Búið að selja Liverpool!

Á Soccernet segir, að búið sé að selja Liverpool og tilkynning þess efnis, hafi verið send í Kauphöllina (þ.e. að eigendur meiri hluta félagsins hafi ákveðið að selja sinn hlut; salan amk samþykkt á stjórnarfundi). Kaupverðið er 174 milljónir punda, auk yfirtaka skulda, sem færir heildarkaupverðið í tæpar 219 milljónir punda. Síðan lofa þeir að setja 250 millj. punda í að byggja nýjan leikvang á Stanley Park. Samtals 470 milljónir.

Hvað segja Púlararnir núna?

 


Hver er tilgangurinn með þessu?

Ætli svona lagað sé eitthvað persónulegt? Kannski starfsmaður sem var rekinn á sínum tíma og vill hefna sín. En þetta er annað bréfasprengjutilræðið á tveimur dögum. Þetta getur ekki verið tilviljun.

En hverjir gætu staðið fyrir svona löguðu? Það er erfið spurning, því svo virðist vera, að löggan hafi ekki, að svo stöddu, grænan grun um hver sé að leika sér með "rakettur".

En heimurinn er orðinn klikk og fólkið með. Heimur versnandi fer, á svo sannarlega við okkar tíma.


mbl.is Önnur bréfasprengja sprakk á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæði forsetans?

jammehJa, ætli leyndin yfir þessu seyði helgist ekki af því, að hann hafi fengið þýðingu á commentum Gumma Jóns, og talið, að hugmyndin sé góð.

En af hverju að lækna alnæmi bara tvo daga í viku, af hverju ekki að hætta sem forseti og bjarga heiminum?

En ég fæ ekki betur séð, en maðurinn sé eitthvað "belaður" -- einræðisherrar eru það yfirleitt.


mbl.is Forseti Gambíu kveðst búa yfir mætti sem læknar alnæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá kannski orðið of seint að kaup´ann?

ÆÆ, kannski hefðu útrásarbankarnir íslensku átt að kaupa Jyske Bank, áður en hann fór að sýna þennan stöðuga hagnað. Hann hefði kannski fengist "ódýrt" 2004. En nú er þessi gróðavon vísast fyrir bí, bí og blaka.
mbl.is Metár hjá Jyske Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistaramót Hellis

hellirJæja, ég ákvað að drífa mig í gær og taka þátt í Meistaramóti Hellis, eða Muppetmóti Hellis, eins og það er jafnan kallað. Ekki var langur aðdragandi að þessu hjá mér, en ég ákvað þetta rétt fyrir mót og dreif mig á staðinn. Skákstjórinn og formaður Hellis, Gunnar Björnsson ofurkrati, bloggar um mótið á síðu sinni, einnig má benda á www.skak.is, vilji menn fá fréttir af gangi mála. Fyrsta umferð er búin. Ég sigraði skákkonuna Elsu Maríu Þorfinnsdóttur frekar auðveldlega, eins og búast mátti við. Fæ svo Snorra Snorrason í 2. umferð. Ljóst er, að þar fær Snorri einn vinning, amk samtals.

Ég var einn þeirra, sem stofnaði Helli á sínum tíma, 1991, og varð skákmeistari Hellis c.a. 1993 eða 1994, man það ekki. Þá sigraði ég Halldór Grétar Einarsson, frjálslyndan kappa frá Bolungarvík, og Andra Áss Grétarsson, af hinni frægu Áss-fjölskyldu, í úrslitakeppni um titilinn, en við lentum í 2-4 sæti, á eftir Þresti Þórhallssyni, sem þá var kominn aftur í TR. En ég hef ekki tekið þátt síðan, en ég tefldi nánast ekkert á árunum 1991-2002.

Ég var félagi í Helli allt fram undir það síðasta. Ég skipti í Hauka fyrir 3 árum og síðan fór ég "heim" í TR núna í vor. Menn eiga það til, á gamals aldri, að fara aftur í uppeldisfélag sitt. Það kom reyndar líka til greina að skipta aftur í Helli, þegar ljóst var að ég myndi skipta úr Haukunum, sem annars er ágætis félag. En TRingar voru mjög ákafir að fá mig "heim" og lét ég undan Óttari Felix, formanni félagsins. Mér fannst jafnframt metnaðurinn meiri þar en í Helli og mörg tækifæri fyrir mig, að gera eitthvað gagn. En skiptin voru ekki auðveld, enda þykir mér, þrátt fyrir allt, ennþá vænt um "Neanderdalsfélagið" Helli, þó mér hafi þar um tíma verið óvært, en hafði reyndar verið þar lengur en ég e.t.v. átti að gera, og þá fyrst og fremst út af trúnaði við Gunnar Björnsson, a.k.a. Gunzó, þann ágætisdreng, sem er í raun samnefnari fyrir félagið og einn af "skástu" krötunum, sem ég þekki, ásamt tveimur öðrum bloggvinum hér, Benedikti múrara, aka Jimmorrisson, og Hrannari Arnarssyni, en báðir eru þeir skákmenn.

En jæja, Meistaramót Hellis er hafið og megi Sn..., altsaa, sá besti vinna.


Samfylkingin í logum, frjálslyndir að hverfa

althingiJæja, yndislegt er að vakna við þetta árla morguns. Hvað segja bændur nú? Enn ein skoðanakönnunin staðfestir, að Samfylkingin er orðin 20% flokkur, og minni en VG. Þetta kemur ekki á óvart, Samfylkingin er rúin trausti og það réttilega, að mér finnst. Ég vitnaði í gær í Pál Vilhjálmsson, sem mér skilst að hafi nýlega gengið úr Samfó, en hann sagði:

Það sem ber á milli er að Vinstri grænir hafa málefnastefnu en Samfylkingin hefur valdadrauma. Það er innihald í Vinstri grænum en tækifæriskennt tómahljóð í Samfylkingunni.

Ég er nokkurn veginn sammála, eða svo líta málin út frá mínum bæjardyrum séð. Ágúst Ólafur varaformaður er þó bjartsýnn, því Samfó hafi réttu baráttumálin, eins og segir á forsíðu blaðsins. Ég verð þó að viðurkenna, að þau hafa farið framhjá mér. Það, sem Samfó hamrar á, er ESB og evra, annars vegar, og þaðan með tengingu yfir í hátt matarverð. Restin fer í dylgjur um ríkisstjórnina; málefnaleg umræða virðist vera þeim ofviða, t.d. leikritsmál kratanna á þingi í gær, þegar Mörður, tilvonandi varaþingmaður, kom upp og ásakaði Sigurð Kára og Geir Haarde um leiksýningu á Alþingi. Og þetta er sami maðurinn og var innsti koppur í búri málþófsins fræga hér nýlega. Mjög ótrúverðugt hjá krötunum. Þeir eru verulega seinheppnir, því flest sem þeir segja og gera virðist snúast í höndunum á þeim. Og þótt Össur segi brandara á þingi, dugar það ekki. Kjósendur vilja fá einhverja sem hægt er að treysta, ekki ótrúverðugan flokk, stefnulausan afturhaldskommatittaflokk, sem greinilega er ekki hægt að treysta. Og formaðurinn sjálfur treystir ekki þingmönnum hans, og öfugt.

Guðjón Arnar í Frjálslynda flokknum nefnir, að flokkurinn eigi eftir að raða á framboðslista og því sé þetta í raun eðlilegt. En þeir áttu líka eftir að raða á lista fyrir viku, þegar þeir fengu um 10% fylgi. Og síðan hafi verið neikvæð umræða um flokkinn. Marklaust þvaður í kallinum. Flokkurinn hrynur vegna vitleysisgangsins á landsfundinum. Svona liði er ekki treystandi, svo einfalt er það.

Nú ríkisstjórnin heldur velli. Það er í raun ánægjuefni. Sjálfstæðisflokkur fær rúm 45%, Framsókn 9,4%. Samtals tæp 55%. Sjálfstæðisflokkur getur í raun vel við unað, en Framsókn telur sig eiga meira inni, og held ég að það sé rétt.

En merkilegt er, að 39% aðspurðra eru óákveðnir. Hugsanlega hefur það með að gera, að ekki er enn ljóst, hvaða flokkar eða framboð munu standa til boða í vor. En ég held að óákveðna fylgið skiptist nokkurn veginn í sama hlutfalli, þegar upp er staðið, kannski smá frávik milli flokka um nokkur prósent.


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðavík

breidavikJæja, hvað finnst fólki um lýsingar t.d. Lalla Johns og annarra á Breiðuvík og því sem þar gerðist, sbr. Kastljósþáttinn í kvöld.

Í fyrsta lagi þurfa allir þeir ráðherrar, sem voru í embætti 1950-1970, að axla ábyrgð og segja af sér.

Í öðru lagi ætti að ræða við eftirlifandi starfsmenn, ef einhverjir aðrir eru en Hinrik Bjarnason, sem sjálfur skrifaði á móti staðnum, ef ég skildi þetta rétt frá fréttaflutningi um sl. helgi. Þótt þessi mál séu vísast löngu fyrnd, á ekki að leyfa þeim, sem beittu drengina ofbeldi eða horfðu framhjá þegar litlir strákar voru píndir af hinum stærri, að komast upp með þetta.

Systir Lalla Johns brotnaði saman og grét, þegar hún hugsaði aftur til þessara ára og hvernig farið var með Lalla. Það fer ekki hjá því, að undirritaður hafi einnig vöknað dálítið að horfa á þetta. Og ef minningarnar um Breiðuvík fá Lalla Johns til að brotna og gráta, þá hefur þetta verið virkilega skelfilegt.

En a.m.k.: þetta er hreint skelfilegt mál og þó langt sé um liðið, þarf að komast til botns í þessu og a.m.k. birta nöfn þessara glæpamanna á forsíðu Moggans. Þeir, sem fóru svona með drengina, eiga ekki neitt betra skilið. Og síðan er hitt, hverjir báru ábyrgð á þessu í kerfinu. Af hverju var heimilinu ekki lokað, þegar allir vissu að þetta væri hræðilegur staður, sem hafi eyðilagt líf drengja og myndi halda áfram að gera það. Og hverjum datt í hug að láta sadista stjórna staðnum? Ég bara spyr.

Ég vitna í Bubba: "Er nauðsynlegt að skjóta þá"?


Fékk Jónína engan styrk..

...já eða Páll Vilhjálmsson, og það fyrir samfélagsmál og baráttu fyrir frelsi fjölmiðla?
mbl.is 56,5 milljónum úthlutað úr Styrktarstjóði Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru menn að skipta sér af?

roonaldoÉg er nú ekki Man Utd maður, en ég held að leikstíll Man Utd henti Ronaldo vel. Hins vegar væri jú gaman að sjá hann spila í Barcelona, koma t.d. í staðinn fyrir Giuly. En glætan að Man Utd selji sinn besta leikmann.
mbl.is Vill að Ronaldo yfirgefi Man.Utd.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wake me up before you go, go

whamKannski Wham spili í einhverju afmælispartíinu hér á Íslandi þetta árið?

Síðustu ár hafa "bönd" verið að koma saman að nýju eftir langt hlé.  En að mínum dómi er Wham! betur geymd í minningunni. Nógu erfitt að þola endurkomu Duran Duran.


mbl.is Tvíeykið Wham að undirbúa hljómplötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband