Föstudagur, 4. maí 2007
Aldrey
Forðum hafði Morgunblaðið merkan fréttaritara í Skagafirði, Björn Jónsson í Bæ á Höfðaströnd. Hann var undir sterkum áhrifum frá náttúru landsins og skrifaði því jafnan "aldrey" í stað "aldrei", rétt eins og t.d. Drangey.
En þetta er annars merkileg sérviska nokkuð skondin. Hvað ef það væri einhvers staðar eyjan Aldrey, þar sem t.d. mætti geyma útbrunna þingmenn, sem ná ekki frama í prófkjörum eða kosningum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. maí 2007
Verkó og Héðinn Valdimarsson
Þá eru Verkamannabústaðir 75 ára.
Ég hef nú svosem ekkert sett mig inn í sögu þessarar starfsemi, en veit þó, að krafan um bættan húsakost hafði verið hávær innan ALþýðuflokksins allt frá stofnun hans. Það átti ekki síst við um og eftir fyrri heimsstyrjöld, þegar fjöldi sveitamanna fluttist í bæinn, en skorti húsnæði. Þá þurftu margir, sérstaklega nýkomnir, að búa í ömurlegum kjallaraholum, húsnæði sem var í raun óíbúðarhæft. En menn létu sig hafa það.
Bætt húsakynni voru kosningamál Alþýðuflokksins 1922 og síðan áfram. Verkamannabústaðirnir voru lausn á þessu, amk fyrir suma. Og, það sem meira var, íbúðirnar voru afar góðar og í raun með betri íbúðum þess tíma, þar eð ýmis þægindi voru þar, sem ekki voru alls staðar.
Spurning hvort Reykjavíkurborg geri ekki eitthvað til að minnast Héðins Valdimarssonar í þessu, en hann var helsti baráttumaðurinn að því, að Verkamannabústaðir komust á laggirnar.
![]() |
75 ár frá því flutt var í verkamannabústaðina í Vesturbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Óheppilega orðaðar auglýsingar!
Fékk þetta sent áðan frá "kokknum", þ.e.a.s. Sigga Sverris, briddsara, músíkfræðimanns, með meiru. Ég hef reyndar séð þetta áður, eða svipað, en aldrei er góð "vísa"of oft kveðin.
*Óheppilega orðaðar auglýsingar*
1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill
Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr.
550, börn kr. 300.
2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með þér heim.
4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með
óvönduðum vélum, við gerum það
varanlega í höndunum.
5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.
7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska, brennir brauðið sjálfvirkt.
8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar, kvenmann, til starfa.
9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju.
Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.
10. Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. Komdu til okkar!
11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur..
12. Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð.
1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill
Kjúklingur eða buff kr. 600, kalkúnn kr.
550, börn kr. 300.
2. Til sölu: Antikskrifborð, hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með þér heim.
4. Við eyðileggjum ekki fötin þín með
óvönduðum vélum, við gerum það
varanlega í höndunum.
5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.
7. Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska, brennir brauðið sjálfvirkt.
8. Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar, kvenmann, til starfa.
9. Vantar mann til að vinna í dínamítverksmiðju.
Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.
10. Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. Komdu til okkar!
11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur..
12. Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð.
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Blekaðir ferðamenn!
Ég vil í þessu samhengi minna á það, hvernig íslenskir ferðamenn hegða sér erlendis, amk oft á tíðum. Þegar maður heyrir ferðasögur við heimkomuna eru þetta oft fylleríssögur meira eða minna.
Og síðan hefði ég gaman af því að fá að koma í heimsókn í saumaklúbb Ellýjar þulu vikuna eftir heimkomu hópsins frá sumarfríi á Spáni. Það yrðu rosalegar sögur af suðrænum karlmönnum og ýmsum rómantískum ævintýrum.
Einn fullur japanskur ferðamaður er bara dropi í hafið.
![]() |
Ölvaður ferðamaður fannst í Tjörninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Reagan og Matthías
Jæja, þetta eru aldeilis þáttaskil í dagbókaútgáfu. Fyrst skellir Matthías ritstjóri sér fram á völlinn með dagbækur og fleira góðgæti. Þar er vísast margt skemmtilegt að finna.
Og í fótspor skáldsins kemur Ronald Reagan, eða öllu heldur erfingjar hans. Það verður nú gaman að lesa hvað forseti Bandaríkjanna hefur að segja um t.d. leiðtogafundinn í Höfða?
![]() |
Dagbækur Reagans gefnar út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Sullenberger lætur vaða á Kaupþing
"Viðskiptasiðferðið á Íslandi er orðið þannig að menn eru keyptir til að þagna. Dæmi um það er að í lok ágúst 2002 var hringt í mig frá forstjóra Kaupþings og mér boðnir 2 milljónir dollara ef ég drægi málið til baka,"
Úff, þetta lítur ekki vel út. En vísast verður þetta "ekki svaravert", en mér finnst forstjóri Kaupþings ætti að svara þessu.
En þetta minnir svolítið á ónefndan fund í London, þar sem 300 milljónir íslenskra voru hugsanlega nefndar.
![]() |
Jón Gerald: Mikill léttir" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Var Guðjón Ólafur sá "seki" í stóra Jónínumálinu
Þær fréttir berast nú um bæinn, að það hafi í raun verið Guðjón Ólafur nefndarmaður, sem hafi tekið mál þessarar stúlku,sem orðin er fréttamatur, og troðið því í gegn, eftir að því hafði verið hafnað í nefndinni. Hann hafi semsagt tekið það úr "nei" bunkanum, og sett það í "já" bunkann, og með einhverjum aðferðum fengið hina nefndarmennina til að gangast við þessu. Og ætli Jónína hafi ekkert vitað af því...eða þá að hann hafi virkilega ekkert vitað um tengsl stúlkunnar við Jónínu? Spyr sá sem ekki veit!
Sumir, sem hafa sagt mér þessa sögu segja, að þetta standi í DV, og DV ljúgi ekki.
Ef þetta reynist satt, (sem ég veit auðvitað ekkert um fyrir víst) er ljóst að Framsókn þarf að svara hressilega fyrir þetta mál og mun það vísast hafa neikvæði áhrif á fylgi flokksins 12. maí.
En hvað er þetta með Framsókn? Er búið að fela Guðna Ágústsson?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Baugsmenn dæmdir sekir
Jæja, þá er málinu lokið, amk í bili, uns annar eða báðir aðilar, saksóknarar og sakborningar, áfrýja.
Sullenberger sleppur.
Baugsmenn fá skilorðsbundna dóma, ef ég hef rétt haft eftir úr fréttum á Bylgjunni.
Er þetta fair? Er þetta málamiðlun?
En er þessu ekki að ljúka?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Orkuveitan í góðum bissness!

![]() |
Lifandi dósaopnari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Þreytt.is
Fer þessu máli ekki að ljúka? Orðið verulega þreytt.is
![]() |
Byrgisrannsókn lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)