Laugardagur, 24. október 2009
Hver er fréttin?
Jú, fréttin er að Garcia er "í hópi efstu manna", en ekki sú að Kaymer og Allenby séu efstir?
Hver vill fá t.d. frétt um að "Liverpool er um miðja deild", meðan önnur lið eru á toppnum?
Furðulegt fréttamat, þó vissulega sé Garcia þekktari en efstu menn.
Sergio Garcia í hópi efstu manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. október 2009
Bréf forsetans
Jæja, Ólafur Ragnar birtir nokkur bréf. En þau breyta engu. Hann er búinn að koma sér úr húsi, hefur misst "baklandið", eins og gula pressan orðaði það og hefur í fá hús að leita skjóls. Gula pressan minntist á, að hann hefði jafnvel reynt að friðmælast við Davíð Oddsson, til að leita skjóls þar, en ég efa að mikið skjól finnist þar.
Ólafur Ragnar hefur glatað trausti þjóðarinnar, þ.e. það traust sem hann á annað borð hafði, aðallega hjá vinstri mönnum og útrásarvíkingunum, sem notfærðu sér forsetann, þó þeim hafi ekki endilega líkað vel við hann eða treyst honum. En það mátti nota hann.
En nú stendur Ólafur einn, eða svo gott sem, með slóð eyðileggingar að baki sér.
Vinstra liðið sem kom honum til valda hlýtur að vera mjög stolt af hetjunni sinni núna.
Myndin er tekin af: http://020262.blog.is/blog/020262/entry/585331/
Forsetinn birtir bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. október 2009
20%
Eru virkilega 20% flensusjúklinga á gjörgæslu? Hvurslags rugl er þetta. Menn geta verið flensusjúklingar þó þeir séu ekki á spítala.
Er þetta skrifað af sama náunga og greindi frá því í morgun, að lögregluyfirvöld hefðu handtekið kafbát?
Þó nýir yfirmenn hafi komið á Moggann, virðast grunnskólanemar í starfskynningu því miður enn ráða ríkjum á mbl.is.
20% flensusjúklinga á gjörgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. október 2009
Endurkoma eða stundarflipp?
Nú er liðið rúmlega ár frá því ég tók mér "pásufrí" hér á blogginu. Ég er svona að spá í hvort ekki sé kominn tími á endurkomu, en það kemur allt í ljós með kalda vatninu.
Og til að byrja einhvern veginn birti ég hér myndir frá "Gunzó park", til heiðurs þeim manni sem hefur oftar komið manni til að hlæja á síðustu vikum en nokkur annar! Tek fram að þetta er óritstiðað vídeó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 13. september 2008
Pása
Jæja, sá tími kemur fyrir alla að menn þurfa á pásu að halda.
Svo er komið hjá mér akkúrat núna.
Ég kveð í bili, en kíki aftur þegar betur stendur á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. september 2008
Slátrun
Mínir menn í Arsenal gerðu góða ferð til Blackburn og unnu þar auðveldan sigur, 4-0. Ágætt að ná svona úrslitum á útivelli og gegn jafn sterku liði og Blackburn er.
Greinilegt að Denilson er að standa sig vel í DMC. Þegar stóru fallbyssurnar fara, kemur bara einhver kjúklingur í staðinn og ný stjarna er fædd. Þannig virðist þetta vera hjá Arsenal.
Og verður vonandi áfram.
En Man Utd vélin hikstar. En fjögur eyðslufélög eigast við í dag, eða áttust. Milljarðasveit Liverpool lagði milljarðasveit Man Utd. Síðar í dag eigast við ofurmilljarðamæringalið Man City og Chelski.
En kannski er bara betra að ala upp eigin leikmenn en eyða 20 milljón pundum eða meira í leikmenn hvað eftir annað. Það er líka skemmtilegra.
Adebayor með þrennu í 4:0 sigri Arsenal á Blackburn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. september 2008
Vegið að stöðu kvenna í Íran
Þetta er nú varla frétt. Það hefur verið jafnt og þétt vegið að stöðu kvenna í Íran í margar aldir. En nú virðist eiga að vega ENN FREKAR að stöðu íranskra kvenna.
Þeir, sem að þessu standa eru sömu aðilarnir og halda úti nokkrum samtökum, sem virðast njóta ótrúlegrar hylli meðal ákveðinna Íslendinga, þeirra sömu og kenna sig við femínisma og kvenréttindi.
Vegið að stöðu kvenna í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 13. september 2008
Útlendingar á Íslandi
Ég sat einn í heita pottinum í Hreyfingu í gærkvöldi þegar maður um fimmtugt bættist í hópinn. Við sátum þegjandi smá stund uns maðurinn ávarpaði mig á ensku og fór að spyrja hvernig mér þætti veðrið. Ég svaraði því til, að það væri svosem ágætt. Veðrið væri verra víða annars staðar.
Talið barst svo að ýmsum þáttum, alltaf á ensku.
Maðurinn kvaddi síðan, en kynnti sig um leið og sagðist heita Friðrik. Ég svaraði um hæl.
Hann horfði undarlega á mig og sagði:
"Fyrirgefðu. Ég hélt þú værir útlendingur".
Ég hlýt að vera svona útlendingalegur.
Eru virkilega það margir útlendingar við störf hér, að menn gera því skóna að menn séu frekar útlendingar en Íslendingar. Eða eru þeir, sem eru með kolsvarta og djúpa skeggrót og hæfilegan bringuháraskóg umsvifalaust taldir útlendingar?
Útlendingum fækkar á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. september 2008
Lögmál lífsins
Steingrímur talaði lengst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. september 2008
En mikið er ég feginn því
að Moggamenn urðu ekki stafsetningarvillupúkanum að bráð í þessari fyrirsögn, eins og sumum öðrum.
Hefðu þeir t.d. týnt einu s-i hefði þessi fréttaflutningur endað fyrir dómstólum.
Skynvillt sælgæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |