Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Sko strák!
Gaman að sjá, þegar "Nonna" eða öðrum Íslendingum gengur vel á erlendum vígstöðvum.
![]() |
Garðar Cortes í vinsælum breskum sjónvarpsþætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Barist við vélmennið
Jæja, þá var það vélmennið. Hannes taldi óþarft að ana beint inn í byrjunarundirbúning minn (gaman að hafa þannig reputation, að menn tefli nýjar byrjanir til að forðast stúderingarnar manns!) og tefldi hliðarafbrigði af Rauzer, sem ég hafði reyndar einu sinni teflt áður, en það var á Helgarmótinu á Akranesi 1984. Þá tefldi Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari þessu og var klossmátaður snarlega.
Þetta leit ágætilega út núna, ég óð á hann með látum og vélaði af honum hrók fyrir mann og peð og þar að auki voru "menn Hannesar í klessu", eins og einn orðaði það á skákhorninu. En Hannes náði mótspili og átti ég erfitt með að bæta stöðu mína. Svo fór, að ég missti tökin á stöðunni í tímahrakinu og tapaði, en þegar maður leit yfir þetta betur sást, að ég átti aldrei neitt sérstakt í þessu. Mótspil Hannesar var einfaldlega of öflugt, þegar hann komst af stað.
Héðinn vann "vin" okkar Íslendingana, Kasparov yngra, stórmeistara með 2500. Við ræddum aðeins við í upphafi umferðar og þar á meðal um skákstil og taflmennsku Kaspa þessa. En í mikilli baráttuskák þeirra félaga urðu svolitlar deilur um truflun við skákborðið en Kasparov var að mér skilst með einhverjar hreyfingar, sem trufluðu Héðin. En þetta heyrði ég bara eftirá, því þá vorum við Hannes farnir fram. Urðu víst töluvertð læti út af þessu. En gott hjá Héðni að láta kallinn ekki komast upp með neina stæla, en sá hlýtur að hafa verið orðinn verulega pirraður á þessum tímapunkti.
Maður þessí hlýtur nú að vera farinn að hata Ísland, en hann hefur aðeins náð hálfum punkti gegn þremur Íslendingum, og það einmitt gegn mér. Roar, þetta fer að vera embarrassing sko. Og til að kóróna allt, munaði litlu að hann fengi Hjörvar í dag, og eiginkona hans, sem tekur þátt í mótinu, fær Rúnar Berg á morgun!!
Ef lítill og grjáslykjulegur austantjaldsmaður með bakpoka og í stuttbuxum sést míga á Stjórnarráðið á næstu misserum, er það örugglega þessi náungi.
Nú, Robbi vann Fionu, og Hjörri gerði solid jafntefli við alþjóðlegan meistara, nokkuð þéttan náunga. Gott hjá stráknum en þetta var lengsta skák dagsins. Rúnar Berg tapaði og fær semsagt frú Kasparovu á morgun. Áfram Ísland.
Við Hannes skruppum síðan á pizzustaðinn eftir skák og spjölluðum um heima og geima. Langt síðan maður hefur séð kappann, maður rakst lítið á hann í Íslandsmóti skákfélaga og sá hann aðeins í Prag í janúar. Alltaf gaman að spjalla við Hannes, jafnvel þo´hann hafi unnið mann!
En jæja, þá er það "karrýkjúklingurinn" svokallaði á morgun. Ég fæ sem sagt grjótharðan og vel stúderaðann Indverja með um 2470 á morgun: Það kostar, eins og Steini Stonestone segir. Maður verður bara að spýta i lófana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Enn einn morguninn í Lúx
Jæja, enn einn morguninn. Klukkan orðin sjö að staðartíma, fimm heima á Frón-kexi. Ég steinlá fljótlega eftir að ég skreið upp á herbergi í gærkvöldi og strákarnir voru farnir. Við komum heim á hótel, þ.e. Carpini, beint eftir skák, borðuðum niðri á hinum frábæra ítalska restauranti og síðan fóru menn upp til að tékka pörunina í næstu umferð.
Ég hafði sagt, að ég fengið örugglega Hannes Hlífar í næstu og sú varð raunin. Þetta er svona, að ef þú vilt ekki fá einhvern andstæðing, sem þú átt möguleika á að fá, færðu hann. Svona hefur þetta verið amk í þremur síðustu umferðum hjá mér. En maður hefur sloppið só far, en Hannes er ekki kallaður Róbót fyrir ekki neitt. Strákarnir heima gáfu honum þetta viðurnefni, því þegar þeir tefldu gegn honum lék hann leikjunum áreynslulaust og nær alltaf með jöfnu tímabili, rétt eins og forritað vélmenni ætti í hlut. Og hann vann að vitaskuld nánast alltaf. Ég lenti í vélmenninu sl. haust í einvígi í Skákþingi Íslands og fór niður í logum, og var ekki mjög sáttur að sjá pörunina í gær. En skákin okkar verður sýnd beint á vefnum, en slóðin þar að lútandi er á www.skak.is og á heimasíðu mótsins, sem einnig er auglýst á sama stað og á forsíðu www.taflfelag.is . Stefnan er, að láta a.m.k. ekki auðmýkja sig gjörsamlega fyrir framan íslenska skáksamfélagið. Grunar mig, að þá muni fylgja vænar athugasemdir á skákhorninu.
Sergey Kasparov hlýtur nú að fara að stofna "I hate Iceland" samtök, sérstaklega eftir að Héðinn væóleitar hann yfir skákborðinu í kvöld. Spái ég, að þessi annars sterki stórmeistari muni fara niður í logum gegn okkar manni. Kannski halda jöfnu, ef hann teflir vel. Ef hann gat ekki unnið okkur Robba með hvítu á hann ekki séns í Héðin með svörtu. Þar fer annað róbót, sem er alveg agalega erfitt að eiga við, sérstaklega á góðum degi.
Robbi fær þokkagyðjuna Fionu, sem á marga vini á Íslandi (og þeim hefur fjölgað á síðustu dögum). Rúnar Berg fær nokkuð sterkan mótherja og Hjörvar fær alþjóðlegan meistara með hvítu. Spái ég að meistarinn sá finni fá svör gegn 1.c4 leik Hjörra. En ætli maður verði ekki sáttur við jafntefli þarna, en auðvitað vill maður að strákurinn vinni.
Jæja, nú hefst undirbúningurinn fyrir skákina gegn Hannesi. Vaknaði um fimm, sinnti morgunverkunum og fór niður í morgunmat, bloggaði aðeins og kíkti á rafpósta. Það góða er, að ég veit vel hvað Hannes teflir að janfanði en gallinn er, að hann veit líka hvað ég tefli. Fátt er svo með öllu gott, að ekki boði nokkuð illt. Og nú hefjast massívar stúderingar (Hannes! ef þú ert að lesa þetta, skaltu hætta núna).....eða kannski ég slái þessu bara upp í kæruleysi og komi frekar úthvíldur til leiks. En ætli ég ákveði ekki fljótlega, hvor leiðin verði fyrir valinu.
En jæja, meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá ferðalagi strákanna í
gær til Lúx City.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Skin og skúrir
Jæja, mínir menn í FRAM töpuðu gegn Haukum , en það gat verið verra. Vona ég amk að stórstjarna þeirra Haukamanna, Hilmar þeirra Emma og Hönnu Rúnu, hafi náð að hrella mína menn aðeins. Hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana, en hann og Emil Hallfreðsson landsliðsmaður eru bræðrasynir. Spái því að þeir frændur spili saman í landsliðinu áður en langt um líður...og vona, að ef stráksi fer í stærra félag, að þá verði þeir bláu í Grafarholtinu fyrir valinu, ekki fimleikafélagið í Spurs búningnum.
