"Tapsárt" gamalmenni

Beenhakker ætti að skammast sín. Pólverjar voru stálheppnir að fá eitt stig frá þessum leik, skoruðu afar vafasamt mark (rangstæða sýndist mér) og gátu ekki rassgat lengst af í leiknum.

Og síðan vælir hann eins og smákrakki, eftir 43 ár í boltanum. 


mbl.is „Gjörsamlega óskiljanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun umferð stöðvast í Bretlandi vegna bensínskorts?

Ja, ef svo verður mætti nota tækifærið, meðan göturnar eru tómar, til að koma á hægri umferð.
mbl.is Búist við bensínskorti í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplestur frétta

Þetta hlýtur að klúðrast, því ómögulegt er að frk. Clausen hafi lesið inn sum þeirra orða, sem notuð eru á mbl.is

Sum þeirra eru m.a.s. ekki til í íslenskum orðabókum. LoL


mbl.is Upplestur á fréttum mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrir fætur...hátt tryggingagjald?

Ja, þessir þungu bensínfætur hljóta að vera mjög verðmætir. A.m.k. fer verð þeirra stöðugt hækkandi.
mbl.is Þungir bensínfætur í Öxnadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ók undir áhrifum vímuefna og áfengis"

Ja, er ekki áfengi "vímuefni"? En skemmtilegar þessar starfskynningar á vefmiðlunum Wink


mbl.is Ók undir áhrifum vímuefna og áfengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakki handtekinn á kaffihúsi

Það er aldeilis. Ætli þetta sé sami Frakkinn og er ekki jakki nema síður sé?

 

Viðbót: Jæja, yfirskrift þessarar "bloggreinar" var yfirskrift Moggafréttarinnar. Nú er komin ný og ekki að furða:

"Eftirlýstur maður handtekinn hér"


Þetta er gott, því nú getur maður farið úr frakkanum á kaffihúsi án þess að eiga það á hættu að hann verði handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald.


mbl.is Eftirlýstur maður handtekinn hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklir snillingar á Vísi

visir2En gaman hjá Vísi að leyfa menntskælingum að skrifa fréttir á netið. Er vafalaust gott fyrir reynslubankann. En það þyrfti þó að nefna það, að hér fari aðili í starfskynningu, svona rétt til að takmarka aðhláturinn.

Logi Geirsson kom af fjöllum!

Jæja, hann ætti þá að vera í góðri líkamsþjálfun eftir að hafa verið uppi á fjöllum við göngur og svoleiðis. En leiðinlegt hjá honum að þurfa að sleppa fríinu á fögru fjalllendi Íslands til að spila handbolta.
mbl.is Logi Geirsson kom af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hermann Hreiðarsson ljótur?

 

Á umræðuhorni skákmanna var umræða um áhuga kvenna á fótbolta með tilliti til ómyndarlegra leikmanna. Þá barst talið að sérstakri heimasíðu um "ljóta fótboltamenn", en þar má m.a. finna úrvalslið ljótra fótboltamanna í Ensku úrvalsdeildinni 2006. Þekkja menn einhvern eða einhverja á myndinni?

Prem2006

 En þess skal getið, að hann var talinn einna skástur í þessum hópi:

 

posplayerclubugly rating
1 GoalKeeper Paddy Kenny Sheffield United
2 Defender Peter Ramage Newcastle
3 Defender Anton Ferdinand West Ham
4 Defender Ricardo Carvalho Chelsea
5 Defender Wes Brown Manchester United
6 Midfielder Herman Hreidarsson Charlton
7 Midfielder Phil Neville Everton
8 Forward Craig Bellamy Newcastle
9 Forward David Thompson Portsmouth
10 Forward Peter Crouch Liverpool
11 Forward Marlon Harewood West Ham

 possubstituteclubugly rating
12 Defender Claus Jensen Fulham
13 Midfielder Antoine Sibierski Manchester City
14 Forward James Milner Newcastle

 posmanagerclubugly rating
15 Manager Ian Dowie Charlton


Afritun bloggefnis hjá Landsbókasafni

Ég verð að segja, sem sagnfræðingur, að ég styð þetta. Þetta eru heimildir sem nýtast í framtíðinni, enda hefur rituðum heimildum fækkað hlutfallslega, t.d. bréfum fólks.

Ég vil svo segja, að þrátt fyrir krappan fjárhag er Landsbókasafnið tær snilld. Staffið er frábært, aðstæður góðar og flest mál til stakrar prýði. Meira að segja Örn Hrafnkels er að slá í gegn svo um munar :)


mbl.is Landsbókasafn hefur safnað .is-vefefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband