Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Ráðherraábyrgð?
Æjá, af hverju ekki bara. En erfitt verður að skilgreina hver ber ábyrgð á hverju. En t.d. þykist Samfó ekki bera ábyrgð á neinu, eins og venjulega (nema þegar eitthvað heppnast, þá segist Samfó bera ábyrgðina, sama hver vann verkið), svo það þarf að setja sérstaka rannsóknarnefnd til að komast að því hverjir voru í stjórn með Sjöllum 2007-2009.
En í fyrstu atrennu amk mætti kíkja aðeins á Geir, Ingibjörgu, Árna Matt og Bjögga Sig og sjá síðan til.
Ráðherrar fyrir dóm? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Baugspartí í Mónakó 2007
Ja, það vantar ekki stælinn...ellilífeyriskerlingar og allskonar fólk að tjá sig!
Stuð með Baugi í Mónakó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Forsætisráðherrann svarar Jóhönnu
Jæja, betra er seint en aldrei. Eða kannski. Mér skilst að svarið hafi borist 77 dögum eftir að það var sent. Annað hvort er póstþjónustan í ESB svona slæm, eða þá að hinn hollenski kollegi er ekki alveg með mannasiðina á hreinu. Hvað var svona erfitt við að svara, eða hringja?
Þetta er ekki "bara enn eitt erindið", heldur mjög mikilvægt erindi sem snýr af samskiptum þjóða, hagsmunum þeirra og þetta "blessaða" IceSave. En í öllu falli virðast Hollendingar ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við Jóhönnu... þetta er frekar ömurleg framkoma.
En ég fyrir mitt leyti legg til að Jóhanna neiti að ræða við manninn frekar fyrr en Robin van Persie er byrjaður að spila fótbolta aftur, eftir meiðslin sem hann hlaut í leik með Hollandi.
Svarbréf Balkenende til Jóhönnu birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Vel orðað
Já, ég tek undir þetta. Samfóistar hafa frá upphafi hruns reynt að skjótast undan ábyrgð á því sem flokkurinn (eða öllu heldur "sértrúarsöfnuðurinn") bar ábyrgð á. Líklega þarf ekkert minna en opinbera rannsókn á þessu.
Og Velferðarbrú Samfó? Jú, tómt plat eins og allt annað. Flott í áróðrinum, en síðan er andstæð stefna tekin þegar á reynir, stefna gegn heimilum og fyrirtækjum í landinu.
Opinbera rannsókn á hver var í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Van Persie til Serbíu í "legkökunudd"!
Jæja, þá erum við báðir á leiðinni til Serbíu. Persie í læknisskoðun og meðhöndlun hjá lækni.
Jæja, kannski maður rekist á hann á rúntinum. En þetta er merkileg meðferð.
En svo vill nú til að ég þekki serbneskan lækni, indæla unga konu. Kannski ég hói í hana og reyni að tékka á málum með Hollendinginn fljúgjandi. Eða þá "lækninn" okkar félaga Robba, skáklækninn sem varð vinur okkar þarna forðum. Þessir læknar í sameiningu hljóta að geta aflað upplýsinga um hvar Persie verður staddur! :)
Yrði aldeilis gaman að rekast á Robba hollenska í Serbíu... þó ég sé ekki þannig fan, að maður reyni að fá átógraf eða svoleiðis. Er aðallega að hugsa um Persie, hann hefði ábyggilega gaman að hitta mann og hefði það vísast góð áhrif á meiðslabaráttuna. Og hvað gerir maður ekki fyrir liðið?
En fyrir þá sem ekki vita, er Serbía skemmtilegt land, ódýrt og margt að skoða þar. Frábært land fyrir Íslendinga að heimsækja. Ég er núna að fara þangað fimmta árið í röð.
Van Persie fer til Serbíu í legkökunudd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Böðvarsbók
Þetta er nú hið merkilegasta mál, greinilegt að gömul sambönd enda ekki alltaf vel.
En sniðugt þetta hjá Helgu og útgefandanum að auglýsa svona upp bókina. En ferli Böðvars gæti verið lokið, því fáir lifa af atlögu sósíalísku menningarelítunnar. Nú er spurningin hvort þeirra er meira innundir hjá klíkunni?
En ef sögupersónan var flóttamaður, hefur Kress varla verið fyrirmyndin, amk ekki að því leyti.
Vill að bókin verði tekin úr umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
1273 milljarðar? Ekkert mál
Ríkið stofnar bara ehf, slær lán í erlendum banka upp á það sem á vantar, og setur svo ehf-ið á hausinn. Þetta er bara svona einfalt!
Já, ef einhver er svo vitlaus við vilja lána slíku ehf-i.
1273 milljarða forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Bjarga kú úr Haugshúsi -- eða fé úr Baugshúsi?
Ef maður þyrfti að velja á milli þessa, myndi ég frekar vilja bjarga fé úr Baugshúsi, enda er það orðið almennt og víðtækt hagsmunamál þjóðarinnar.
Björguðu kú úr haughúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Að giftast látnum unnusta
Þessi saga minnir svoldið á ríkisstjórnina (já, auðvitað! :) ) sem er a.m.k. að reyna að endurvekja unnusta æskunnar, en báðir stjórnarflokkarnir eiga sterkustu rætur sínar í Alþýðubandalaginu sáluga, sem lést úr hárri elli og hugmyndafræðilegu tilgangsleysi, eftir að forverar þess höfðu reynt að lífga sig við tvisvar, bæði 1938 og 1968. Já, róttækur sósíalismi - marxismi í kreppufötunum, er kominn aftur og afturhaldstittirnir í vinstri flokkunum segja "já", eins og franska konan.
En það er svona að verða fyrir barðinu á ástinni...hvort það er í garð persónu eða hugmyndafræði. Fólk losnar ekki svo glatt við svona lagað úr kerfinu.
Giftist löngu látnum unnusta sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. nóvember 2009
Kostar
"Það kostar..." er eitt af spakmælum eða hnyttnum Þorsteins Þorsteinssonar markaðsstjóra RUV, eitt af mörgum. Kannski hann hafi séð fram á veginn og verið á undan samtíð sinni í þessu, því margir fóru að skoða verslun Kostar um helgina...sumir jafnvel til að versla.
Um 5000 lögðu leið sína í Kost | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)