Þar að auki er ég ánægður með, að úr því að FRAM féll út svona snemma, skuli það hafa verið gegn Haukum. Af ýmsum ástæðum var undirritaður tilnefndur til íþróttamanns Hauka 2005, þannig að maður er nú ekki alveg ókunnugur í Firðinum. En ég hef bara gott eitt um Haukana að segja.
En það bjargaði kvöldinu hjá mér, fyrir utan jafnteflið við Kasparov, að sjá KR falla út. Greinilega eiga Reykjavíkurstórveldin erfitt með KFUM liðin tvö, Val og Hauka, eða KFUM Hlíðarendi og KFUM Hafnarfjörður.
![]() |
Valur vann KR í vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Húkkað far í Lúx
Jæja, erfiður dagur. Strákarnir fóru í Lúxembourg City, en ég sat heima og stúderaði fyrir Kasparov. Þeir ætluðu svo að sækja mig kl. 17.15 í síðasta lagi, en rétt yfir fimm hringdi Robbi í mig. Þeir voru þá fastir í ótrúlegri umferðarteppu og reiknaði GPS systemið hans Grétars það út, að þeir myndu, miðað við óbreyttar aðstæður, ná á svæðið 17.45, þ.e. kortéri eftir að skákin átti að hefjast.
Mér var semsagt ráðlagt, að taka leigara. En hótelgaurinn hringdi á leigara, en enginn laus fyrr en eftir dúk og disk. Ég lagði því af stað á puttanum, en ég var varla komin af stað, þegar bíll stoppaði og voila. Þá var það Belginn sem ég væóleitaði við skákborðið í gær og pabbi hans. Þar fékk ég solid far og mátti prísa mig sælann.
En aftur að Kasparov. Hann tefldi allan f...... í databeisnum, svo ég varð að circa hann út. Og auðvitað var þetta allt til einskis. Hann tók mann út í helstu teoríum í Paulsen og tefldi sama og ég tefldi gegn Hannesi Hlífari í einvígi okkar á Skákþingi Íslands síðast. Ég nennti ekki að bíða eftir að hann kæmi á mig og fór af stað á hann og gaf honum færi á hróksfórn sem hefði leitt til hörku sóknar hjá honum, en hann tefldi eins og hann ætlaði í þá leið. EN þar eyddi ég 15 mín til einskis því hann svaraði samstundis og hafnaði fórninni. Hefur greinilega treyst útreikningum minum, enda stóðst þessi fórn ekki, ekki frekar en fórnin hans gegn Robba í 2. umferð. En þetta var snjallt hjá honum, því nú fékk hann mjög þægilega stöðu og tel ég, að þar hafi ég haft stöðulega tapað. Amk taldi ég víst, að dagar mínir væru taldir en ákvað að sprikla á önglinum. Ég fórnaði síðan peðinu, sem hélt stöðunni saman en náði að virkja mennina og plata hann svoldið. Hann fann einu leiðina til að halda taflinu gangandi, en þegar við sömdum þá hefði ég frekar getað haldið áfram en hann, en staðan var samt teorískt jafntefli. Hann var ekki sáttur kallinn, en svona er lífið.
Hjörvar og Róbert sömdu jafntefli. Hannes líka með hvítu. Rúnar Berg vann glæsilega, eftir glæsilegt riddarahopp. Héðinn tapaði.
Ég fæ Hannes á morgun, en Robbi fær Fionu okkar. Og Héðinn fær Kasparov með hvítu. Spái ég, að þar fái Hvít-rússneski stórmeistarinn einn eitt áfallið gegn Íslendingunum í þessu móti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Kaupþingsmótið í Lúx
Fréttir frá mótinu eru á www.skak.is og svo vitaskuld á þessu bloggi: http://hvala.blog.is
til vinstri: Hjörvar að stúdera aðeins á tölvu undirritaðs í "stúderingahorninu", meðan sá gamli tekur einvígi við Svíann.
![]() |
Sex íslenskir skákmenn tefla í Lúxemborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Réttur dagsins
Þari með villisveppasósu, frönskum og diet Sprite. 1.990.-
Fæst einnig undir nafninu: McWeed á næsta McDonalds stað.
En spurning hvort ekki væri hægt að selja hingað sérstakar afsláttarferðir fyrir Skota: Fá að tjalda í fjörunni og borða eins mikinn þara og þeir geta týnt.
En talandi um Skota. Merkilegt samtal hérna í gær hjá Skotunum tveimur.
Skoti 1: Hehe, ég hljóp heim á hótelið af skákstað, beint á eftir rútunni, og sparaði mér 3 evrur.
Skoti 2: Slakur ertu, ég hljóp heim á eftir leigubílnum og sparaði mér 18 evrur.
![]() |
Þara landað í fyrsta sinn á Bíldudal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Góðir félagar
"Þrír aðstoðarmenn fylgja honum yfir sundið í bát, þeir Ingþór Bjarnason sálfræðingur, Stefán Karl Sævarsson verkfræðingur og Heimir Örn Sveinsson tölvunarfræðingur."
Mér finnst þetta svolítið skondið. Hér er greinilega um vini kappans að ræða, en ég fatta ekki hvers vegna starfsheiti þeirra koma málinu við.
Svipað eins og ef ég ætlaði að heyja maraþonskákir a la Krummi, og mér til aðstoðar væru fjórir verslunarmenn og fimm ruslakallar. Það væri annað, ef til aðstoðar væru læknir, hjúkka og næringarfræðingur.
En jæja, breytir svosem engu. Þarna eru á ferðinni góðir félagar, greinilega. Og traustir vinir geta gert kraftaverk.
![]() |
Reynir að synda yfir Ermarsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Morkinn morgunn í Lúx
Ég ætla að byrja á því að segja það sem ég hef gleymt undanfarið. Leiðin til Differdange.
Og þessi er sérstaklega tileinkum Jóhanni Hirti og öðrum "bæernissinnuðum" Garðbæingum, en við ökum á skákstað förum við framhjá þorpi, sem heitir næstum því Garðabær og reyndar fór svo að Rúnar Berg las "Garðabær" á skiltinu og hefur sá bær verið kallaður svo síðan. En það þarf ekki að taka fram, að við ökum beint framhjá. Þar er ekkert að sjá, eins og í vinabænum heima á Íslandi.
Og meira af nöfnum. Á skilti við bæjarmörk Bascherage stendur nafn bæjarins, þetta franska, en síðan orð, sem mér skilst að sé hið þýska nafn hans. En það er BIFF, sem er gælunafn á vel kunnum íslenskum skákmanni. Og rétt hjá hótelinu er stórt skilti: "Biff Car Wash". Jæja, svo Helgi er kominn í bílaþvottinn??
En jæja, Dagurinn í gær!
Ég vaknaði á sama tíma og venjulega hér, eða um sjöleytið og tölti niður í morgunmat. Aldrei þessu vant gat ég borðað eitthvað og var það góðs viti. Greinilega höfðu tvær máltíðir af hráu nautakjöti tekið sinn toll, en orðið að lúta í lægra haldi fyrir Svíanum að lokum. Robbi og Rúnar fóru í gönguferðir út í sveit. Robbi er búnað að kenna Rúnari þetta, en hann féll fyrir þessu göngusystemi þegar við vorum í Serbíu í fyrrahaust, en sjálfur varð ég hooked af þessu, þegar ég var á móti með Ágústi Sindra 2002, en sjálfur hefur hann vísast lært þetta af Margeiri, MP-bankamanni.
