Laugardagur, 7. júlí 2007
Dagur í Bascharage
Jæja, maður náði nú að sofa ágætlega svosem í nótt. Ég var svo steinrotaður að ég vaknaði ekki þótt Hjörri hafi barið á hjá manni um ellefuleytið, þegar hann kom heim frá fjölteflinu. Skilst mér, að Humpy hafi sigrað aðra keppendur (samt ekki staðfest), en tapaði fyrir Hjörvari.
Hjörvar var með svart og upp kom slavnesk vörn, 4.e3, 5.Rbd2 og staðan varð svolítið Meran-leg, en skyndilega fórnaði Hjörvar drottningunni fyrir hrók, mann og 1-2 peð. Síðan náði Humpy að skipta upp á liði og létta á stöðunni. Staðan var þá sennilega jafntefli, en Hjörvar gat amk ekki tapað þessu nema með alvarlegum blunder.
En þá lék stórmeistarinn riddaraleik og ætlaði að máta strákinn. En hann svaraði jafnharðan með hörkuleik, sem forðaði máti og lokaði jafnframt inni drottningu Humpy. Hún tefldi þó áfram manni undir, en þegar Hjörvar trikkaði hana aftur og maður var á leiðinni í hafið, gafst hún upp. Flott hjá stráknum.
Grétar, Robbi og Rúnar fóru saman á rúnt meðan við Hjörvar tókum stúderingatíma í Slavanum fyrir hádegið. Þar fór ég yfir hvasst afbrigði í Slavanum, þar sem svartur fórnar peði fyrir betri liðsskipan og sókn. Þetta afbrigði höfum við Helgi Áss Grétarsson teflt nokkuð með svart, á okkar yngri árum!
Það er annars erfitt að fá strákinn til að hætta að stúdera! Það er ég ánægður með. Við settum því niður aukatíma síðar í dag og getum vonandi gert eitthvað uppbyggilegt á reitunum 64.
Við strákarnir fórum á kínverskan stað í hádeginu. Ég stoppaði nú stutt, fékk mér bara súpu, en hinir fylltu mallakútana. Maður þarf víst að passa sig þegar Svíinn er farinn að fá óeðlilega margar heimsóknir.
Jæja, umferðin byrjar 17.30, eða 15.30 að íslenskum tíma. Spáin er, að Hjörvar fái Héðin í fyrstu umferð, en annars er þetta óljóst, því margir sterkir skákmenn hafa greinilega dottið út á síðustu dögum og óvíst hvort Hannes nái hingað, enda hefur hann af einhverjum ástæðum farið á mis við flugfélagið, sem ætlaði að skutla honum hingað í gær.
En þetta kemur allt í ljós á eftir. En þangað til...au revoir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 7. júlí 2007
Í Differdange kastala - Hjörvar vann Koneru
Ok, ég skal fúslega viðurkenna, að ég hef lítið gaman af opnunarhátíðum. Við strákarnir í Lúx (sjá www.taflfelag.is) fórum héðan frá Bascherage yfir til Differdange, um 20.000 manna bæjar, c.a. 5 km í burtu. Þar fundum við fyrst skákstaðinn og tilkynntum komu okkar, en héldum síðan áfram yfir í Differdange kastala þar sem opnunarhátíðin átti að hefjast kl. 19.00 að staðartíma.
Ekki byrjaði þetta vel. Athöfnin hófst kl. 19.30 með indverskum dansi smábarns. Jújú, þetta var svosem ágætlega gert, en Hjörvar þjáðist undir músíkinni og skil ég hann svosem vel. Síðan tóku við ræðuhöld á ýmsum tungumálum, og var okkar maður, fulltrúi Kaupþings, sá sem fórst það best úr hendi, að okkar mati. Afskaplega skemmtilegur maður þar á ferð. En þegar klukkan var um níu, lauk þessu loksins og við spjölluðum við hina bráðskemmtilegu Fionu, sem á marga aðdáendur á Íslandi. Hún svaraði ýmsum spurningum okkar (lesist: spurningum RB) og reddaði okkur þremur, mér, Robba og Rúnari leigubíl heim. Við vorum alveg að gefast upp á þessu.
En Hjörvar var eftir ásamt Grétari, en Hjörri tefldi í fjöltefli gegn Humpy Koneru, einni af sterkustu skákkonum heims. Hann kunni mér reyndar litlar þakkir fyrir að hafa komið honum inni í fjölteflið á síðustu stundu (var orðinn þreyttur eins og við hinir), en ég held þó að innst inni hafi honum þótt gaman að þessu. Ekki versnaði það við, að strákurinn tefldi þetta ágætlega og bárust þær fréttir, eftir að blaðið var farið i prentun, að sú indverska, sem hefur vel yfir 2500 skákstig, hafi farið niður í logum gegn okkar manni. Vonandi er þetta vísir þess, sem koma skal. Semsagt: Hjörvar vann Humpy! En við strákarnir kysstum síðan Fionu bless og héldum heim.
Ég var alveg búinn og settist fyrir framan tölvuna og tók að rifja upp menntaskólafrönskuna með því að laumast til að horfa á franska útgáfu af bandarískum sjónvarpsþætti. Einhverra hluta vegna hef ég svoldið gaman að þessu...NOT. En ég varð enn syfjaðri við þetta og steinlá skömmu síðar.
Nú hef ég fundið meðal við andvöku!
Við hittum Héðin Steingrímsson þarna á hátíðunni, vel útbúinn í 66 gráðum norður flíspeysu og stuttbuxum. Hannes Hlífar Stefánsson hafði átt að koma fyrr um daginn, en annað hvort misst af flugvélinni, eða tekið skakka vél, eða farist fyrir að mæta á flugvöllinn af einhverjum ástæðum. En hann hlýtur þá bara að koma í dag.
En jæja, morgunmaturinn býður. Áfram Ísland. Ciao.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. júlí 2007
Skammarlegt
"Valur og KR gerðu 1:1 stórmeistarajafntefli í toppslag Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu á Valbjarnarvelli í kvöld."
Þetta er auðvitað skammarlegt hjá Val og KR, að hætta leiknum þegar leiktími er ekki búinn. Það hlýtur að vera lágmarks krafa áhorfenda, að fá eitthvað meira fyrir peninginn.
Eða þá, að þetta hafi verið enn eitt klúðrið hjá Mbl.is mönnum. Ég hallast eiginlega að því.
Málið er, að stórmeistarajafntefli merkir, þeir tveir stórmeistarar, sem bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum eða eru t.d. nánir vinir, semja stutt jafntefli á óteflda skák, án þess að láta berast á banaspjótum. EKki veit ég heldur til, að Valur og KR hafi hlotið titilinn stórmeistari.
Það er óþolandi að þetta hugtak sé misnotað svona aftur og aftur á Mogganum. Það er kominn tími til, að blm. Moggans læri þetta.
![]() |
Valur og KR skildu jöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. júlí 2007
Nýjar gardínur og fleira
Jæja, þá er 1. tíminn búinn hjá Hjörvari. Við fórum niður á stéttina fyrir utan pizzeríað/kaffihúsið á hótelinu og settumst þar í skugga, báðir með tölvu og síðan var skákborðið ómissandi með í för.
Við fórum yfir hvað Hjörvar teflir með svörtu og skoðuðum afbrigði, sem að mínum dómi er sterkara en hitt,sem Hjörvar leikur að venju. Það gekk ágætlega og við fórum í eðli stöðunnar, hvar mennirnir standa best, hvernig svartur eigi að ná mótspili og hvernig hann á að skipta upp og hvenær, osfrv.
Þetta gekk ágætlega, þrátt fyrir árás frá ofurþreyttri flugu og hávaða frá umferðinni. Strákurinn er merkilega naskur að finna besta leikinn í stöðunni. Einnig æfði hann sig í, að taka sér tíma og spá í stöðunni, en ekki leika "eðlilegasta" leiknum jafnóðum.
Þetta er mjög gaman og mun vonandi styrkja strákinn fyrir komandi átök, fyrst mótið hér og síðan mótið í Politiken Cup, sem er síðar í mánuðnum. Við munum taka svona sessjónir hér úti, bæði almenna yfirferð á byrjunum Hjörvars, og miðtaflinu og fram í endataflið í þeim stöðum, sem líklegastar eru að koma upp. Einnig munum við síðan stúdera fyrir andstæðinga hans, lesa þá og velja þá byrjun, sem eðlilegust er í því ljósi. Hjörvar er orðinn vanur slíku, eftir að hafa verið með Ingvar X-bita í Ungverjalandi um dagin.
En þegar við vorum búnir (þegar batteríið var búið) fórum við upp á herbergi, en þá var Grétar, faðir Hjörvars, kominn aftur út skoðunarferð, þar sem hann fann skákstaðinn og stystu leiðina þangað. Hann er orðinn fararstjóri hjá okkur öllum Íslendingunum og held ég, að betri mann sé ekki hægt að finna í djobbið, eða fararstjórn almennt. Stundum undrar mig hversu foreldrar Hjörvars eru áhugasamir og duglegir í að fylgja stráknum, bæði á mót og á skákstað innanlands. Held ég, að með svona stuðning að baki, auk frábærs stuðnings frá Helli og nú Kaupþingi (auk Skákskólans að sjálfsögðu, þar sem Helgi Ólafs miðlar börnunum af visku sinni og þekkingu! Og þar er af nógu að taka!), geti Hjörvar ekki annað en náð langt. Hann er einfaldlega rosalega góður strákurinn og getur ekki annað en haldið áfram að fara fram.
Nú, mín beið glaðningur á herberginu. Í fyrsta lagi var búið að þrífa og síðan voru solid gardínur komnar upp, bæði á herbergið og hið stóra baðherbergi mitt. Ég er á fyrstu hæð og áður var hægt að sjá allt inn, þegar maður var með utanáliggjandi rimlagardínuhlera dreginn fyrir. Nú get ég semsagt haft opinn gluggann, án þess að sýna gestum og gangandi hvað maður er að gera hverju sinni.
Maður er einfaldlega mjög sáttur. Flott herbergi, fín aðstaða og allt til alls. Sjálfur hef ég engar sérstakar væntingar til þessa móts, en í morgun var maður á hálfgerðum bömmer eftir slæmar "fréttir" frá Íslandi. En maður verður að takast á við áföll, bæði fyrir mót og á meðan á því stendur.
Markmið mitt er að koma amk út í stigagróða og helst ná IM normi. En annars er það þannig, í mínum huga, að Hjörvar hefur forgang. Hann á framtíðina fyrir sér, en ég er bara "old news" sem er á leiðinni í helgan stein í skákinni. Hver veit nema þetta verði bara síðasta alþjóðamótið mitt?
En kveðjur héðan frá Lux. Áfram Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. júlí 2007
Mér finnst rigningin góð
Jæja, ég er búnað fatta hvernig á að stoppa rigninguna. Hér í Lúx rigndi eins og hellt væri út fötu, en merkilegt nokk, eftir að ég hafði spilað Raindrops keep fallin' on my head, Let it Rain, og fleiri erlend rigningarlög, og endaði síðan á Mér finnst rigningin góð, þá stytti upp samstundis.
Nú er komin sól og steikjandi hiti.
En maður situr bara inni með skákstuffið og reynir að gera eitthvað af viti. Sé eftir rigningunni.
Mér finnst rigningin góð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. júlí 2007
Stjörnusamböndin
Jæja, sumt fólk lærir aldrei.
Sambönd geta ekki gengið til lengdar ef það sem heldur þeim saman er grundvallað á frægð og frama, eða æsilegum rekkjuferðum.
Persónuleikar fólks þarf einnig að passa saman. Það virðist oft gleymast í Hollywood, eða er það ekki?
![]() |
Eru Aniston og Sculfor hætt saman? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. júlí 2007
Morgunn í Lúx
Jæja, fyrsti morguninn í Lúx. Þegar þetta er skrifað er klukkan 7:18 að staðartíma, 5:18 heima á Íslandi.
Jæja, nú vaknar maður vel úthvíldur. Loksins. En ekki skemmtilegur morgunn svosem. Gærkvöldið er frekar erfitt, þar eð leiðinlegasti maður landsins hóf að kíta í mann að nýju, sami maður og helgaði þessa færslu, sem var ein sú erfiðasta, sem ég hef nokkru sinni skrifað hér á bloggið. Hann ætlar greinilega ekki að sjá að sér, en heldur áfram að snapa leiðindi; búa þau til, þar sem engin eru. Þetta tók á mann að venju, enda tek ég svona lagað nærri mér og inn á mig. Það veit hann og fæ ég ekki betur séð, en að hann sé að reyna að trufla mann fyrir mótið. Sjálfur tefldi sá maður eins og bavíani á síðasta skákmóti og vill greinilega að öðrum gangi eins illa og honum sjálfum, því hann á að vita betur en þetta.
En sem betur fer fór hann ekki að kalla mig nýnasista og annað slíkt að þessu sinni. Að kenna mig við stefnu, sem ég gjörsamlega fyrirlít, hlýtur að vera gert í þeim tilgangi einum, að koma af stað leiðindum. Og það tókst. Og síðan kórónaði hann það með því, að túlka vinsamlegar afmæliskveðjur mínar til vinnustaðar hans sem fordóma í garð geðsjúkra. Og þetta var bara byrjunin hjá manni, sem nýlega gerðist svo djarfur, að móðga félaga sinn í ákveðinni skáksveit með dónaskap og fordómum í garð ætternis hans og það rétt fyrir skák. Ég skil ekki hvernig svona er hægt. Fordómar í garð Dana? Ég átta mig ekki á því, hvernig það er hægt. Jæja, ég ætla ekki að láta Grumpy Old Men eyðileggja fyrir mér mótið, eða reyna ekki.
Maður verður bara að sætta sig við, að til er maður, sem hefur með andstyggilegri framkomu sinni orsakað fyrirlitningu mjög margra í frekar "mellow, yellow" hópi fólks. Það er eitt að takast á, en að reyna að láta reka mann, sem á ungabörn, úr vinnu sinni fyrir það eitt, að svara fyrir sig þegar á er ráðist af skapvonsku (jújú, og svara harkalega fyrir sig), og gera það í vinnutímanum. Menn geta ráðist á mig, ég er ýmsu vanur. En ég líð ekki svona framkomu við vin minn og fjölskyldu hans.
Það er semsagt einn maður til í heiminum, sem ég fyrirlít, en þá aðeins þegar hann fer í Mr. Hyde haminn sinn.
En neikvæðar bylgjur gærkvöldsins eru að mestu liðnar. Ég sofnaði eitthvað eftir miðnætti og svaf næstum í einni loti til sjö. Áður hafði ég sofið smástund um kvöldið, og síðan smástund bæði í bílnum og í vélinni. Ferðaþreytan er því að mestu gengin yfir og hausverkurinn svo gott sem farinn.
Veðrið úti er vísast svipað og það, sem von er á heima. Það hefur greinilega rignt eitthvað í nótt og vindurinn hristir trén fyrir utan gluggann. Ég er annars feginn að hafa glugga út í ruslaportið, því Grétar og Hjörvar snúa heint út í aðalgötuna, þar sem umferð er nokkur. Þeir geta því varla sofið við opinn glugga og verða bara að treysta á viftuna. En sem betur fer er ekki eins heitt og maður ætlaði að gæti orðið. En kannski á eftir að hitna, hver veit.
En jæja, fyrsti morguninn er kominn. Þá er maður fyrst kominn á staðinn fyrir alvöru. Framundan er morgunmatur, stúderingar með Hjörvari og síðan eitthvað dútl fram að setningarathöfn. Vísast mun ég reyna að rifja upp eitthvað úr fræðunum.
Síðan kemur í ljós á morgun, hvort maður geti nokkuð lengur í skák, ef þá nokkurn tíma. A.m.k. er ekki mikið sjálfstraust þetta skiptið. Maður verður bara að reyna að byrja vel, spara orkuna og gera sitt besta. Já og forðast umræðuhorn skákmanna, þar sem Dýrið gengur laust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. júlí 2007
Litli Gore í dópinu
Ég er á móti því almennt, að börn "fræga fólksins" þurfi að líða fyrir foreldri sitt. Þá er sama hverjir eiga í hlut.
Það er nógu erfitt fyrir börn fræga fólksins að vera í þeirri stöðu, þótt fjölmiðlar geri ekki illt verra.
En það sem ég horfi á hér, er að strákurinn er að gefa út tímarit um mannúðarverkefni og lætur svo svona. Þá á hann vísast skilið að fá fjölmiðlaumfjöllun, en ég get ekki samþykkt að þetta komi gamla Gore það mikið við, að það eigi að blanda honum í fréttina.
![]() |
Sonur Al Gores handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Svona menn á að taka af lífi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Bjarni og markið
Ok, þetta var leiðinlegt, en ekki í fyrsta skipti að lið Guðjóns Þórðarsonar skorar með þessum eða svipuðum hætti. Man einhver eftir KR - FRAM?
En hitt er svo annað mál, að Keflvíkingar misstu sig illilega og fá enga samúð frá mér vegna þessa af þeim ástæðum. En þeir svarthvítu í Spurs búningnum hljóta að hafa gaman að þessu.
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)