Miðvikudagur, 26. september 2007
Kannski maður prófi þennan?
Jæja, kannski maður prófi þennan í eins og eina viku eða svo, og sjái hvort þetta virkar.
Eða taka bara þrjá daga í einu...stikkprufu.
Gallinn er, að mér finnast bakaðar baunir ekki mjög góðar...a.m.k. einar sér. Hvers vegna var hér ekki um "bakaða pizzu" að ræða. Tvær svoleiðis á dag hefði verið solid megrunarkúr.
En ok, ég er nú aðallega að velta fyrir mér næringargildi þessa kúrs. Fær hann öll næringarefni sem hann þarf, þessi breski smiður?
Annars hef ég litla trú á megrunarkúrum...betra að taka bara lítil skref og fá varanlegt þyngdartap þegar til langs tíma er litið.
![]() |
Óvenjulegur megrunarkúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Njörður
Jæja, í kvöld munu skáknirðir Taflfélags Reykjavíkur reyna að verja hraðskákmeistaratitil sinn gegn áskorendunum, skáknörðasilfurliði Hellis frá því í fyrra.
Aðgangur er ókeypis og geta því kvenkyns félagar í saumaklúbbum komið á staðinn, skoðað gripina og e.t.v. athugað hvort einhver þeirra verði tilbúinn að kenna þeim að tefla?
En a.m.k. þá vantar konur í skákina.
Bæði liðin fara síðan á þriðjudaginn kemur til Tyrklands á Evrópumót taflfélaga. Þeir sem vilja mega gjarnan finna sér einhvern þarna til að styrkja til ferðarinnar.
"Kauptu skáknjörð" -- ég meina, það er heil gata nefnd eftir okkur njörðunum.
![]() |
Kauptu þér nörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Einfaldlega bestur
Ég hef lengi sagt það: Anand er einfaldlega beeeeeeeeeeeeestur.
![]() |
Anand með 1,5 vinninga forskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Veslings Skotarnir
Hvað kemur næst?
![]() |
Offitutíðni í Skotlandi lítið lægri en í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Mígið í Miðjarðarhafið
Ójá, eftir viku verð ég kominn suður til Miðjarðarhafs, þar sem öldurnar bláu sleikja við tásurnar, þar sem maður situr í fjörunni og mígur í saltan sjó.
Æjá, langt síðan maður hefur mígið í salt Miðjarðarhafið, eða einhverja afleggjara þess.
Með öðrum orðum, ég er að skreppa stutta ferð suður til Tyrklands með Taflfélagi Reykjavíkur til þátttöku í Meistaradeild Evrópu í skák. Á síðasta ári náð T.R. þeim ótrúlega árangri, að lenda í 5.-12. sæti í keppni sterkustu skákfélaga í heimi. Og ekki vantaði stórmeistarafansinn í hin liðin, en þarna voru samankomnir margir af sterkustu skákmönnum í heimi.
Og við höfðum bara einn, á fyrsta borði. Við hinir vorum semsagt bara IM- eða FM-muppet, en gerðum okkar besta. Og það dugði vel.
Mikið er um að vera í kvöld. Alþjóðaboðsmótinu er að ljúka með sigri Jóns Viktors Gunnarsson, alþjóðlegs meistara úr T.R. og meðlim varastjórnar félagsins. Jón verður vitaskuld þarna suðurfrá og mun vísast mala gull, enda í dúndurformi strákurinn.
Esben Lund, Dani nokkur, hefur þegar tryggt sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með því að ná 7 vinningum af 9, vinningi minna en Jón, a.k.a. The Owl. Guðmundur Kjartansson, einn hinna efnilegu stráka úr T.R., getur einnig náð 7, takist honum að brjóta niður varnarmúr mótherja síns í kvöld, en það gæti reynst erfitt, því Berlínarmúr Ingvars Þórs er erfiður viðureignar.
(Viðbót: var að fá þær fregnir, að INgvar Þór hafi með Berlínarmúr sínum tekið Gumma og sviðið hann. Roar).
Nú, og unglingalið Arsenal vann a-lið Newcastle 2-0 á heimavelli, meðan Torres og hinar stjörnurnar í Liverpool unnu b-lið Reading 2-4 á útivelli.
Ótrúlegt að unglingalið Arsenal (nýtt unglingalið! unglingaliðið í fyrra er aðalliðið núna!) skuli fara svona létt með stjörnuliði Newcastle, sem skipað er reyndum köppum í öllum stöðum, og mörgum hverjum afar dýrum. En Arsenal virðist hafa eitthvað, sem flestum öðrum liðum skortir.
En jæja, nenni ekki að hanga hér á officinu lengur. Going home
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Krafa Öryrkjabandalagsins
Ég er sammála þessu í aðalatriðum. Það er skammarlegt fyrir okkar ríku þjóð, að öryrkjar skuli lepja hér dauðann úr skel.
![]() |
Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Svona er að taka að sér djobb fyrir mafíuna
Horfðirðu aldrei á Bond-myndirnar, Mourinho? T.d. From RUssia with Love?
Það sem aðrir umbera, umber glæpamafían ekki. Mistök og þú ert dauður.
Það er greinilega kalt á toppnum, eins og Steini segir.
![]() |
Mourinho grét: Ég er enn einstakur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Reisa sendiráð þarna: ekki spurning!
Og hvernig væri að senda Jón Baldvin þangað sem sendiherra? Ja, eða Ögmund?
![]() |
Stjórnmálasambandi komið á við Saó Tomé og Prinsípe |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Lúðvík Hermannsson
Jæja, nú bíður maður spenntur eftir opinberum viðbrögðum Denna dæmalausa. Ég skil hreinlega ekki þá andstöðu, sem Hermannsbörn hafa sýnt í þessu máli.
En kannski vildu þau viðhalda þeirri ímynd, að Hermann hafi verið konu sinni trúr. En það voru það margar sögur í gangi um viðhaldsstörf Hermanns, að þetta gat ekki hafa verið allt tómur uppspuni.
En síðan er spurningin: var þetta bara Lúðvík? Átti "Gizur" ekki einhver fleiri börn með móður Lúðvíks? En a.m.k: þetta kemur mér annars ekki við og vona bara að kallarnir leysi þetta.
![]() |
Staðfest í Héraðsdómi að Lúðvík er sonur Hermanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 25. september 2007
Hrokagikkir
Leiðindapúkar hafa á síðustu árum verið einkennandi fyrir Chelsea. Menn sem hafa yfir 100.000 pund á viku í laun ættu a.m.k. að nota hluta þess fjár til að læra mannasiði.
En Chelsea hefur jafnan haft frekar hliðholla dómara, og Chelseamenn engu að síður rifið kjaft ef þeir eru ekki sáttir við einstaka ákvarðanir, já, í þau hlutfallslega fáu skipti þegar þeir græða ekki sjálfir á mistökum dómara.
Óþolandi lið og einstaka óþolandi leikmenn þarna gera liðið enn meira óþolandi en annars. Vonandi tekur FA hart á kampavínsstrákunum og lætur sérstaklega þetta muppet Terry finna til tevatnsins.
Over and out.
![]() |
Terry ákærður fyrir að grípa í rauða spjaldið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)