Síðan reyndi ég að stúdera aðeins fyrir IM Michiels, og gekk það svosem vel, meðan maður fékk frið fyrir msn-istum og öðrum truflunum (sem eru vissulega kærkomnar í hófi!). Síðan tóku við 2 klst stúderingar með Hjörra og síðan meiri stúderingar. Síðan um kl. 16 var ég sóttur. Við ætluðum í mat niðrí Differdange. Af einhverjum ástæðum loka helstu matsölustaðir hér í bæ kl 14.00 og opna aftur kl. 18.00. Þetta system hentar okkur frekar illa.
En við föttuðum ekki annað. Í fyrsta lagi er omögulegt að fá bílastæði og í öðru lagi voru næstum allir matsölustaðir í 20.000 manna bænum Differdange lokaðir á mánudögum. Þetta er semsagt dagurinn sem Lúxarar fasta eða elda sjálfir.
Við fundum loksins pizzastað sem var opinn. Þar pantaði ég mér "bara eitthvað", og fékk síðan pizzu með bacon og spæleggi! Svoleiðis hef ég aldrei séð áður og hef þó unnið á pizzastað. Þar var einn annar gestur, sem leit út eins og Mr. Bean, gekk eins og hann var jafn undarlegur í háttum og sá enski. Þetta var svoldið skondið.
En ég var svosem ekki svangur, frekar en venjulega, en ég varð að pína þetta ofaní mig. Hafði ekkert borðað nema súpu 1x síðan á föstudag og var orðinn frekar sloj. En þetta tókst. Um leið lagaðist hausverkurinn aðeins -- ég fatta ekki hvers vegna svoleiðis heimsóknir koma oftar á mig þegar ég er erlendis en heima.
Við mættum bræðrunum HS eldri og HS yngri á skákstað. Við ræðum jafnan aðeins við Hannes fyrir og eftir skákir, en hittum hann annars lítið. En af Héðni höfum við engar spurnir. Hann bara er þarna og hefur engin samskipti við okkur hina - gjóir kannski augunum til okkar þegar við mætumst á leið til eða frá Svíanum. Og síðan er hann bara horfinn, þegar skák er lokið, áður en einhver okkar getur þó ekki sé nema kastað á hann kveðju.
Þeir HSarnir búa á Threeland ****, í næsta þorpi við okkur hina. En mér skilst þó, að það hótel sé ekkert betra en Hotel Carpini okkar, í þægindum talið. Ég skoðaði herbergin þar á netinu og sýnist mér mitt herbergi vera stærra en þeirra og búið amk sömu þægindum. Og síðan er frábær restaurant á okkar hóteli. En þeirra herbergi kosta helmingi meira (en þeir fá vísast heldrimannaafslátt). (Já, gleymdi; það stóð á pöntunarsíðunni, að það væri internet á hótelum Hannesar/ Héðins og Róberts /Rúnars, en ekki okkar. En síðan kom í ljós, að netið þar er selt dýrum dómum, en hins vegar er gott net hjá okkur, og ókeypis, og er inni á herbergjunum!!! Snilld!)
En jæja, skákirnar gengu jafnan vel hjá okkur Mörlandanum eins og sagði frá í gærkvöldi. Og ekki var pörunin upplífgandi: Robbi og Hjörri tefla saman og ég fæ Kasparov í hefndarhug gegn Íslendingum.
En staðan hjá okkur Íslendingunum er, að Héðinn, Hannes og ég erum í 4.-21. sæti með 3/4, Robbi og Hjörri hafa 2/4, Rúnar Berg 1.5/4.
Veðrið passaði líka. Þegar heitt er heima á Íslandi er tiltölulega kalt hér í Lúx (og í Prag, skv. Hannesi). Hér var þá semsagt frekar kalt í gær og aftur í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. júlí 2007
4. umferð í Lúx - gamalt bros tekur sig upp
Samt var þetta morkinn dagur. Ég sá fram á algjöra þjáningu, því andstæðingur minn er þrælsterkur alþjóðameistari frá Belgíu, Bart Michiels, ungur strákur c.a. 18 ára. Hann er mjög efnilegur og er á hraðri uppleið.
