Mánudagur, 30. júní 2008
Nýjasta tíska
Hnakkarnir út - Ennin inn.
Nú verður í tísku að hafa há kollvik og / eða Ómarsklippingu. Ólafsvíkurenni verður vinsæll ferðamannastaður.
![]() |
Hnakkarnir dottnir úr tísku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. júní 2008
Þessir sofandi flugmenn
Air India eru auðþekkjanlegir. Ég skal segja frá þeim:
a) halda með Liverpool í enska boltanum
b) eru í jafnaðarmannaflokki Indlands - bræðraflokk Samfó á Íslandi
c) héldu með Ítölum á EM
d) komu til Íslands einu sinni á vegum Air India og fóru beinustu leið í pílagrímsferð í Frostaskjólið.
Málið dautt.
![]() |
Sofandi flugmenn fóru framhjá áfangastaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Spánn Evrópumeistari
![]() |
Spánn Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Valsararnir að standa sig vel
![]() |
Þróttur - Valur, bein lýsing, 0:3 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. júní 2008
Og síðan eru menn hissa þó margir þoli ekki Svía?
Sænsk samfélag er bilað. Það hefur skemmt marga ágæta Íslendinga, sem þangað hafa farið (ok, suma ekki, eins og gefur að skilja), en þetta er dæmi um að eitthvað er að í Svíaríki.
Maður þarf nú ekki annað en að taka tvö dæmi um fína menn, sem hafa snúið aftur til Íslands eftir dvöl í Svíþjóð og upp frá því hefur farið smám saman halloka fyrir þeim...skákmenn vita víst nákvæmlega hverja ég á við.
Svíar eru einfaldlega allt of "PC"... þetta er tómt rugl. Og þessi kennari ætti að vera sendur eitthvert í refsingarskyni, t.d. gera hann að sturtuverði á Anfield eða á White Hart Lane. Málið dautt.
![]() |
Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Lítið, seint komið og lélegt
Af ákveðnum ástæðum renndi ég yfir kjarasamning BHM fyrr á þessu ári. Maður fékk sjokk. Ég hefði ekki efni á að taka að mér starf á þeim kjörum. Svo einfalt er það.
Þessi samningur lagar málin aðeins til, en gengur alltof skammt. Það er amk mín skoðun.
![]() |
Samið til loka mars 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. júní 2008
Sérsveitin send til Grímseyjar!
Þessu hefði maður aldrei trúað. Þetta er svona álíka og að Liverpool myndi vinna Englandsmeistaratitilinn.
Nei, bara djók...útkall sérstveitarinnar til Grímseyjar var líklegri.
![]() |
Vopnaður maður handtekinn í Grímsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 28. júní 2008
Íslandsvinurinn Róman Abramóvíts
Já, milljarðamæringurinn og eigandi Chelsea, hinn velþekkti Róman Abramóvits, ku vera Íslandsvinur og það jafnvel í hæsta gæðaflokki.
Á vefsvæði íslenskra stjórnvalda segir frá aðdraganda stofnunar Íslandsvinafélags í Rússlandi, þ.e. því fyrsta frá því á dögum Sovéts, gerði ég ráð fyrir.
"Ráðgert er að Íslandsvinafélag verði stofnað 20. apríl nk., en sendiráðið hefur unnið að þessu máli frá ársbyrjun 2001. Að markmiði var haft að í stjórn félagsins yrðu málsmetandi einstaklingar úr stjórnmálum, menningarsviði og úr viðskiptalífi. Því markmiði virðist vera náð. Eftirfarandi aðilar hafa lýst sig reiðubúna að taka sæti í stjórn: Júríj Reshetov (formaður), fyrrum sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexei Arbatov, varaformaður varnarmálanefndar rússneska þingsins, Vjatsjeslav Níkonov, stjórnmálaskýrandi, Tatjana Jackson, norrænufræðingur, Olga Smírnitskaja, norrænufræðingur, Bela Karamzina, fyrrum ritari sendiráðsins og Roman Abramovítsj, héraðsstjóri Tsjúkotka."
Af hverju ætli Róman hafi verið "Íslandsvinur"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. júní 2008
Flóinn skiptir um nafn?
Og mun kallast Mýri héreftir? Skondið að "flói" skuli vera vatnslaus, svona orðaleikjalega séð.
Annars höfum vér Flóaættaðir fullan skilning og óskum frændum vorum þarna í sveitaparadísinni alls hins besta.
![]() |
Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 28. júní 2008
Breimandi umhverfisvernd
Æjá, ég mun vísast heyra þetta inn um gluggann hjá mér. Nú er um að gera að setja einhverja almennilega tónlist í músíkspilarann til að yfirgnæfa þetta breim úr Laugardalnum.
Skora samt á kattareigendur landsins til að mæta með ketti sína í Laugardalinn til að taka undir með listamönnunum.
![]() |
„Listamennirnir að svara kalli tímans“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)