Sunnudagur, 16. september 2007
Alþjóðaboðsmótið hefst á morgun
Jæja, Alþjóðaboðsmótið 2007 hefst á morgun, mánudag. Sjá frekari upplýsingar á sérstakri síðu á heimasvæði Taflfélags Reykjavíkur.
Í kvöld var dregið um töfluröð og í 1. umferð mætast (Í A-flokki)
Matthías Pétursson - Domantis Klimciauskas
Esben Lund - Jón Viktor Gunnarsson
Daði Ómarsson - Bragi (Bragat) Þorfinnsson
Ingvar Þ. Jóhannesson - Andrzej Misiuga
Kestutis Kaunas - Guðmundur Kjartansson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. september 2007
Rassakáf á fótboltaleikjum
Ja, eða amk þegar menn fagna marki, sbr. frétt Moggans og meðfylgjandi mynd.
![]() |
Meistararnir töpuðu fyrir Blikum - KR enn á botninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. september 2007
Solid hjá Adda bé
Og Addi er einnig Atskákmeistari Íslands og Reykjavíkur.
En T.R. ingar voru í fjórum af fimm efstu sætunum á hraðskákmótinu. Hinir fræknu liðsmenn T.R. munu vonandi koma fílefldir til leiks á þeim mótum, sem framundan eru; hraðskákkeppni við Akureyringa á manudagskvöldið, Boðsmótið sem byrjar eftir helgi og síðan Evrópumót félagsliða (sbr. Meistaradeild Evrópu í skák). Á síðasta ári lenti T.R. sveitin öllum að óvörum í 5-12 sæti, ásamt sveitum sem voru skipaðar nær eintómum stórmeisturum. Og nú er að halda baráttunni áfram.
sjá www.taflfelag.is

![]() |
Arnar E. Gunnarsson varð hraðskákmeistari Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 16. september 2007
1. dagur í Sköfu
Jæja, þá þurfti maður að grípa til sköfunnar í morgun, í fyrsta skipti á þessum "vetri". Ja, veturinn er amk kominn á föðurættarslóðum mínum fyrir austan. Og í morgun þurfti ég að skafa af bílnum.
Sumarið var mjög gott, heilt yfir litið, þó haustrigningarnar hafi e.t.v. komið full snemma og staðið of lengi yfir. Hér hefur semsagt rignt meira eða minna í margar vikur og nú upp á síðkastið hefur verið skítakuldi á milli.
Sköfutíðin er því formlega hafin í Reykjavík og nágrenni. Fussumsvei. Kuldafhnykur í húsum vorum. Og maður þarf að setja hita á ofninn á nóttunni.
Maður hummar "Frost á fróni" yfir morgunkaffinu, en bítur á jaxlinn og rennir upp í háls á kuldaúlpunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. september 2007
Al-Kaída hótar Símanum
Al-Kaída hefur nú hótað að hætta viðskiptum við Símann, eftir að hafa séð hina smekklausu auglýsingu Símans, þá er hefur staðið um styr hér á landi að undanförnu.
Jafnframt hefur Al-Kaída hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Símans og senda Jón Gnarr í endurhæfingu.
Eða ekki...!
![]() |
Al-Qaeda hótar sænskum fyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. september 2007
Arsenal á toppnum
Sannfærandi, heilt yfir litið, sigur á Spurs, en bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk. Og mark Spurs var grátlega ódýrt.
Og Liverpool græddi stig, þegar Reina varði víti frá Kanu. Roar.
Og Man Utd stal sigri í arfaslökum leik, skilst mér, gegn Everton.
En mínir menn eru í góðri stöðu á toppnum. EIns og maður sagði, fyrir mót: Arsenal mun spila betur án Henrys! Nú eru 11 leikmenn í liðinu, en ekki bara 1 stjarna og 10 aðstoðarmenn.
![]() |
Arsenal í toppsætið eftir 1:3 sigur á Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. september 2007
Spretthlaup á Mýrdalssandi
![]() |
Lítið hlaup í Múlakvísl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. september 2007
Föstudagskvöld
Æ, eitt af þessum leiðinlegu föstudagskvöldum, þegar maður situr einn á skrifstofunni og nennir ekki heim. Smá hausverkum, en maður hristir þetta af sér.
Þetta hefur verið ömurleg vika, litið heildrænt yfir aðrar vikur á árinu í réttu samhengi. Rigning og rok, og maður er ekki viss hvaða árstíð sé í gangi. Og maður hefur einhvern veginn ekki komist í gang með neitt.
Já ég held að ég sé bara orðinn gamall. Ég hef engar aðrar skýringar. Maður er hættur að meika langar setur hér á ltlu, kósi skrifstofunni minni í Ármúlanum.
En jæja, maður verður bara að halda áfram, taka eitt skref í einu og láta hverjum degi nægja sína þjáningu.
Það er meira en nóg. Ég myndi varla afbera að bera þjáningu heillrar vikur á einum degi.
En meira bullið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. september 2007
Stjörnuspáin
Stjörnuspá
Hrútur: Þú ert að tengja á skrýtna vegu. Þér tekst að nota lífsfærnina í viðskiptum, viðskiptavitið í ástum og tilfinninganæmnina í íþróttum. Allt er að ganga upp.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 14. september 2007
Hverjar eru líkurnar á...
...að Ljungberg meiðist í þessum leik? Hann hefur verið meira eða minna meiddur síðustu ár og fær solid 70.000 pund á viku fyrir að vera hjá sjúkraþjálfaranum. Ég spái að hann meiðist í þessum leik eða þeim næsta, og verði síðan frá í einn eða fleiri leiki í kjölfari'
Ágætis kaup svo sem hjá Svíanum. Og þar að auki er hann ekkert sérlega góður lengur. Meiðslin hafa sett sinn strik í reikninginn.
En svona er lífið!
![]() |
Ljungberg með West Ham á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)