Að drepa eða fella menn

"Hermenn Ísraelshers drápu palestínskan uppreisnarleiðtoga í skotárás á Vesturbakkanum í dag. Mohammed Abu el-Heija, yfirmaður öryggissveitar sem tengist lauslega forseta Fatah-hreyfingarinnar, var drepinn í Jenin flóttamannabúðunum. Talsmaður ísraelska hersins segir hermennina hafa verið að svara skotárás liðsmanna Fatah. "

Ok, ef þetta er rétt haft eftir, þá er atburðarásin svona. Ísraelsher svarar skothríð Fatah-liða eða d_bloggi_heil_hamasöllu heldur Al-Aqsa sérsveitarmanna í Jenin, vísast eftir að hermenn voru komnir "óþægilega nærri" þessum manni eða öðrum foringjum. Ísraelar svara og maðurinn fellur í skotbardaganum.

Hvers vegna segir þá: "Ísraelsher drepur palestínskan uppreisnarmann"? Því ef ísraelskur hermaður hefði fallið í bardaganum, hefði vísast staðið, svipað og venjulega: "Ísraelskur hermaður fellur í bardaga við palestínska byssumenn" eða eitthvað svoleiðis.

Alltaf sama gamla Moggasagan: Ísraelar drepa Palestínumenn, Ísraelsmenn falla eða láta lífið af hendi Palestínumanna, svona svipað og ef þeir deyja úr elli eða í umferðarslysi.

Þetta gildishlaðna orðalag í titli fréttarinnar er því miður ekkert einsdæmi. Þannig er verið, vitandi eða óafvitandi, að kynda undir fordóma og óvild í garð annars deiluaðilans. Og svona hefur þetta verið eins lengi og ég man eftir.

En spurning, hvort Mogginn reyni ekki að samræma þetta, þannig að það verði standard orðalag um svona atburði?

 


mbl.is Ísraelsher drepur palestínskan uppreisnarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragat: ótrúleg steggjun

Sjá einnig á http://x-bitinn.blog.is

 

 


Enn í síðari heimsstyrjöld

Ekki er ég hissa á, þótt slökkvibíllinn í Skaftárhreppi sé frá tímum seinna stríðs. Þá voru líka flestir íbúar hreppsins upp á sitt besta!

 


mbl.is Slökkvibíllinn á Kirkjubæjarklaustri gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn lýgur þessu

Eða einhver annar.

"Ætlunin var að smygla tveimur skjalatöskum með sprengjum inn á skrifstofu foringjans en þegar það gekk ekki var hann líflátinn daginn eftir."

Þetta er merkilegt hjá Mogganum. Ég hélt alltaf að Hitler hafi lifað til 1945, þegar hann framdi sjálfsmorð, en ekki verið tekinn af lífi 1944, eins og Mogginn fullyrðir hér.

Það er af, sem áður var, þegar Mogganum var treystandi. En þetta er farið að verða þreytandi, að þeir sem skrifa á mbl.is séu svona óvandvirkir.


mbl.is Faðirinn, sonurinn og Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísabella

Ég er ekki hissa á, að þetta nafn hafi verið valið. Bróðurdóttir mín heitir Ísabella Rós, fallegt nafn á yndislega 9 ára stelpu.

Þetta er eitt fallegasta nafn í heimi. Punktur og basta.


mbl.is Dönsk prinsessa nefnd Ísabella
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðist líka hjá mér...

...nema ég bað hana að þrífa betur klósettið!

Ok, tómt bull hjá mér...

En auðvitað átti Cherie að segja: "no thanx, you and the lu are both full of shit".


mbl.is Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnum ólsen-ólsen líka

Þetta eru auðvitað stórhættulegir kallar, þessir Ólsen og Ólsen. Bönnum þá líka.
mbl.is Pókersamband Íslands stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hýri Hafnarfjörður

Hvernig var vísan aftur?

Þú hýri Hafnarfjörður

sem horfir móti sól...

...í Straumi

En hafiði heyrt um Hafnfirðingana sem sögðust myndu eiga 60% hlut í fyrirtæki? Gallinn var, að annað fyrirtæki átti 43% og það vildi ekki selja. En það versta var, að umræddir kennarar voru allir menntaðir stærðfræðikennarar við Flensborg og með langa starfsreynslu.


mbl.is Segir útilokað að Hafnarfjörður geti eignast 60% í HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margir Bandaríkjamenn myndu standast prófið?

bonerranchEf því væri snúið upp á Bandaríkin. Kannski 10%?

 

Ég bara spyr.


mbl.is Helmingur Kanadamanna of fáfróður til að mega vera Kanadamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins fjölmiðlamaður að viti!

homer,screamAlgjör snilld! Fáum konu þessa frekar til Íslands en Paris, Britney eða Lohan. Þetta er alvöru kona.

*Klappkarl* 

 


mbl.is Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband