Gamlar fréttir...og ónákvæmar

baruaJæja, gaman að Mogginn skuli loksins hafa fattað þetta. Ég greindi frá þessu í gærdag, strax að skák lokinni. Og úrslitin komu líka á Skákhorninu strax og fljótlega eftir það á www.skak.blog.is.


En jæja, ok. Sunnudagur í gær. En mér finnst vera svoldið skondið hversu greinarhöfundur er illa að sér. Svo segir:


"Friðrik teflir í dag við ungan indverskan skákmann að nafni Barua sem er í 2.-4. sæti á mótinu með tvo vinninga, en alls verða tefldar níu umferðir á mótinu."


Sko, Barua er á fimmtugsaldri og það þykir ekki ungt í skákinni. Hann er síðan "grand, old man" í indversku skáklífi, þar sem flestir þeir bestu eru tuttugu og eitthvað, þó að t.d. Anand og Negi litla undanskildum.


Og síðan skil ég ekki, af hverju Mogginn birtir mynd af Friðriki og Spasskí. Það hljóta að vera til betri og eðlilegri myndir af Friðriki en þessi, t.d. á ég tvær frekar nýlegar, þam þá sem ég hef verið að nota hér, og líka þessa, sem hér birtist.olafsson_thb


mbl.is Friðrik vann Ziska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FHingar grísa

FHÞetta er auðvitað rugl. Þegar maður vill að FH tapi, vinna þeir. En þegar maður vill að þeir vinni örugglega og helst sem stærst, vinna þeir ekki.

 

En tvö grísajafntefli í röð gegn botnliðunum getur ekki verið gott fyrir sjálfstraust FHinganna.


mbl.is Tryggvi tryggði FH stig gegn nýliðum HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik vann færeyska undrabarnið

fridrikFriðrik Ólafsson stórmeistari sigraði færeyska undrabarnið Helga Dam Ziska í 3. umferð Euwe mótsins í dag. Friðrik hafði svart. Sjá nánar á www.taflfelag.is eða á http://skak.hornid.com

 


12 kg farin á notime

Og hvað á ég að gera við buxurnar mínar, stærð 44 og 46? Núna var ég kaupa mér buxur í stærð nr. 34 í gær! Solid þetta Slendertone belti, kemur vel saman í pakkann með aukinni hreyfingu, bættu mataræði og Hydroxicutinu.


En mér hefur ekki liðið svona vel í meira en áratug. Vildi bara segja, að þetta er vel hægt.


Mæli með að Gunzó kaupi sér svona belti.


Enn eitt einræðisríkið flaggar

Jæja, ætli Ögmundur Jónasson sé ekki búnað hafa samband við Nazarbayev? Hann hlýtur að styðja þennan, eins og aðra einræðisherra sem hafa komist til valda í skjóli "lýðræðislegra kosninga"?

 


mbl.is Aðeins einn flokkur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarnóttin

Jæja, einu sinni ákvað ég að sitja heima. Ég nennti ekki, frekar en venju, að fara í bæinn í svona umhverfi. Slakaði bara á heima, tók þvottinn niður, lagaði til í fataskápnum og svo framvegis. Bara chillað!


Ég er nefnilega ekki mikið fyrir svona húllumhæ. En ég sat heima ánægður og afslappaður. Friður og ró.


mbl.is Síðustu gestir Menningarnætur á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar þeirra Frakkanna

En munurinn bara sá, að okkar maður er innundir hjá alvöru dúddum, eins og t.d. Abramovich og svoleiðis köppum.

 

Ergo: Okkar forseti þekkir ríkari menn en forseti Frakklands.

 

Og só what!?


mbl.is Auðkýfingar borga frí Frakklandsforseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar minna á sig

Pútín einræðisherra Rússlands lætur sér ekki nægja, að troða dátum sínum út fyrir landhelgina í tindátaleik, heldur heldur hann áfram að takmarka frelsi og frjálsræði þegna sinna.


Nú hljóta VGingar að krefjast þess, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland Smile


mbl.is Lokað fyrir útsendingar BBC í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láglaunastarf: milljón á mánuði

Það er greinilegt, að Tony Snow er á leiðinni í starf í íslenska bankakerfinu. Spurning hvort hann taki ekki t.d. að sér kynningarstarf fyrir Kaupþing banka í USA. Fyrir það ætti hann að fá amk þrjár millur á mánuði, ef ekki meira.
mbl.is Talsmaður Bush ætlar að hætta út af lágum launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindl og svínarí

Vinsamlega birtið listann yfir þau veitingahús, sem hafa lækkað verðið. Takk.
mbl.is Verðlækkun hjá 4% veitingahúsa frá því í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband