Þriðjudagur, 4. september 2007
Só far só gúdd
29. leikir aftur...kóngur út á borði...mát eða liðstap. Solid. Ubersáttur.
Skákin...og aðrar skákir frá Íslandsmótinu eru hér í beinni.
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 4. september 2007
Muppet
Þetta er tóm lýgi. Ég náði sambandi við Díönu í síðustu viku, með milligöngu klósettskálarinnar minnar, og sagðist hún að vísu ekki hafa notað þetta klósett mitt, og baðst afsökunar á því. En hún sagðist vera áhugasöm um, að Ingvar Sigurðsson myndi leika sig, ef gerð yrði kvikmynd um líf sitt.
![]() |
Breskur miðill: Díana vill að Paltrow leiki sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2007
Nú hitnar í kolunum!
Argggg, og við sunnanmenn fáum bara rigningu og aftur rigningu. Greinilegt að veðrið fer ekki í landshlutagreiningarálit. Óþolandi að haustveðrið skuli mismuna Íslendingum svona.
Ég krefst þess hérmeð, að jafnréttisráð setji sérstaka nefnd til að kanna málið og koma fram með tillögur til úrbóta. Þetta gengur auðvitað ekki lengur.
En það góða við rigningarveðrið hér undanfarið er, að göngur eins og þær, sem sjást á myndinni frá Don Tomasino, geta vart farið fram (eða farið KR) :) En hvað myndi Stebbi ágætisdrengur, sem sést þarna framarlega með skegghýjung, þurfa að hanga heima.
![]() |
Hitinn í 22 gráður á Norðausturlandi í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2007
Glæsilegt
Ég sá síðari hálfleikinn af leiknum og fannst Fjölnir spila mjög skemmtilega. Alltaf gaman þegar "smálið" velgja hinum "stóru" undir uggum.
En hvernig er það? Geta lánsmenn Fjölnis frá FH spilað í bikarúrslitaleiknum?
![]() |
Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. september 2007
Þess vegna fór Henry til Barcelona
Mér var sagt þetta fyrir mánuði síðan, en trúði þessu ekki. EN jæja, stundum er gróusögur sannar.
En "ósanngjörn hegðun"? OK, hefur einhver frekari skýringar?
![]() |
Kostnaðarsamur skilnaður hjá Thierry Henry |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. september 2007
Með kveðju
Jæja, nú hafa Palestínumenn skotið nær daglega eldflaugum á Sderot og aðra bæi nálagt Gasa í hartnær ár.
Ég man ekki eftir, að Ögmundur Jónasson hafi nokkru sinni gagnrýnt þetta. Ég man bara að hann vildi að við tækjum upp stjórnmálasamband við þá, sem að þessu standa, beint eða óbeint.
Kannski er hann bara hlynntur eldflaugaárásum á almenna borgara? Eða bara hlynntur þeim þegar ísraelskir borgarar verða fyrir þeim? Eða kannski lætur hann hatur sitt á Ísrael blinda sig frá því að sjá, að stjórnvöld og vopnaðar sveitir á Gasa hafa ekkert friðsamlegt í hyggju og munu aldrei geta unað tilvist Ísraels.
![]() |
Skólabörn flutt úr skólum í Sderot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 2. september 2007
Skák er ekki ömurleg lengur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 2. september 2007
Er þá Bjarni bara hitabeltisstormur?
Sunnudagur, 2. september 2007
Sama gamla sagan
Hannes að stinga af. Munurinn er meiri nú en oft áður, þar eð þeir, sem fyrirfram voru álitnir líklegastir til að veita honum keppni, hafa verið að missa niður punkta gegn okkur minni spámönnunum.
Þetta er orðið eins og FH-dæmið í fótboltanum.
![]() |
Hannes vann Lenku í 5. umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. september 2007
Ohhh
Stundum er skák ömurleg (segi þetta svona, því Sigurbjörn á copyright á "Skák er ömurleg *tómt*". Það er fáránlegt, eftir að hafa teflt vel, þjarmað að hinum sterka andstæðingi sínum, og sjá síðan vinningsleikinn, en taka síðan Keres á þetta og leika "betri vinningsleik", og hafa næstum því leikið þessu niður í tap!
En jæja, maður á að velja þá leið sem vinnur. En samt ánægður með skákina í heild sinni, nema þetta screw up þarna í lokin. "Það kostar", eins og Steini markaðsstjóri segir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)