Föstudagur, 22. desember 2006
Kadima-klúðrið
Fyrir nokkrum misserum fagnaði ég stofnun Kadima-flokks Ariels Sharons. Vonaðist ég þannig til, að blóðsúthellingum og ofbeldi myndi linna í Landinu helga, eða a.m.k. minnka verulega frá því sem var. Vonaðist ég til, að nú myndu Ísraelar og Palestínumenn setjast að samningaborði og komast að samkomulagi, t.d. með því að byggja friðarhugmyndir á Wye-systeminu, því sem Arafat hafnaði, flestum til furðu. "Palestínumenn hafa aldrei misst af tækifæri til að missa af tækifæri", sagði Abba Eban forðum. Það reyndist þá rétt.
Kadima-stjórnin, fyrst undir forystu Sharons, síðar Olmerts, hóf að senda friðardúfur á loft. Umstand hersins á Vesturbakkanum minnkaði, herinn var síðan dreginn frá Gasa og landsetarnir með. En þetta varð bara til að auka ofbeldið og hef ég það úr nokkrum nýlegum, og aðeins eldri skýrslum, að hefði Múrinn frægi ekki komið til, hefði allt verið farið í bál og brand fyrir löngu. Mun jafnvel einn foringi hernaðararms Islamic Jihad hafa sagt, að ísraelski múrinn hefði gert sínum mönnum erfitt fyrir með að senda sjálfsmorðsliða til Ísraels, enda hefur slíkum árásum fækkað verulega, eftir að múrinn komst í gagnið. Og vegna hans hefur ísraelsku leyniþjónustunni gengið betur en áður að hafa hendur í hári þeirra, sem reynt hafa að laumast yfir landamærin með sprengjubelti. Áður en múrinn var reistur létust að meðaltali Ísraelar og 688 særðust í sprengjuárásum Palestínumanna í Ísrael. En þegar fyrsti hluti múrsins hafði verið reistur, létust að meðaltali 28 á ári og 83 særðust. 97% samdráttur. Tvær síðustu "árangursríku" sjálfsmorðsárásir Palestínumanna í Jerúsalem hafa fellt 18 manns, en sprengjumennirnir náðu þá að laumast inn í borgina frá Betlehem-svæðinu, þar sem múrinn var ekki kominn í gagnið.
Ég var nú aldrei sérstaklega hrifinn af þessum múr, en viðurkenndi, að hans væri þörf. Hér á landi og víðar hafa margir gagnrýnt múrinn, sumir harkalega, sér í lagi vinstrisinnaðir þingmenn og taglhnýtingar þeirra. Enginn þeirra hefur, mér vitandi, fagnað því, að sjálfsmorðsárásum hefur fækkað af þessum völdum. Enginn þeirra hefur, mér vitandi, viðurkennt, að Ísraelsríki hafi rétt til að verja sig árásum utankomandi óvina með því að verja de facto mæri sín.
En þrátt fyrir allt þetta hefur Kadima-flokkur Olmerts hríðfallið í skoðanakönnunum, og með þeim stærsti samstarfsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn sem reyndar er undir forystu manns, sem er bæði óvinsæll og ómögulegur; og forystusveitin slök (að Shimoni Peres undanskildum). Þarf vísast að fara alla leið til Frjálslynda flokksins á Íslandi til að finna þingflokk, sem er jafn ómögulegur og þingflokkur Verkamannaflokksins um þessar mundir. En Kadima var og er, ólíkt Verkamannaflokknum og Likud, eins manns flokkur með eitt meginatriði á stefnuskránni. Slíkt er ekki vænlegt að skila árangri, hvorki í Ísrael né annars staðar, og fylgir Kadima-flokkurinn þar ýmsum "þriðju leiðar" flokkum eins og Dash, Miðflokknum, Yisrael Acheret, Shinui, og Ha'olam Hazeh flokkum sem spruttu upp með dögginni, en hurfu sporlaust þegar sólin reis.
Málið er, að Kadima hefur ekki ljósa framtíðarsýn, svona eins og Samfylkingin. En í stað þess að móta skammtímastefnu með hjálp skoðanakanna, hefur Kadima-stjórnin að miklu leyti heimilað einstaka ráðherrum, sem oft koma úr sitt hverri áttinni, að reka eigið ráðuneytið og móta stefnu þess eftir eigin höfði. Því fá t.d. hófsamir ráðherrar að hrinda stefnu sinni í framkvæmd, og að sama skapi þeir róttæku. Olmert hefur nær eingöngu skipt sér af utanríkis- og varnarmálum, en hvað það síðara snertir hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Peretz, haft hönd á bagga.
Það er ekki að furða þó Kadima sé að hrynja; flokkurinn hefur enga heildarstefnu, enga framtíðarsýn hvað snertir efnahagsmál, velferðarmál, menntamál og þess háttar. Lífið snýst ekki bara um baráttuna við hryðjuverk og hryðjuverkamenn. Atvinnuleysi er nú gríðarlegt í landinu og víða pottur brotinn í velferðarmálum. Það verða vísast slík atriði, en ekki staða mála í friðarferlinu, er munu ráða því, hvaða flokk ísraelskir kjósendur munu kjósa í næstu kosningum, sem vísast verða haldnar fyrr en síðar.
![]() |
Hægri öfl í Ísrael njóta aukins fylgis skv. nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. desember 2006
Gleði- og friðarjól í Betlehem?
All is quiet in Bethlehem. On Manger Square, the Church of the Nativity stands in the pale gloom of dusk, its doors open to passing pilgrims. But inside, the nave is empty of visitors and the collection boxes depleted of coins... The town's Christian population has dwindled from more than 85 per cent in 1948 to 12 percent of its 60,000 inhabitants in 2006. There are reports of religious persecution, in the form of murders, beatings and land grabs. The sense of a creeping Islamic fundamentalism is all around in Bethlehem
segir Elizabeth Day í Daily Mail. Hún heldur áfram:
George Rabie, a 22-year-old taxi driver from the Bethlehem suburb of Beit Jala, is proud of his Christianity, even though it puts him in daily danger. Two months ago, he was beaten up by a gang of Muslims who were visiting Bethlehem from nearby Hebron and who had spotted the crucifix hanging on his windscreen. "Every day, I experience discrimination," he says." "It is a type of racism. We are a minority so we are an easier target. Many extremists from the villages are coming into Bethlehem." Jeriez Moussa Amaro, a 27-year-old aluminium craftsman from Beit Jala is another with first-hand experience of the appalling violence that Christians face. Five years ago, his two sisters, Rada, 24, and Dunya, 18, were shot dead by Muslim gunmen in their own home. Their crime was to be young, attractive Christian women who wore Western clothes and no veil.
Þetta er ástandið í Betlehem, og reyndar víðar á yfirráðasvæði Palestínumanna. Merkileg er þessi grein á Jerusalem Center for Public Affairs og sýnir hún vandamálið í hnotskurn. Þar segir m.a.:
The Christian population of the areas under the control of the Palestinian Authority (PA) has sharply declined in recent decades, as tens of thousands have abandoned their holy sites and ancestral properties to live abroad. Those who remain comprise a beleaguered and dwindling minority. In sharp contrast, Israel's Christian community has prospered and grown by at least 270 percent since the founding of the state.
Einnig má nefna í þessu samhengi t.d. greinar eftir Brian Murphy, Tim Butcher, frétt frá Associated Press í Jerusalem Post, David Raab, Julie Stahl og fleiri. Palestínska heimastjórnin hefur á undanförnum árum mismunað kristnum mönnum gríðarlega; nánast reynt að hrekja þá burtu fyrir opnum tjöldum. Þetta hef ég "first hand" frá kristnum mönnum, sem ég ræddi við í Betlehem og nærliggjandi þorpum þegar ég var þarna staddur um jólaleytið fyrir nokkrum árum, já og elskulegum kristnum manni frá Nasaret. Hann hafði svipaða sögu að segja.
En Betlehem virðist vera að lifna við að nýju, nú þegar Ferðamálaráðuneyti Ísraels, í samvinnu við einkaaðila, hefur skipulagt pílagrímaferðir til borgarinnar. En kannski kemur þetta of seint, því kristnir menn í borginni hafa smám saman horfið á braut hin síðustu ár, ekki síst vegna tilrauna bæði PLO og Hamas við að hrekja kristna menn frá borginni. Það fékk ég staðfest frá kristnum mönnum, sem þar búa enn og neita að fara. Þrýstingurinn er óbærilegur, sagði einn viðmælandi minn, en hann neitaði að fara, enda hefðu forfeður hans búið þarna frá árdögum kristninnar, eða lengur. Þessi maður, og a.m.k. flestir aðrir kristnir menn í Betlehem og nágrenni segja, að þeir óski þess frekar, að borgin helga sé undir stjórn Ísraela en þeirra eigin þjóðbræðra. Gyðingarnir reyni þó amk ekki að hrekja þá í burtu, og kaupa upp eignir þeirra ódýrt, í skjóli ógnana.
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Jólafriður í Landinu helga?
1. Frá því á miðvikudagsmorgni hefur a.m.k. átta Kassam eldflaugum verið skotið frá Gasa yfir til Ísraels, þrátt fyrir að enn standi formlega séð "vopnahlé" milli Ísraela og Palestínumanna. Samtals hefur 40 Kassam flaugum verið skotið á Ísrael frá því "vopnahléð" tók gildi. Sökum þessa hefur Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, gefið til kynna, að fljótlega muni Ísraelsher taka til við að svara þessum árásum, ef ekki verði breyting á: "Ísrael mun ekki taka neina áhættu með öryggi þegna sinna; þolinmæði okkar eru takmörk sett." Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, tók síðan undir þessar hálfkveðnu yfirlýsingar ráðherrans meðan á fundi hans og Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, stóð í Jerúsalem í gær. Aðstoðarmaður Olmerts varaði síðan Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, við, að þessar árásir verði að stöðva, eigi einhver friður að haldast á svæðinu, eftir að Kassam flaug lenti nærri skóla í bænum Sderot.
Það sem helst mælir á móti því, að Ísraelar svari fyrir sig, er, að ríkisstjórnin skilur mætavel, að með þessum árásum eru palestínsk hernaðarsamtök að egna Ísrael til árása, sem síðan yrði notaðar sem tilefni til enn frekari árása á Ísrael. Þá myndi hringrás ofbeldis og hefndarárása halda áfram, eins og Palestínumenn eru greinilega fúsir til að taka á sig, fyrir sitt leyti a.m.k. Í sömu mund berast þær fregnir, að Hamas ætli að fjölga verulega í vopnuðum hersveitum sínum.
2. Hizb'Allah hreyfingin í Líbanon heldur nú áfram að endurvopnvæðast, þrátt fyrir skilmála vopnahléssamnings Sameinuðu þjóðanna frá því í sumar m.a. þess efnis, að slíkt væri óheimilt. Í Jerúsalem Post á miðvikudag var m.a. rætt um, að samtökin væru nú að nálgast ófluga sinn fyrri styrk, frá því fyrir átökin í sumar. Þar hafa Sýrlendingar og Íranir lagt fram gríðarlegt magn vopna, m.a. mjög þróaðar eldflaugar og hefðbundin vopn. Fyrstu misserin eftir vopnahléð voru þessar vopnasendingar í orði kveðnu framdar í leyni, en það varð m.a. til þess, að ísraelskar eftirlitsflugvélar voru sendar til að fylgjast með -- og hlutu Ísraelar af þeim sökum skammir og hótanir eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna, sem jafnvel hótuðu að skjóta á vélarnar. Þeir hafa hins vegar þagað þunnu hljóði og látið vera að ibba gogg, þegar kom að vopnaflutningum Hizb'Allah, en þeir fara nú fram fyrir opnum tjöldum, enda á líbanska ríkisstjórnin nóg með að verjast stuðningsmönnum Sýrlendinga og Írana á eigin heimavelli og því óhægt um vik, þó einlægur vilji væri fyrir hendi, að stöðva enduruppbyggingu hernaðarveldis Hizb´Allah í S-Líbanon.
Líklegt er, að ef svo fer fram sem horfir, muni Ísraelar og Hizb´Allah-liðar fyrr en varir að undirbúa sig fyrir síðari hálfleik sumarátakanna, og jafnvel æfa "vítaspyrnur", fáist ekki úrslit þá eða í framlengingu. Bæði Hizb´Allah og Hamas liðar stunda nú heræfingar í Sýrlandi og/eða Íran, og jafnvel víðar. Jafnframt hafa Íranir og Sýrlendingar sent sérfræðinga til S-Líbanon, til að hafa umsjón með enduruppbyggingu vopnabúrs Hizb´Allah, að því að frést hefur, ásamt því að reyna stöðuglega að koma lýðræðislegri stjórn landsins frá völdum.
Meðan Íranir og Sýrlendingar leika sakleysingja á alþjóðavettvangi, en reyna á bakvið tjöldin að hleypa öllu í bál og brand í Miðausturlöndum, aftur og enn á ný, er engin von um, að friður haldist og enn síður að málefni Ísraela og Palestínumanna verði rædd í friðsamlegu andrúmslofti milli þeirra sjálfra.
Miðausturlönd | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Stóra hlerunarmálið: Jafnvel ég hef verið hleraður!
Jæja, nú hefur hið opinbera komist að þeirri niðurstöðu, eftir ítarlega rannsókn, að ekkert sé hæft í þeim fullyrðum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrv. utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, tilv. alþingismanns, um, að símar þeirra hafi verið hleraðir.
Nokkrir bloggarar hafa gert sér þessar niðurstöður að tilefni til greina, t.d. Ómar, Stefán Fr. og Guðmundur Magnússon. Ómar og Guðmundur fóru báðir fram á, að tvímenningarnir skuldi þjóðinni skýringar, enda ekki að furða. Jón Baldvin notaði þetta mál til að vega að Birni Bjarnasyni, sem þá átti í prófkjörsbaráttu, en Árni Páll vísast til að koma sér á framfæri, enda stóð hann þá í prófkjörsbaráttu, sem háð var undir auglýsingabanni. Þetta ræðir Ómar í sínum pistli, m.a.
Þetta er allt hið furðulegasta mál og vil ég ekki taka afstöðu í þessu máli, annað en að benda á niðurstöður rannsóknarinnar. Ég þekki hvorugan þessara manna neitt persónulega, nema e.t.v. að örlitlu leyti. Árni Páll var stundakennari í M.H. forðum daga og sótti ég þar hjá honum tíma í lögfræði. Ég var síðan búsettur um hríð í Washington DC, meðan Jón Baldvin var þar sendiherra, en hitti hann aldrei, þó frú Bryndís hafi ég hitt a.m.k. einu sinni eða tvisvar og er henni enn afar þakklátur fyrir þá aðstoð, sem hún veitti mér þarna vesturfrá. Minnist ég okkar samskipta með þakklæti.
Ég veit ekki hvort rannsókn þessi hafi í raun getað staðfest fullkomlega, að símar Árna Páls og Jóns Baldvins hafi ekki verið hleraðir, einu sinni eða oftar. Slík starfsemi er þeirrar tegundar, að maður efast um, að "starfsmenn" í slíku verki, hafi skilið eftir sig slóð, hvað þá skriflegar heimildir. Því tek ég þessari niðurstöðu ekki sem algildum sannleika í málinu, þó vissulega bendi hún til, að ásakanir Jóns Baldvins og Árna Páls þurfi ekki endilega að vera réttar.
En það, sem stendur upp úr í málinu, er, að ásakanir þessara tveggja manna komu á frekar óheppilegum tíma og bornar fram í samhengi, sem er mjög umdeilanlegt. Og helst hefðu þær átt að koma fram "almenns eðlis", en ekki á þá vegu, að beina sökinni á einstakling/a, sem eru látnir, og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, eða eru e.t.v. bundnir þagnarskyldu.
En vonandi mun þetta mál skýrast enn betur á næstu dögum.
Síðan má nefna, að ég stend í þeim sporum, ásamt flestum Íslendingum, sem hafa alist upp eða átt heima í sveit, að hafa verið hleraðir; eða farið t.d. "í sveit" á unglingsárum. Þar kemur sveitasíminn margfrægi til sögunnar. En ég efast um, að ég hafi sagt nokkuð merkilegt við ömmu fyrir sunnan, eða aðra, sem ég tjáði mig við sem barn. En ég efa það ekki, að kommúnistinn í sveitinni hafi gefið KGB nákvæmar skýrslur um allt sem ég sagði.
Og ég neita því algjörlega, að ég hafi sett "ég hef verið hleraður" í titilinn til að fá aukna aðsókn á síðuna mína. Ég verð að æfa lögreglukórinn í allt kvöld.
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Er von á breytingum á Kúbu?
Fidel Castró virðist nú liggja fyrir dauðanum, eða a.m.k. á hann ekki langt eftir. Í besta falli verður hann það veikur, að hann muni ekki geta stjórnað Kúbu með sama hætti og áður. Hvernig sem heilsa eða líf Fidels Castrós verður, virðist bróðir hans, Raúl, vera sá, sem stjórna muni landinu á næstu misserum, eins og hin síðustu.
En verða einhverjar breytingar? Mun sósíalisminn gefa eftir á Kúbu? Ég skal viðurkenna, að ég þekki ekki mjög vel til á Kúbu. