Frakkarnir sigla fram úr

7-4. Við búnir að klúðra víti og fullt af færum.

Koma svo strákar. Taka þetta.

Áfram Ísland


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú pöntum við flugeldasýningu í Kína

En í stað þess að sprengja Kínverja, má sprengja nokkra Frakka.

Jæja, klukkan er 05:45 og minn er vaknaður. Kaffið rennur niður í könnunni, en ég er þegar kominn með nýmalað kaffi úr "kaffivélinni". Ég verð því vonandi vaknaður almennilega þegar leikur Íslendinga og Frakka byrjar.

En nú er spennan a verða óbærileg. Staðan er 6-6 í leik Króata og Spánverja. Ok Balic að eiga flotta sendingu, 7-6 fyrir Króata.  8-6 hraðaupphlaup. Gott. Áfram Króatía. Jarða þessu spænsku hrokagikki og Spánverjarnir eru jafnframt manni undir. Og Króatarnir vinna boltann, en missann út af.

Og ég horfi á þessa vitleysu, ussuss. Er jafnframt að hlusta á viðtal við einn af snillingum Google, Matt Cutts. Alltaf gott að rifja upp fræðin.

En spennan magnast. Nú væri snilld að fá góða flugeldasýningu í Kína. Áfram Ísland.

ÁFRAM ÍSLANDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDD


mbl.is Flugeldasýning á sundunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæta Frakkar sigurvissir til leiks?

Vonum það.

Þá gætu þeir ofmetnast eins og Þjóðverjar, Danir og aðrir þeir sem fara hafa niður í logum gegn Íslendingum (a.m.k. faktískt...nema með hjálp dómara).

Svo ekki sé talað um Spánverjana.

Áfram Ísland


mbl.is Telja fullvíst að Frakkar vinni Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin býr sig undir leikinn

Jæja, nú fer að styttast í leikinn. Sumir hanga í bænum fram yfir miðnætti eða fram á nótt...aðrir fara að skríða í bælið til að vera vakandi þegar leikurinn hefst.

Áfram Ísland.


mbl.is Útsending undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málin skýrast

Sumir okkar hér á blogginu hafa stundum rætt skringilega framsetningu efnis hér á mbl.is.

Nú taka málin að skýrast. Já, skýringin er fundin.

Færeyskir blaðamenn í starfskynningu á Mogganum.


mbl.is „Ísland tekur Frakkar á bólið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fitubollufasismi?

Svo sem allt í lagi, þannig séð, að láta fitubollur borga aukalega í sjúkratryggingar.

En hvernig á að skilgreina "fitubollu" í landi þar sem helmingur íbúanna er með hamborgararass?

Hvað þá í Suðurríkjunum, þar sem offita er úbreiddust í heiminum?

En hvað kemur næst?

  • reykingamenn borga aukalega í sjúkratryggingu
  • drykkjumenn borga aukalega í sjúkratryggingu
  • fólk með sjúkrasögu borgar aukalega ....
  • fólk yfir 40 ára aldri borgar aukalega...
  • fólk með ung börn borgar aukalega vegna veikindadaga barna og "smithættu"
  • innflytjendur borgi aukalega, því þeir gætu borið með sér "sofandi" smit frá heimaslóðum


Þetta er svosem réttlætanlegt þegar í hlut á fólk sem vill ekki bæta sig...fitubollur sem vita af vandamálinu en hakka samt í sig þrjá Big Mac í hádeginu með 2 stórum skömmtum af frönskum.

Hef meiri samúð með hinum flokkunum...þar er oft erfiðara við að eiga, þó matarfíkn sé vissulega til og geti verið vandamál.


mbl.is Bollurnar borgi eða grenni sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningardagur?

Jæja, dæmið er byrjað.

En eins og venjulega mun ég ekki taka þátt. "Censor Culture Night" er málið.

Ég tek jafnan ekki þátt í svona fjöldahysteríu, fer jafnvel ekki í bæinn 17. júní.

Ég mun því frekar sitja heima og lesa um Buzz marketing, bloggið hans Matt Cutts eða eitthvað skemmtilegt.


mbl.is Góð stemning í bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins komst Ísland á forsíðu New York Times...fyrir eitthvað jákvætt

Árangur Íslendinga á forsíðu NYT! Jahérna.

En hvað ætli þetta merki í raun fyrir handboltann? Kannski árangur Íslendinga verði til þess að áhugi fólks á þessari íþrótt fari vaxandi í USA og viðar?

En strákarnir eru að auka hróður Íslands og bara allt gott um það að segja.


mbl.is Íslenskur handbolti á forsíðu New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður strákur

Ég las greinina alla í Mogganum í morgun. Þetta er alvöru karakter, ungur maður sem hefur harðnað í stormum sinna tíða.

Gaman að fá svona mini-bio um leikmenn, þá sér maður þá í nýju og e.t.v. réttara ljósi.

En það kæmi varla á óvart ef hann loki markinu gegn Frökkunum. Hann virðist hafa hausinn í lagi og það er yfirleitt fyrsta skrefið í því að ná árangri á þessu sviði eins og flestum öðrum.

Þó það sé talið óæskilegt t.d. í stjórnmálum, er bæði góður karakter og hagkvæm reynsla í aðstæðum þegar stormar blása til að gera fólk hæfara. Ekki skemmir fyrir að hafa lesið allt sem hægt er að lesa um handboltamarkvörslu og notið leiðsagnar Hellströms.

Ég hef fulla trú á að þessi fulltrúi FRAM í landsliðinu muni verða hetjan okkar í fyrramálið.

 


mbl.is Handboltinn bjargaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handboltalandsliðið fær traustsyfirlýsingu

Já, þetta er viðurkenning fyrir liðið, ekki síður en Ólaf, Snorra og Guðjón Val.

En mér er spurn: hvaða stórlið í Evrópu munu gera tilboð í Snorra Stein í næstu viku? Eða amk spyrjast fyrir um kappann?

Einn af albestu leikstjórnendum heims hlýtur að enda með uber stórliði en ekki liði frá smáborg í Danmörku?

En til hamingju strákar.

Nú er að taka Frakkana á morgun.

 


mbl.is Guðjón, Snorri og Ólafur í úrvalsliði Ólympíuleikanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband