Hvala-skoðun?

Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að nafn þessa bloggs hefur ekkert með að gera, að "sme" kallar sig "hvalur" hér á blogginu. Ég vissi reyndar ekki af því nafni hans fyrr en í gær eða fyrradag.

Málavextir eru þeir, að ég að koma fá Serbíu um daginn og þar lærði ég þetta merka orð, reyndar framborið "vala", ef ég hef skilið þetta rétt. Og "hvala" merkir "takk."

En úr því hvalir og hvalaskoðun koma til umræðunnar langar mig til að setja hér inn að neðan mynd, sem ég fékk senda, þegar ég var gestafræðimaður við United States Holocaust Memorial Museum í Washington DC, 1998. Ég gerði þau mistök að prenta þessa mynd út og hafa hjá mér á skrifborðinu. Einhver sá þetta þar og ég var umsvifalaust kallaður á teppið fyrir "anti-PC" hegðun...og það í annað skiptið. Hitt skiptið var þegar ég missti út mér "vindlabrandara" um Clinton og ónefnt minnismerki beint fyrir utan gluggann hjá mér. En hér kemur myndin... ok, aðeins dónó kannski....en læt hana vaða samt.

GREENPEA.jpeg (1)

 


Málið rannsakað eftir að dauðadómnum hefur verið fullnægt?

Til hvers þarf að endurskoða starfsemi, sem fjölmiðill í eigu einstaklinga, sprengdi í loft upp í gær? Nær væri að reyna að komast að niðurstöðu, hvað gera skuli við Byrgið, nú þegar það er ekki lengur fokhelt.

Margar athygliverðar greinar hafa verið skrifaðar hér á blogginu um Byrgið og Kompássþáttinn í gær. Nefna má StefánSalvör, Ómar,  Tómas Hafliða, og eflaust fleiri. Sjálfur skrifaði ég grein í morgun. Þetta málefni var síðan til umræðu í Íslandi í bítið í morgun og verður vafalaust í fréttum fjölmiðla í dag.

Ég hnaut m.a. sérstaklega um eitt atriði í grein Ómars, þar sem hann minnir á, að þátturinn byggi "dauðadóminn" á framburði vitna, sem koma ekki fram undir nafni. Slíkur framburður er alltaf hæpinn og ekki síst þar sem ENGINN kom fram undir nafni. Við hvað er þetta fólk hrætt (og þá á ég við þá, sem ekki segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega)? Ef Guðmundur er svona stórhættulegur, ætti að lokann inni. En ef ekki, hvers vegna dirfast menn að bera fram ásakanir, eins og t.d. þessi LOT, sem hratt málinu af stað (vísan til Lots, sem eignaðist börn með dætrum sínum, að vísu að sér Óspurðum!). Hvað yrði gert, ef ég myndi t.d. senda bréf undir nafninu STALÍN og fara að bera t.d. Steingrím Joð eða Ingibjörgu Sólrúnu þungum sökum. Bréfinu yrði hent í ruslið...Einnig ef nafnlaust bréf myndi berast um þetta hlægilega mál um fíkniefnaeign Jóhannesar Kompáss.

Spurning hvort þessi LOT vilji ekki bara taka við Byrginu og milljónunum af Guðmundi, því ef hann væri svona viss um, að Guðmundur hafi framið lögbrot, ætti hann að kæra málið til lögreglu. En þá kæmist nafnleyndin upp.

Ég ítreka þó, að ég efa ekki að eitthvað sé í ólagi í Byrginu og hjá Guðmundi; en ég vil ekki taka afstöðu til hvort það séu peningamál (skv. opinberri skýrslu) eða annað (skv. Kompáss). Ég er hvorki saksóknari né dómari í málinu...og Kompáss ekki heldur.


mbl.is Endurskoðun á rekstri Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrgið og Kompás

Jæja, nú á ég von á, að umræðan haldi áfram um Byrgið, eftir Kompás-þáttinn í gær.

Mín skoðun er, að burtséð frá því, hvort Guðmundur Jónsson í Byrginu sé sekur eða saklaus, þá varð mér óglatt þarna í gær; ekki síst yfir þeim fréttaflutningi, sem þarna átti sér stað. Þetta er farið að minna á slúður- og sorpritið DV, meðan Mikael og Jónas stjórnuðu þar á bæ. Menn eru saklausir uns sektin er sönnuð fyrir dómi, en DV, og núna Kompás, skjóta fyrst og spyrja síðan.

Ég efa reyndar ekki, að maðkur sé í mysunni hjá Guðmundi, því miður, en ég veit ekki hvort allt það, sem sagt var þarna í gær, eigi við rök að styðjast. Engu að síður finnst mér spurning, hvort það sé hlutverk Kompáss að dæma menn til dauða með þessum hætti. Í fyrsta lagi er starf Byrgisins ónýtt. Það liggur ljóst fyrir, nema ríkisvaldið taki yfir og setji einhverja, t.d. Samhjálp, til að halda þessu starfi áfram. Hvað verður þá um alla fíklana, sem ekki eiga í önnur hús að venda? Í öðru lagi, þá er í kompasraun lífi Guðmundar lokið. Hann mun ekki eiga sér viðreisnar von hér eftir og verður sennilega að flýja land, nái þessar öldur ekki að lægjast. Burtséð frá sekt eða sakleysi, er það óviðundandi að sjónvarpsstöð hrekji menn úr landi fyrir sakir, sem ekki hafa verið sannaðar fyrir dómi. Hver verður næstur? Flestir hafa einhverjar beinagrindur í skápnum; atburði í fortíðinni, sem þeir vilja helst gleyma. Aðrir hafa þær í stofunni.

Ef Guðmundur er sekur um lögbrot, á að dæma hann. Svo einfalt er það. Ef hann er sekur um siðleysi, hlýtur starf Byrgisins að hrynja, nema nýr aðili taki við.

En hvers vegna tekur Kompás sér það vald, að fella "dóm götunnar" yfir mönnum útí bæ, bara af því Stöð 2 vill innleiða hér bandaríska sjónvarpsmenningu? Miklu nær hefði verið, að Stöð 2 hefði látið lögregluna hafa þetta efni sitt, eða félagsmálaráðherra. Hvað kemur næst? Kókaínneytandi á Alþingi? Klámhundur í löggunni? Sjálfstæðismaður á fréttastofu útvarps?


Enn eitt álverið??

Æ, er ekki hægt að finna eitthvað annað fyrir Húsvíkinga að gera? Hvað með hundasúruverksmiðju eða stóra reykverksmiðju fyrir þingeyska hangikjötið?


mbl.is Meirihluti íbúa á Norðurlandi hlynntur álveri á Bakka við Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

M*A*S*H*

MASH 10Eins og sumir hafa tekið eftir; hef ég haft nokkurn tíma aflögu upp á síðkastið til að blogga. Frítími minn er yfirleitt í desember, þegar "vertíðinni" er lokið. Ég er ekki mikið fyrir frí, en núna ákvað ég að slaka á og taka því rólega. Meðal þess, sem ég hef verið að dúlla mér við, var að horfa á nokkrar seríur af Spítalalífi (M*A*S*H), þó ég horfi annars mjög lítið á sjónvarp. Þetta er uppáhalds sjónvarpsserían mín síðan í "den", ásamt Allo, Allo og Yes Minister/Yes Prime Minister. Þegar ég átti leið um London nýlega bætti ég við Keeping up Appearances; keypti seríuna alla og það sem á vantaði með Allo Allo. Hyacinth Bucket er auðvitað ein magnaðasta sögupersóna sjónvarpssögunnar, en þó ekkert á við snillinginn Hawkye (Alan Alda) og aðrar aðalpersónur Spítalalífs. Akkúrat núna var að renna í gegn 14 þáttur 10 seríu M*A*S*H, og þar kemur fram gamall kunningi frá yngri árum, gaurinn sem lék Tackleberry í Police Academy. Eitt af því, sem er gaman við Spítalalíf er, að sjá þar marga fræga leikara frá því í dag, koma fram í litlum hlutverkum, t.d. Patrik Svæse og margir aðrir. Upplýsingar um þessa þáttaröð má finna á www.imdb.com og á heimasíðu MASH 4077, þaðan sem vísað er á aðrar slóðir á netinu. Jafnframt er rætt um ýmsa þá, sem léku gestahlutverk í þáttunum. Þar má nefna eftirfarandi:

buzzclayhermanswayzewendtdannerfishlongr_aldacowboy

og margir fleiri. Leslie Nielsen, Andy Dice Clay, Hermann, Patti, "Norm" úr Staupasteini, Danner, Laurence Fishburn. Shell Long, Robert Alda (pabbi Alans) og hvað hann heitir nú aftur kúrekinn. Ef einhver hefur nennt að lesa svona langt, langar mig til að spyrja; hvað heitir dóttir Frk. Danner?


Ofbeldið heldur áfram

Ég man ekki hvor byrjaði þessa hrinu átaka, Hamas eða Fatah. Helst er ég þó á því, að barnamorð Hamas eða skyldra aðila hafi verið upphafið að þessari bylgju, þó þau hafi vitaskuld átt aðdraganda.

Næsta skref verður vafalaust, eins og segir í frétt Reuters, að Abbas rekur ríkisstjórn Hamas, leysir upp þingið og boðar til kosninga, líkast til í lok janúar. En þangað til verður vísast barist af og til á götum Gasa og annarra borga þarna suðurfrá...og kannski skellur á alvöru borgarastríð?

arlazor1

Ég var gæla við það í síðustu viku, að skreppa þarna suðureftir og dvelja yfir jólin í Jerúsalem, eins og ég hef reyndar gert áður, heimsækja gamla skólann minn, Hebrew University á Mount Scopus, rölta um Ha-ir ha-attica (gömlu borgina), prútta við sölumenn þar og fá mér besta mat í heimi, skyndibitann schawarma, á uppáhaldsstaðnum mínum á Ben Yehuda (kaffihúsið við hliðina var reyndar sprengt upp fyrir nokkrum misserum og staðurinn skemmdist aðeins, en hefur verið lagfærður), skreppa niður til Betlehem og heimsækja gamla vini og kunningja.  (Myndin að ofan er frá Rechov Arlazorov, Arlazorov-stræti, þar sem ég bjó í húsi nr. 21, í íbúð, sem Golda Meir hafði áður búið í).

Vill einhver koma með?


mbl.is Skotið á bústað Abbas Palestínuforseta á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milton Berle 2 -- Líkamsrækt , heilsa og hreyfing

berle1

 Jæja, aðeins meira úr smiðju Miltons Berle. Að þessu sinni tel ég fram nokkra af bröndurum hans um líkams- eða heilsurækt, heilsu og hreyfingu.

 1. Ef hreyfing lætur mann léttast, hvers vegna hefur þá konan mín tvær undirhökur, undir munninum?

2. Hvers vegna verður sá, sem skokkar 10 km. á dag, brjálaður þegar hann finnur ekki sjónvarpsfjarstýringuna?

3. Eina hreyfingin, sem ég fæ, er þegar ég beygi mig fyrir vilja konunnar minnar.

4. Læknirinn segir mér, að sund sé góð heilsurækt og hjálpi mér að léttast. Hann hefur greinilega aldrei farið í hvalaskoðun?

5. Konan mín hefur byrjað á nýrri heilsurækt. Hún er farin að versla hraðar en áður.

6. Síðan "skokk" varð vinsælt, hefur sífellt fleira fólk hrunið til jarðar í fullkomnu ástandi.

7. Jón Jónsson skokkar tíu km. á dag, en hann tekur lyftuna upp á aðra hæð.

8. "Skokk er yndislegt", sagði Jón forstjóri við bróður sinn. "Í gær náði ég einkaritaranum mínum."

 


Stefnir allt í að West Ham...

...muni á næstunni verða sér úti um vænlegar birgðir af Prósak.
mbl.is Curbishley: Þarf að róa Eggert aðeins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mig að misminna, eða...?

Ég man ekki betur en, að fyrir nokkrum dögum hefði birst frétt í Mogganum þess efnis, að veturinn hefði verið óvenjulega snjóléttur í Ölpunum og meðfylgjandi voru myndir af grænum brekkum undir skíðalyftunum. En skyndilega kemur frétt um að menn hafi slast í snjóflóði??!!

Það vill svo til, að ég var einmitt í Týról, í austurrísku Ölpunum, fyrir nokkrum vikum síðan. Þá þurfti maður frekar að kvarta yfir hita en kulda; stundum var maður hreinlega að kafna út hita, þrátt fyrir að vera staddur í mörg hundruð metra hæð. Heimamenn kvörtuðu yfir hita, einkum sökum ferðamannaiðnaðarins. En Alparnir eru eins og íslenska hálendið, það skiptast á skin og "snjóskúrir".

Læt hér fylgja með að gamni mínu nokkrar myndir, sem ég tók í Zillertal dalnum fyrir nokkrum vikum. Rétt til að skreyta aðeins fyrir jólin.

Picture 203
Picture 233

mbl.is Þrír ferðamenn slösuðust í snjóflóði í Týrol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla hvað?

Við önsumumessuekki!

fake
rabbit
snowy

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband