Seltjarnarnesið

Seltjarnarnesið er lítið og lágt sagði Þórbergur forðum. Þar væru íbúar fáir og hugsi smátt, eða eitthvað í þá áttina.

En er gott að búa á Nesinu? Heyrði þessa um ábúð á Nesinu:

Ekki er það nú enn sokkið í sæinn
Seltjarnarnesið, utan við bæinn.
En það versta er ýlan
og KR fýlan
er fyllir vitin allan daginn.

 


Blessað veðrið

Jæja, sunnudagsmorgunn kl. 05:43. Ég er kominn á litlu skrifstofuna mína, með stóru gluggana í átt að Esjunni.

Síðustu daga hefur verið nánast ólíft hérna inni sökum hita, þrátt fyrir viftusystem og léttan klæðning undirritaðs. En nú er þetta miklu betra. Morgunsólin er falin bak við skýin. Glæsilegt.

En sumarið er komið. Yndislegt veður. Ohhh hvað þetta er miklu betra en þessi týpíski íslenski rigningarsuddi og rokrassgat.


mbl.is Veðurblíða áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veggurinn á Ströndum

Þetta var vísast glæsilega að verki staðið. Og Veggurinn sigraði á mótinu glæsilega og Húnninn, forseti Skáksambandsins, kom annar.

Þarna hefur verið virkilega gaman á þessum fallega stað í yndislegu veðri. Rosalega langaði mig að fara, en ég nennti ekki...:)

En gaman að halda svona mót úti á landi, ákveðin stemning.


mbl.is Helgi Ólafsson sigraði í Djúpavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nærbuxnaslys!

Spurning að kæra framleiðendur einfaldra, hvíta karlnærbuxna fyrir tískuslys. Hvar eru tískulöggurnar þegar þeirra er þörf?
mbl.is Nærbuxnaslys kært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld hjá stelpunum

Flott hjá Margréti Láru að skora þrennu, en ég hafði samt mest gaman að þessum snillingi í hægra bakverðunum, Ástu held ég að hún heiti. Mögnuð innköst og frábær "útskipting".

Kona leiksins. Ekki spurning!


mbl.is Margrét Lára með þrennu og 40. markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun ísbúð opna á Mars?

Jæja, nú hafa snillingarnir fundið ís á Mars. Þá liggur í loftinu að opna þar ísbúð.
mbl.is Telja sig hafa fundið ís á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfangasigur

Jæja, þá er níðmeistari Íslands kominn langt ef ekki varanlegt í bann frá Skákhorninu, en hann er í banni á fjölmörgum umræðuvettvöngum hér innanlands, og með honum fóru nöldurmeistari Íslands og undirritaður, bullmeistari Íslands.

Þessi fórnarkostnaður, 60 daga bann, var vel þess virði. Nokkrar solid níðvísur til andsvars dónaskap þeirra félaga var vísast eitt af því sem kostaði rauða spjaldið, en ég er mjög sáttur. Umræðuhorni skákmanna er því bjargað, amk í bili.

Lauma með einu "leikbroti", rétt til að forða því að þetta týnist!

Hér er allt á tundri og tjá
tæpast við að horfa.
Því fátt er forljótara að sjá
en fésið á'onum Torfa.

En vér erum sáttir...þessir rugludallar og meistarar í dónaskap og leiðindum eru komnir á braut...fórnarkostnaðurinn ásættanlegur.


Heilabilaður og veruleikafirrtur forseti

Ok, maðurinn er ekki með öllum mjalla. Það besta sem hann gæti gert fyrir heiminn og þjóð sína væri að loka sig inni einhvers staðar, í fangelsi eða geðveikrahæli, kemur á sama stað niður, nánast.
mbl.is Mugabe fordæmir lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næmni fyrir smáatriðum

Ég var að lesa gömul blöð  á Þjóðarbókhlöðu fyrir nokkrum árum síðan, eins og svo oft áður og síðar, en í filmuherberginu var þá jafnan sami maðurinn og urðum við kunningjar af þessum löngu samvistum við blaðalesturinn.

Nú var svo að við fórum samtímis út einn daginn, en þá beið vinur þessa manns eftir honum á bíl og saman ætluðu þeir að bralla eitthvað. Sá maður var Arnaldur Indriðason. Ég kvaddi og þeir fóru.

Daginn eftir spurði þessi maður mig, hvernig þekkir þú Arnald Indriðason?

Ég sagðist ekki þekkja Arnald Indriðason neitt.

Þá kom úr dúrnum að Arnaldur hafði spurt mann þennan: "Er þetta ekki Snorri Bergs"?

Þá mundi hann eftir mér frá því um 1980 þegar ég var stundum "í Heiðargerðinu", heimili Indriða og fjölskyldu, eitthvað að bralla með "Púmma", litla bróður Arnaldar. Ótrúlegt að hann skyldi muna þetta, því var ekki eins og ég væri þarna daglegur gestur.

Uppfrá þessu hef ég borið extra-mikla virðingu fyrir Arnaldi. Menn sem hafa svona minni og skarpskyggni hljóta jafnframt að vera næmir fyrir smáatriðum þeim, sem gera spennubækur góðar, betri, bestar.

Skrifin eru í blóðinu. Það er alveg á hreinu.

Óska ég Arnaldi til hamingju með enn eina rósina í hnappagatið.

 


mbl.is Arnaldur hlaut Blóðdropann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hneykslunarkórinn byrjar

að blogga, og það réttilega að nokkru leyti. En

a) ok, we get it, fólk er hneykslað...enn ein hneykslunarröddin sem segir það sama og allar á undan bætir engu við og hjálpar stráknum akkúrat ekki neitt.

b) fjöldi hneykslara jókst gríðarlega þegar þessi frétt komst á "mest lesið". Fréttin hafði staðið hér lengi með aðeins örfáum "hneykslurum". Hvers vegna verða menn skyndilega hneykslaðir þegar frétt verður vinsæl?

c) Face it! Svona er lífið. Sumt fólk er andstyggilegt.

d) Hvað segir fólkið? Auga fyrir auga, lófi á eldavél fyrir lófa á eldavél?


mbl.is Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband