Mánudagur, 28. maí 2007
Hættur að blogga?
"Jæja, þú ert bara hættur að blogga?", er einn algengasti frasi, sem ég heyrt undanfarið.
Þetta er eiginlega satt, en samt ekki. Ég hef ekki tekið meðvitaða afstöðu um, að hætta að blogga, en sökum anna hef ég ekki mátt vera að, og ekki nennt, og síðan hef ég ekki haft neitt sérstakt að segja um neitt sérstakt.
Ein helsta ástæðan fyrir því, að ég hef lítið sést á blogginu undanfarið, felst í, að ég hef verið að setja saman vefsíðu Taflfélags Reykjavíkur, sem hefur fært sig um sig frá www.skaknet.is yfir á www.taflfelag.is. Eða, til að hafa þetta nákvæmt, þá opnar nýja síðan á morgun eða hinn. Þetta hefur tekið frítíma minn síðustu vikuna eða svo.
En kannski ég fari að blogga aftur, þegar TR-síðan nýja verður orðin fullbúin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. maí 2007
Aha, uppreisnarleiðtogi "felldur"
Gaman að þessu, því ef Ísraelar hefðu átt í hlut, en ekki palestínska löggan, hefði maðurinn vísast verið "myrtur" eða "drepinn".
Síðan fatta ég ekki af hverju al-Aqsa samtökin eru nefnd "uppreisnarsamtök"? Þau tilheyra Fatah, sem eru í stjórn og hafa forsetann.
Þau eru "í uppreisn" af því að meðlimir hennar vilja ekki semja frið við Ísraela, heldur ráðast gegn þeim með vopnum, drepa óbreytta borgara með sprengjutilræðum á fjölförnum stöðum, osfrv.
Ergo: Hryðjuverkasamtök.
![]() |
Háttsettur uppreisnarleiðtogi felldur á Vesturbakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. maí 2007
Á tossabekknum?
![]() |
Barcelona lagði Getafe - Eiður kom ekkert við sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. maí 2007
Er verið að gefa skít í Bush?
![]() |
Bush fékk óvænta flugsendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Vitleysingar á Vísi.is
http://www.visir.is/article/20070525/FRETTIR01/70525110
Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega? Ekki nóg með, að menn séu að skrifa um eitthvað sem þeir hafa ekkert vit á, heldur kunna þeir ekki að lesa þá umræðu, sem á sér stað um málið.
Málavextir eru þeir, að Héðinn Steingrímsson, alþjóðlegur meistari úr Taflfélagi Reykjavíkur, mun fá sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli á morgun, þegar hann mætir skoska stórmeistaranum J. ROwson. Héðinn má tapa, því hann hefur þegar náð tilskyldum vinningafjölda.
En þótt hann nái einum áfanga af þremur...ÉG ENDURTEK: EINUM ÁFANGA AF ÞREMUR, er hann ekki orðinn stórmeistari. Eins og að krýna HK Íslandsmeistara í fótbolta, bara af því að liðið vann einn leik í efstu deild.
Ótrúlegir fúskarar þarna á Vísi.is
Jafnvel Mogginn er skárri, þrátt fyrir allar málfræðivillurnar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Vill einhver lána mér nokkra milljarða?
Ég hef mikinn áhuga á að kaupa Atlanta /Avion, en á auðvitað ekki nægan pening. Er einhver hér á blogginu sem gæti lánað mér nokkra milljarða?
![]() |
Eimskipafélagið vill selja flugreksturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25. maí 2007
Of lítið, of seint
![]() |
Abbas reynir að stöðva eldflaugaárásir á Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Snakes on the Plane
![]() |
Ætlaði með 700 snáka um borð í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Með kveðju frá Ólínu til Össurar
Ja, nú er hart sótt að Össuri. Æ, hvernig geta menn verið vondir við Össur núna, þegar hann hefur með dyggri aðstoð Steingríms Joð, komið í veg fyrir vinstri stjórn og meðfylgjandi hörmungar? Jú, nú geta menn verið vondir við Össur ef þeir eru vinstri menn og áttu engan þátt í myndun Þingvallastjórnarinnar. Á heimasíðu Ögmundar er að finna lesendabréf frá "Ólínu". Menn hafa e.t.v. lesið þetta áður, en ég vildi samt benda á þetta (með kveðju frá séra Torfa, sem benti á þetta á Skákhorninu). En þar segir m.a.:
Högninn, iðnaðarráðherrann, er meistari fléttunnar, en um hann er hægt að segja það sagt var um annan mann: Hann er mikill plottari. Vandinn er bara sá að plottin ganga aldrei upp. Þótt iðnaðarráðherra hafi fléttað saman ráðherralista þar sem eru tveir klassískir kratar, tveir gamlir alþýðubandlagsmenn og tvær kvennalistakonur, ef notuð er ágæt skilgreining Morgunblaðsins á Samfylkingunni í Reykjavíkurbréfi, þá er líka hægt að skipta ráðherrahópnum í fylgismenn iðnaðarráðherra og fylgismenn formannsins. Þrír fylgja ráðherranum að málum, einn formanninum. Og víst var það ráðherrann sem hafði undirtökin í hryggspennunni um ráðherraefnin. Eftir situr svo flokksformaðurinn með logandi það kjördæmi þar sem Alþýðuflokkurinn gamli var sterkastur og þótt slökkvibílar Samfylkingarinnar dæli nú á bálið í gríð og erg þá er formaðurinn þegar byrjuð að safna glóðum elds að höfði sér. Þetta vissi ráðherrann, þetta er hluti af fléttunni, þetta er hluti af hefndinni sem formaðurinn fyrrverandi þykist nú ná fram. Auðvitað átti hann sér draum um að leiða Samfylkingu í ríkisstjórn sem svilkonan gerði að engu. Örótti högninn gleymir engu. Hann þekkir samferðamenn sína og nýtir sér veikleika þeirra út í hörgul. Var það ekki hann sem gerði brotthvarf flokksformannsins úr embætti borgarstjórans í Reykjavík á sínum tíma að pólitískum farsa vegna ótímabærra yfirlýsinga? Farsa sem að lokum gerði R-lista flokkunum ómögulegt að vinna saman. Þegar grannt er skoðað má færa sterk rök fyrir þeirri skoðun. Það plott gekk ekki upp. Nú er að sjá hvort ráðherrakapallinn, sem iðnaðarráðherra lagði fyrir formann sinn gengur upp. Hvort hann veldur henni ekki örugglega vandræðum og verulegu fylgistapi að fjórum árum liðnum.
Ég hef gaman að stríða Össuri, amk stöku sinnum, en mér er samt vel við kallinn. En það bréfritara greinilega ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Ný stjórn tekur við völdum í dag
Jæja, stjórnin að taka sæti. Og Sturla er farinn úr ráðherrastóli.
Sturla kallinn er gott dæmi um þá, sem meina vel og vilja standa sig, en eru ekki hæfir til að gegna því embætti eða starfi, sem þeir hafa komist yfir.
Geir hefur staðið sig afburða vel sem formaður Sjálfstæðisflokksins og gert vel í eftirmálum kosninganna. Hið sama verður ekki sagt um formenn sumra flokka. Ingibjörg hefur komið mér á óvart. Ég hef bloggað um það stöku sinnum síðustu c.a. 2 vikurnar fyrir kosningar. Það merkilega var, að fylgi Samfó rauk upp þegar Ingibjörg tók sig saman í andlitu, hætti að gagnrýna aðra af hörku, heldur hóf að einbeita sér að jákvæðri kosningabaráttu. Hún hefur semsagt komið mér nokkuð á óvart og er maður kominn langt með að taka hana í sátt. En maður bíður aðeins lengur samt! :)
Þorgerður Katrín ku vera ljósmóðir ríkisstjórnarinnar, hugsanlega ásamt ljósföðurnum Steingrími Jóhanni, sem nánast upp á sitt einsdæmi forðaði þjóðinni frá vinstri stjórn. Hún kemur sterk inn í þessa stjórn og ber höfuðið hátt, þó ekki sé nema ein sjálfstæðiskona í stjórninni.
Björn Bjarnason átti stólinn nánast vísann, þökk sé Jóhannesi í Bónus. Eftir það, sem á undan var gengið, gat Geir ekki annað en látið hann starfa áfram í dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna því. Ég hef mikið álit á Birni, bæði sem ráðherra og þingmanni.
Guðlaugur Þór kemur inn. Annað var nú varla hægt svosem. Vísast hefur valið staðið á milli hans og Bjarna Ben, en leiddi lista í Rvk og því í raun nær öruggur inn. Hef ég ekki trú á öðru en að hann muni standa sig vel.
Árni Matt situr áfram. Ég hef svosem ekkert út á störf hans að setja, en ekki er hann skemmtilegasti maðurinn á þingi. Hann kemur oft illa fyrir í sjónvarpi, en það er ekki öllum gefið að hafa sjónvarpsvæna framkomu.
Einar K. Guðf. er tekinn framyfir Sturlu. Það er í sjálfu sér eðlilegt. Vestfirðingar þurfa að hafa einhvern í stjórninni, ekki síst þar sem þar er allt í kaldakoli. Einhver þarf að útskýra fyrir Vestfirðingum að þetta standi allt til bóta.
Um ráðherra Samfó hef ég lítið að segja. Þetta var nokkuð eðlilegt val, nema hvað ég skil ekki af hverju ÞSv var valin, nema út af þessu kynjadæmi. Í mínum huga skal velja hæfustu einstaklingana, burtséð frá kyni. Ég er ekki viss um að það hafi verið gert hér, en svona er pólítíkin.
![]() |
Sturla verður þingforseti í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)