Fimmtudagur, 3. maí 2007
Beggja blands í Stóra Jónínumálinu
Þetta er ágætis svar hjá Jónínu, en ég get samt ekki að því gert, að mér finnst einhver skítalykt af málinu. Ég hef ekkert á móti umræddri stúlku, sem vafalaust er ágæt, og óska ég henni velfarnaðar hér, en það er eitthvað spúkí við þetta mál.
Forðum skrifaði ég M.A. ritgerð, sem fjallaði um útlendinga á Íslandi. Þar fór maður m.a. yfir eftirlit með útlendingum, lög um landvistarleyfi og atvinnuréttindi, veitingu ríkisborgararéttar, osfrv.
Þar voru mörg svona mál, svipuð eða náskyld, þar sem ráðandi menn fengu sérmeðferð. Og þeir voru jafnan framsóknarmenn. Til að mynda fékk kunnur sjálfstæðismaður, læknir í Eyjum, ekki að hafa norska þjónustustúlku á heimili sínu (en hún ætlaði að læra íslensku), því hér væri nóg framboð af þjónustustúlkum. Virðuleg frú, af erlendum uppruna, í Reykjavík fékk sama svar: Hér er nægt framboð af innlendum þjónustustúlkum. En lögreglustjórinn í Reykjavík, og síðar dómari, Jónatan Hallvarðsson, fékk um svipað leyti leyfi til að halda hér sænska þjónustustúlku, Frk. Jytterström, ef ég man rétt, því það væri skortur á þjónustufólki í landinu. Ef ég man rétt, var hann framsóknarmaður. Og það skondnasta var, að hann var þá yfirmaður Útlendingaeftirlitsins!!
Varðandi ríkisborgararétt fengu sumir hann frekar ódýrt, t.d. Þjóðverjar og aðrir af arísku kyni, meðan t.d. fólk af gyðingaættum eða öðrum "framandi kynstofnum", fengu ekki, þótt öll skilyrði nema kynstofnavottorð væru uppfyllt. Þeir fengu þó slík réttindi ef þeir þekktu framsóknarmenn eða áhrifamikla krata, t.d. nokkrir færustu hljóðfæraleikarar landsins.
Og varðandi landvistarleyfi til útlendinga í kreppunni rak ASÍ harða stefnu gegn útlendingum, nema þeim sem voru t.d. þýskir sósíaldemókratar á flótta undan Hitler. Þeir fengu hér jafnan leyfi án vandkvæða. En t.d. flóttamenn af gyðingaættum, sem ekki þekktu áhrifamikla krata, eða þekktu menn sem þekktu krata eða framsóknarmenn, urðu að fara úr landi, jafnvel aftur til Þýskalands.
Og ríkisborgararétturinn! Ef menn taka saman útlendinga, sem hér fengu ríkisborgararétt frá fullveldinu 1918 og fram til lýðveldis 1944, voru það eingöngu "aríar", með held ég 1 undantekningu, eða tveimur í mesta lagi.
En nú hefur tíðarandinn breyst og kynstofnavottorðið dugar ekki lengur. En enn virðist gilda, að þekkja menn sem þekkja menn. Það dugði Fischer, Duranona o.fl. Og þá skemmdi ekki fyrir, að vera "sérstakur hæfileikamaður", eins og þeir ofangreindu, eða "Íslandsvinur",en það síðastnefnda dugði þó ekki áður þegar fólk af "óæðri" kynstofnum áttu í hlut.
En mín skoðun í þessu er þó í aðalatriðum óbreytt: ég hef ekki séð neinar ástæður fyrir því, að þessi stúlka, sem örugglega á eftir að reynast nýtur þjóðfélagsþegn hér, fái ríkisborgararétt á silfurfati, meðan fjöldi annarra þarf að bíða í mörg ár, jafnvel gift íslenskum borgara, en umrædd stúlka ku aðeins vera kærasta sonar Jónínu. Lagalega séð ætti hún þá að standa verr að vígi, en af "einhverjum ástæðum" fékk hún sérstaka fyrirgreiðslu.
Ég neita að trúa því að þetta hafi allt verið tilviljun, því fólk, með lengri búsetu, hjúskap og raunverulegar ástæður fyrir því að vilja ekki snúa aftur til heimalands síns, þ.e. þaðan sem það kom, þarf að bíða hér árum saman og dvelja hér jafnvel í ótta um, að verða vísað úr landi.
![]() |
Um ríkisborgararétt og Kastljósið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
66 milljarðar í hagnað!
6,6 milljarðar í ríkissjóð, ef hagnaðurinn skilar sér allur (annars fatta ég ekki skattareglurnar).
Já, rekum bara félög eins og Novator úr landi, eins og vinstri flokkarnir vilja, hækkum skatta og jöfnum kjörin NIÐUR á við.
![]() |
Innleysa 66 milljarða hagnað í búlgörsku símafyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Vinstri flokkarnir og páfagarður
Þetta er nokkuð merkilegt allt saman. Páfagarður segir, að ef menn gagnrýni gamla þýska manninn með höttinn, séu menn að fremja hryðjuverk.
Þótt íslenskir vinstri menn tali nú reyndar ekki um hryðjuverk í sama samhengi, líta margir þeirra svo á, að gagnrýni á foringja þeirra sé mjög alvarlegt mál og eigi ekki að koma fram. Þeir VG menn, sem ég hef heyrt í vegna reiðiskasts Steingríms við Svein Hjört Guðfinnsson, segja einfaldlega, að framsóknarnaggurinn verði að fullorðnast. Það þýði ekkert að láta valta yfir sig og væla síðan á blogginu eins og smákrakki. Þarna hafi Steingrímur sýnt honum, að til að fara í pólítík, þurfi menn að vera fullorðnir. Síðan, þegar maður bendir á, að framkoma hans hafi verið óviðeigandi (og sett í samhengi við svipaðar uppákomur á Alþingi nýlega) er ekki svarað efnislega, heldur talað um örvæntingu í ríkisstjórnarliðinu, hroka í Davíð Oddssyni (sem reyndar er hættur í stjórnmálum), osfrv.
Nú, þjóhnappakratarnir umhverfis Ingibjörgu Sólrúnu hafa kallað þá, sem voga sér að gagnrýna hana, karlpunga, karlrembusvín og svo framvegis. Það, að gagnrýna ISG, sé auðvitað karlremba og ekkert annað. Að vísu hefur Ingibjörg gefið fáar ástæður til að gagnrýna sig undanfarið en ég skal fúslega viðurkenna, að hún hefur skánað verulega undanfarið, hefur mildast og forðast að fella palladóma yfir mönnum eða málefnum. Með sama áframhaldi getur alveg verið, að hún verði ríkisstjórnarhæf í vor og myndi eflaust sóma sér ágætlega sem samgönguráðherra. En sem utanríkisráðherra? nei takk. Hvernig á að treysta utanríkisráðherra, sem leggur beinlínis að jöfnu hernað og hryðjuverk, eins og hún gerði um daginn?
En a.m.k.: foringjadýrkun kaþólskra og vinstri manna er að mörgu leyti svipuð, en þó er reginmunur. Kaþólikkar líta svo á, að embætti páfa sé heilagt, eða héldu það amk. En ég sé ekkert heilagt við embætti formanns í tveimur flokkum, sem hafa aldrei gert neitt að viti og hafa aldrei setið í ríkisstjórn, og jafnvel ekki þá. En þrátt fyrir það hefur nánast trúarleg dýrkun átt sér stað á þessum tveimur kryddsíldarsessunautum, Steingrími Joð og Ingbjörgu Sólrúnu.
![]() |
Gagnrýni á Páfagarð jafngildir hryðjuverkum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Æ, get ekki setið á mér lengur, verð að lauma þessu inn
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Man Utd afspyrnu lélegir
Ég held að þetta hljóti að vera einn lélegasti leikur Man Utd í mörg herrans ár. Þeir voru hreinlega afspyrnu lélegir, alveg sama hvar var litið.
van der Sar í markinu var einna skástur. Vörnin hriplek og vandræðaleg. Stjörnurnar, Ronaldo, Rooney, Giggs og Scholes sáust varla, og gerði lítið af viti.
Carrick átti spretti, en hvarf á milli.
Ömurlega lélegur leikur hjá Man Utd.
![]() |
AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Hvað ætli hún taki í bekk?
Þegar asnalega er spurt!
![]() |
Krónan ekki sterkari síðan í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Sparar pappírinn
![]() |
"Klæðskerasniðið fyrir gömlu flokkana" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Var ekki verið að auglýsa eftir Shevchenko í gær?
![]() |
Reina rændur á meðan Liverpool vann Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Klámfengni forseti Írans!
![]() |
Íransforseti sakaður um ósiðsemi á almannafæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Nafnið tryggir gæðin?
![]() |
Tap á rekstri Össurar á fyrsta ársfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |