Morgunn í Lúx

Kaupthing-R3-20070708_18Jæja morgunn í Lúx. Hér til hliðar er mynd af manninum með Pocket-Fritzinn þessi í gula bolnum. Fritzinn er síðan í vasanum, beint fyrir aftan höfuð drengsins, sem er að tefla við náungann, sem tapaði með Vodafone gambít gegn mér í gærmorgun.

Menn hér eru almennt þreyttir eftir gærdaginn. Það er nógu erfitt að tefla tvær skákir á dag, en hitinn bætti ekki úr skák. Maður sá t.d. að Róbert var gjörsamlega örmagna þarna í gærkvöldi.

Ég vann þennan náunga, sem sigraði IM Fred Berend í 1. umferð. Hann tefldi ágætlega. Hins vegar hef ég greinilega vanmetið stöðuna hjá mér úr byrjuninni. Ég hélt ég væri með stöðulega tapað, en þegar ég skoðaði skákina í Rybku tölvuheilanum kom í ljós, að svo var ekki. Ég kom meira að segja með merkilega nýjung (óvart!), Kaupthing-R3-20070708_09sem Rybka var mjög hrifin af.  En frá þeim tíma, þegar ég hélt ég væri með stöðulega tapað, fann ég besta leikinn í stöðunni í 9 leikjum af 10, og næstbesta í hinum, en þar munaði aðeins litlu á mati leikjanna. Og jafnframt kom í ljós, að leikir, sem ég var að gæla við, en taldi of varasama, voru í raun lélegir. Þannig að ég er í raun ánægður, nema hvað ég missti af taktísku trikki síðar í skákinni, sá hann einkum leik síðar, en þá var ég leik á undan miðað við hitt afbrigðið. Þar missti andstæðingur minn af tækifæri til að þvinga fram jafntefli.

Nú myndir frá 3. umferð eru komnar á netið. Þar eést í Hjörvar og Hannes einu sinni, en ekki í hina Íslendingana. Hins vegar eru fjórar eða fimm myndir af Fionu. Greinilegt að karlmaður var að taka myndirnar í gær, eða einhver vinkonan!

Nú, þegar RB var að klára skákina byrjaði að rigna. Við komumst óhultir heim og settust við borð á Kaupthing-R3-20070708_07stéttinni fyrir utan besta pizzeria í "rural Lux", en svo vill til, að sá staður er í kjallara hótelsins okkar og er í eigu sömu aðila. Við vorum semsagt í skjóli undir stóru skyggni.

En skyndilega jókst rigningin og hef ég aldrei séð annað eins úrhelli. Svo fór, að skyggnið fór að gefa eftir og höfðu pollar myndast þar ofan á. Þjónarnir, stundum með hjálp þeirra Grafarvogsfeðga eða Rúnars, hristu úr þessu niðrá stéttina, en þá skvettist jafnan hressilega. Ég fékk smá gusur fyrst og færði mig þá fjær, en Grétar varð verst úti í þessu og var orðinn frekar rakur. Þá meina ég útvortis. 

Og nú er hér skítaveður. Kannski ekki beinlínis kalt, heldur vel skýjað og ekki sólarglampi á lofti. Jæja, best að spila aftur Húsið og ég og athuga, hvort það kalli fram sólina á ný. Annars er þetta veður miklu betra til skákiðkunar, því stundum verður svoldið heitt og mollukennt í sal, þar sem yfir hundrað manns sitja við skákiðkun, jafnvel þó loftræstikerfið þar sé með besta móti.

Nú, jæja, mér sýnist mallakúturinn minn hafa jafnað sig eftir hráa nautakjötið fyrsta kvöldið. Ég gat amk borðað morgunmat í morgun og er þetta fyrsta sem ég kem niður (og held niðri) síðan á föstudag, ef undan er skilin súpan á laugardagshádegi og 1-2 jógúrt.

Vonandi verður maður þá orkumeiri í dag, en síðustu daga. Áfram Ísland.


Jæja, nú kemst Þorfinnur í sturtu

En jæja, heita vatnið var ekki í gangi hjá Þorfinni frá Löngumýri lengi vel í gær. En ég vil nota tækifærið og óska Þorfinnsfamilíunni til hamingju með brúðkaupið á laugardaginn.

Og síðan óska ég að sjálfsögðu Braga (a.k.a. Bragat) til hamingju með daginn.


mbl.is Heitt vatn komið á í Fossvoginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3.umferð

Kaupthing-R2-20070708_08Jæja, fyrst uppfærsla frá 2. umferð. Hannesi varð það á, að rugla saman tímamörkum í a- og b-flokki, og hélt því að hann fengi viðbótartíma eftir 40 leiki. En svo gilti aðeins um b-flokkinn. Agalegt að lenda í svona. Hann féll semsagt á tíma.

Update frá Robba. Kasparov sýndi af sér dónaskap, þegar RObbi vann hann í morgun. Hann rauk frá borðinu, tók ekki í hendina á Robba, raðaði ekki upp og hreytti einhverju út úr sér. Fífl. Þessi maður fær greinilega aldrei boð á mót á´Islandi. Annars var þetta snilld. Eins og menn vita hafði Robbi nú samræmt skáknafn sitt og löglegt nafn, en hann, sem hefur teflt undir Róbert Harðarson frá upphafi, heitir í raun Róbert Lagerman og teflir undir því núna. Og þegar Kasparov ætlaði að stúdera fyrir Robba, fann hann engan Lagerman í beisnum, nema nýlegar skákir og var ekki mjög pleased.

Nú, það verður að segjast að Íslendingar voru fjarri sínu besta í dag og flestir hálf meðvitundarlausir, þe í þriðju umferðinni. Héðinn var með hartnær unnið, að okkur fannst amk, en skákin endaði með jafntefli.

Rúnar Berg gerði jafntefli við Pocket Fritz, en vinur andstæðings hans stóð nær allan tímann yfir skákinni. RB fannst þetta óþægilegt, ekki síst þar sem þeir fóru síðan saman út og afsíðis, eins og þeir væru að ræða skákina. Hann kvartaði við skákstjóra. Þegar ég skrapp út að fá mér ferskt loft úr mollukennda salnum sá ég vininn vera með Pocket Fritz (eða svipað apparat) að leika sér og fór síðan beint inn að tala við vin sinn. Ég kvartaði við skákstjóra og það tvisvar. En ég held að þeir hafi ekkert gert. Algjör muppet. En greinilegt er, að náungi þessi tefldi mun verr þegar ég laumaðist á eftir þeim út og stóð rétt hjá og þóttist vera að horfa út í loftið. En niðurstaðan jafntefli. En vonandi munu skákstjórarnir góma kauða redhanded, þó ekki sé nema síðar.

Annars tefldi RB þetta ágætlega.

Nú, við hinir vorum allir meðvitundarlausir í byrjunni. Robbi og Hannes sögðust báðir vera gjörsamlega meðvitundarlausir, eftir erfiðar skákir fyrr um morguninn. Hannes vann samt, enda mótherjinn ekki sérlega sterkur, sagði hann, þrátt fyrir að tefla illa. EN Robbi tapaði.

Hjörvar var juðaður út af borðinu, eins og í 1. umferð. Þreytandi Hunsbragð, sem hvítur laumaði á strákinn, sem varðist þó ágætlega.

Ég hafði verið búinn snemma, en eytt mestum frítímanum í einvígi við Svíann og mætti á skákstað með bullandi hita og gjörsamlega lost eftir að hafa ekki getað borðað neitt nema eina súpuskál og eina jógúrt sl. 2 daga. Enda var ég gjörsamlega týndur fyrstu leikina, enda lak af mér svitinn og þurfti að þurrka af borðinu! Ég laumaðist síðan fram, þegar ég var kominn með hartnær tapað eftir innan við 10 leiki (held ég) og laumaði í mig einni parkódín forte. Smám saman lagaðist ég í hausnum og líkaminn stabíliseraðist. Jafnframt náði ég að finna bestu leikina, held ég, í mjög erfiðri vörn og rétta úr kútnum, þrátt fyrir að þessi gaukur hefði teflt mjög vel og jafnan fundið þá leiki, sem ég vildi síst fá á mig.

En síðan þegar ég hafði stöðvað sóknina réðst á hann og skildi kónginn minn eftir á miðborðinu á berangri með tvo hróka og drottningu við það að fara all in á hann. En með snyrtilegri "Hróksfórn" náði ég að skáka hann til og vinna síðan hrókinn til baka. Hann gafst þá upp, enda með koltapað endatafl. Sá var fúll.

Jæja, 3-3 í dag. Jæja, gat verið verra, en hefði átt að vera betra.

Og fyrir ónefnda íslenska skákáhugamenn, set ég með mynd af Fionu.


Robbi vann Kasparov

robert_hardarson_120þ.e. hinn sterka alþjóðlega meistara (held ég), Sergei Kasparov, og það með svörtu. Héðinn vann auðveldlega, býst ég við eftir byrjunina, Hjörvar vann (vísast auðveldlega líka), ég vann með Vodafone gambítnum, en Hannes og Rúnar Berg töpuðu.

Ergo: 4-2 fyrir Ísland í dag.

Röðun er komin, sjá hér.  Ég fæ local gaur, sem vann alþjóðlega meistarann Fred Berend í fyrstu umferð með hvítu. Og já, ég fæ svart. Nú þarf að bretta upp ermarnar!


Ótrúleg steypa

vlcsnap-132175Sko:

1. Hello borgar 2 millur dollara fyrir myndir frá brúðkaupi. Það segir meira til um lesendahópinn en brúðhjónin, sem fá þarna "easy money" og spara sér rándýran hirðljósmyndara.

2. Það segir líka margt um fólk, að stór hópur skuli safnast saman til að sjá ókunnugt fólk gifta sig, bara af því að hér er um frægt fólk að ræða.


Erum við ekki bara föst í einhverjum sýndarveruleika, þar sem heilbrigð lífsgildi eru á undanhaldi og svona cyperdæmi er tekið við? Allt sem er raunverulegt er hulið, en þeir sem flestu stjórna á bak við tjöldin vilja sýna fólki sýndarveruleika, sem er settur í hásætið og innhaldsleysið vegsamað.

En ef við viljum lifa í Séð og heyrt heimi, held ég að það sé okkar vandamál, ekki blaðsins sem uppfyllir slíkar gerviþarfir fólks.


mbl.is Longoria hunsaði aðdáendur sína á brúðkaupsdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur í boði Vodafone

DSCF0001Jæja, morgunumferð í Kaupþingmótinu í Lúx. Ég prófaði nýja og ekki svo mjög góða hugmynd gegn Þjóðverja, sem býr hérna á sama hóteli (og sama gangi) og ég. Strákur, sem greinilega er betri en stigin segja til um.

En það reyndi ekki á hana, því þegar ég var að teygja mig eftir c-peðinu, sem ætlaði áfram um tvo reiti í 10. leik, hringdi GSM sími hans og skv. reglum FIDE og mótsins tapaði hann þá skákinni. Þetta var semsagt hinn frægi VODAFONE gambítur. Leiðinlegt að vinna svona, en ég var feginn. Ég var of þreyttur og fúll eftir skákina í gær til að meika þetta núna og var frekar áhugalaus.

Hjörri (a.k.a.Humpy) var kominn upp með sömu stöðu og í gær, en með skiptum litum. Ég efa ekki að hann á eftir að kreista Adrian Hærri (Haerri) sannfærandi.

Kaupthing-R1-20070707_15Robbi var með Robbastöðu, RB fékk á sig Shabalov árásina gegn sterkum IM, sem tapaði óvænt í gær. Héðinn fékk á sig einhvern gambít, en ég efa ekki að hann á eftir að rúlla mótherja sínum upp, enda miklu betri skákmaður. Hannes fékk gamlan kunninga frá EM og hefur svart. Þeir gerðu þá jafntefli, en strákurinn var þá nærri GM áfanga og er, skv. Hannesi, nokkuð góður.

En jæja, nú fær maður smá auka hvíld og get vonandi mætt ferskari í eftirmiðdagssumferðina en þessa. Og dinner með hinni fögru Fionu fyrir skákina hlýtur að hjálpa eitthvað. En áður en menn fara að hugsa eitthvað misjafnt, þá bauð íslenska liðið hér henni í mat, en hún hefur verið okkur afar hjálpleg og verður það vísast áfram. (Á neðri myndinni er Stefanova næst, en þessi með furðuhárið sigraði Hjörra í 1. umferð. Takið eftir hárgreiðslunni, ef svo skuli kalla. Við strákarnir höfðu svoldið gaman að þessu í Fugen í fyrrahaust, en þetta er ekki fyndið lengur!)


Aðeins frá Lux

Jæja gleymdi að nefna tvennt í gær.

KaupthingOpen_OpCeremony_20070706_02Það urðu smá vandamál hjá Héðni. Hann hafði ekki skráð sig á skráningarsíðu mótsins, heldur verið í beinu sambandi við mótshaldara, sem gleymdu að skrá hann á keppendalistann, en Héðni misfórst að staðfesta sig formlega við skákstjóra í fyrradag, við komuna. Hann lenti því á neðsta borði og vann örugglega.

Hannes hafði lent í seinkun frá Prag og því misst af tengiflugi frá Zurich. Hann sýndi þó hörku og tók leigubíl alla leiðina frá Frankfurt til að komast á mótsstað í tíma. Hann vann einnig örugglega.

Kaupthing-R1-20070707_23Nú, að myndunum. Við erum hér þrír með myndavélar, en enginn okkar mundi eftir snúrunni til að færa myndir úr vélinni í tölvu. Þrátt fyrir lúsaleit hér í bænum fundust ekki réttar snúrur hjá Grétari, en hann tók reyndar ranga snúru, sem virðist passa við mína myndavél, svo vænta má fleiri mynda frá mótinu fljótlega. Hér koma því nokkrar myndir frá heimasíðu mótsins og frá þeim, sem Grétar lét framkalla og setja á disk.

DSCF0002


Ekki allt klárt með Bellamy

skv. www.soccernet.com

 

Þar að auki er verðið uppgefið 7,5 millur, ekki 8. En Bellamy á eftir að ganga frá sínum málum við Liverpool og er það eftir skv. ofangreindu.

En verði af þessu, er West Ham að gera mistök.

 


mbl.is Bellamy til West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt

DSCF0022Þetta var ljótt. Andstæðingur minn í dag tefldi passívt og reyndi að halda jafntefli með öllum ráðum. En ég kreisti hann smám saman og var kominn með gjörunnið þegar ég blunderaði skelflilega. Staðan var enn unnin, en ég fékk ubersjokk við þennan mótleik og sá ekki einfaldan svíðing. Tefldi síðan eins og muppet, en átti þráskák, en vildi vinna. Og tapaði.

Þetta var sérstaklega sárt þar sem maður hafði teflt þetta mjög vel fram að þessu, kreist vinningsstöðu út úr engu. Hannes orðaði þetta best: "Sjálfsmorð"

Ergo: Ég var semsagt Bjarni Guðjónsson, sem ákveður skyndilega að fara einn á ball í Keflavík.

Andstyggilegt, og tæp 15 stig í súginn.

 

Hjörvar var akkúrat hinumegin, fékk á sig svipaða hugsun og var kreistur. Hinn blunderaði því miður ekki.

Rúnar Berg fór niður í logum, því er nú ver og miður.

Hannes, Héðinn og Robbi unnu allir sannfærandi sigra.

 

Roar, nú er maður algjörlega að missa sig. Hef ekkert getað borðað í dag nema eina súpuskál og er orkulaus eins og muppet á útsoginu.Ég vitna í Ingvar Xbit: Maður vinnur þó allavegana Svíann.

 

Annars buðu mótshaldarar hér í dag upp á útivöll Svíanna. Roar. Frekar bíður maður eftir að fá þá á heimavelli.


Áfram McLaren!

Glæsilegt hjá stráknum. Ótrúlega solid drengur á sínu fyrsta sísoni. Ég held með McLaren, en nú er maður ekki viss, hvort Alonso sé í 1. sæti eða Hamilton.

Áfram McLaren!


mbl.is Ótrúlegur lokahringur hjá Lewis Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband