónuafslátturinn að hækka úr 79.000 í 90.000 c.a., ef ég man rétt. Það er allt í áttina, en persónuafsláttur þyrfti að vera amk 120.000.
Ég varð vitni að því nýlega, í stórmarkaði, að barn var að biðja móður sína um eitthvað, en hún neitaði og sagði: "Þú veist við höfum ekki efni á þessu." Barnið þagði, leit niður og gekk áfram með móður sinni. Það var greinilega orðið vant því, að þurfa að neita sér, eða láta neita sér, um það, sem flest önnur börn fá, og það oft.
Stétt með stétt drengir; stjórnvöld bera ekki síður ábyrgð á þeim þegnum, sem búa við skertan hlut. Við ættum að hafa efni á því, sem þjóð, að hlúa betur að þeim, sem minna mega sín.
![]() |
Öryrkjar verr staddir en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)