Það versta við hann var, að hann hefur alveg ótrúlega gott vit á skákbyrjunum, einkum með svart. Ergo, hann teflir mínar byrjanir og það nanast nákvæmlega, jafnvel í undirvaríöntum. Nú veit ég hvar lappinn minn, sem var stolið, hefur endað!
Og fátt þykir mér erfiðara en að tefla gegn eigin byrjunum. En þegar á hólminn var komið ákvað ég að verða fyrri til að koma á óvart, ef færi gæfist. Upphafsleikirnir voru 1.d4-d5 2.c4-dxc4! 3.e4. Ég er með hvítt. Þessu hef ég aldrei leikið áður og kann voðalega lítið í þessu. Hann leikur jafnan 3...Rc6, sama og ég, að sjálfsögðu, en hann óttaðist að ég kynni þetta betur en hann (vísast rétt, enda hafði ég undirbúið glaðning handa honum), svo hann svaraði með 3...c5. Úff, þetta kunni ég ekki nógu vel og hafði ekki mátt vera að því að stúdera nóg, því ég þurfti einnig að stúdera 1.d4-e6 2.e4, McCutcheon afbrigðið. Nokkur tími fór reyndar í það. 3...c5 í Mótteknu drottningarbragði var bara einn af mörgum möguleikum.
Ég var því ekki alltof bjartsýnn, þegar á upphafsleikina leið, ekki síst þar sem hann valdi hvassasta afbrigðið. En ég tefldi besta framhaldið og þegar honum urðu á smá ónákvæmni (í stöðu sem var mjög slæm hvort sem var) fór ég all in. Fórnaði manni á hann og réðst á hann. Það er skemmst frá því að segja, að ég fann alltaf bestu leikina, nema í lokin, þegar ég tók þann næstbesta, en þá var staðan hvort sem er gjörunnin. En í stuttu máli, ég held að þetta sé besta skák sem ég hef teflt síðan 1990, þegar ég slátraði Pólverjanum, sem var þá í polska ólympíuliðinu og hann kærði mig fyrir að vera of góðan fyrir elóstigin mín, því ég hefði, að hans sögn, komið með þrusu endurbót á taflmennsku sjálfs Garrýs Kasparov. Ég þurfti því að sýna vegabréf til að sanna hver ég væri.
En a.m.k. besta skák mín held ég síðan þá. Brosið er aftur komið á andlitið. Og það besta var, að ég reiknaði og mat rétt þær leiðir, sem ég hafnaði og hverju ég átti að leika, hefði hann leikið öðru. Ég var ánægðastur með að sjá van Wely þemað Bxc4 þarna á einum stað. Þetta hefði ég aldrei fattað nema af því að Lókurinn (Loek van Wely) hafði leikið þessu í svipaðri stöðu.
Hjörvar fékk aðeins betra, en reyndi of mikið að vinna, og missti þetta niður í jafntefli. En hann sýndi ótrúlega seiglu strákurinn og sveið WGM Wagener 2292 og hafði greinilega gaman af að kreista hana í endataflinu.
Robbi var óheppinn að tapa gegn sterkum andstæðingi, GM held ég. Hann var með mun betra, en lék þessu niður. Agaleg óheppni þetta.
Héðinn gerði held ég jafntefli. Hann gat amk tekið þráskák í stöðu, sem bauð ekki upp á neitt annað.
Hannes vann frekar auðveldlega og Rúnar Berg fékk á sig margskonar fórnir gegn Pésa Biskup, en þræddi bestu leiðina og skilaði sér í mark með heilan vinning.
4.5-1.5 og við vorum að tefla vel uppfyrir okkur á 4 borðum af sex.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)