Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Eru Albanir að þakka fyrir Kosovo?
![]() |
Albanar styðja framboð Íslands til öryggisráðs SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Sportbíll í haldi
Hann verður síðan leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Og ef vel gengur mun hann verða settur á Hraunið -- vonandi með eiganda sínum og/eða ökumanni.
![]() |
Sportbíllinn enn í haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ingibjörg Sólrún: Vopnin kvödd
![]() |
Friðargæsluliðar beri ekki vopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Mótmæli
En ef Jón Bjarnason er á móti flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni, hlýtur það að vera góð og gagnsöm aðgerð að flytja völlinn.
Það er mjög auðvelt að hafa skoðanir á pólítískum málum núorðið. Maður reynir bara að komast að því hvaða skoðanir Jón Bjarnason og Múllah Ögmundur hafa og tekur gagnstæðan pól í hæðina.
![]() |
VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ástin ljúfa
Jæja gott að Ásdís sé enn með forgangsatriðin á hreinu.
En þetta verður bara ágætt. Í fyrsta lagi er Garðar að fara til miklu stærra og öflugra liðs en áður; það er virkilega munur á CSKA og Norrköping, svona svipað eins og Toyota og Trabant.
Í öðru lagi er miklu betra að búa í Búlgaríu en í Svíþjóð. Reyndar er betra að búa í flestum löndum en Svíþjóð.
Beggi frændi var að segja í gærkvöldi, núkominn úr árslöngu námi í Svíþjóð, að hann muni varla bíða mikinn skaða af dvöldinni, enda hafi hann bara verið eitt ár í Svíþjóð. En Siggi Palli hafa verið í 2 ár í náminu í Svíþjóð og sjáist greinilega að hann hafi stórskemmst af dvölinni: "Hann byrjaði á því að ganga í KR". Það eitt og sér er næg sönnun.
Og Beggi frændi veit hvað hann syngur.
![]() |
Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ramses grætur af gleði
Jæja, þá er Ramses kominn aftur til Íslands. Vel gert hjá Birni Bjarnasyni og hans fólki í dómsmálaráðuneytinu að taka af skarið.
Pólítískir flóttamenn, og aðrir nauðstaddir útlendingar, hafa löngum átt erfitt uppdráttar á Íslandi, en kannski að mál Ramsesar verði til að breytingar verði á. Tregða stjórnvalda virðist vera á undanhaldi.
Kemur að vísu mörgum áratugum of seint...en betra er seint en aldrei.
![]() |
Grátið af gleði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Nó bissness læk sjóbissness
Eru Andrésarandarnefjurnar ekki bara að halda sýningar fyrir Akureyringa? Er þetta ekki bara sjóbissness eins og hann gerist bestur?
Þær vita sennilega að lítið er um alvöru skemmtisýningar í sveitaþorpunum úti á landi.
![]() |
Gestalæti á Pollinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Stórtap hjá Liverpool
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Flugslys
Nú eru flugslys orðin nær daglegur viðburður í fréttum. Stundum fer betur en á horfist, eins og í þessu tilviki, en stundum farast margir, eins og nýlega á Spáni og í Kirgístan.
Eg veit ekki hvað gerðist hjá Ed Robertson, en í hinum tilvikunum, sem ég nefni hér, voru gamlar og illa viðhaldnar flugvélar á lofti með fjölda farþega innanborðs.
En jafnvel flugvélar, sem ku vera viðhaldið mjög vel, s.s. hinar nýlegu flugvélar Icelandair, hafa verið að lenda í vandræðum.
Ef sama fer fram sem horfir er von á stóru og slæmu slysi.
Ég var ungur að árum þegar flugslysið mikla varð á Sri Lanka. Það snerti mig óbeint því einn þeirra sem létust bjó í næsta húsi (ef ég man rétt) á Bergþórugötunni. Síðan þá hefur maður hrokkið við þegar minnst er á flugslys og í hvert skipti reikar hugurinn aftur til þessa slyss, sem snerti mann þó aðeins mjög lítið á undómsárunum.
En vonandi fara öldur að lægja og flugslysunum að fækka enn á ný.
![]() |
Söngvari lifir af flugslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Mind games
Jæja, þá fara Íslendingar til Kína og keppa í hugaríþróttum (Mind games leikarnir). Og Kínverjarnir borga. Alls ekki galið.
Það versta við þetta er,t.d. hvað snertir skákina, að leikar þessir fara fram á sama tíma og Evrópumót félagsliða í skák og því missa sveitir amk einhverja af sínum bestu mönnum, þ.e. þær sveitir sem eiga á annað borð landsliðsmenn í röðum sínum.
![]() |
Íslendingar keppa í hugaríþróttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)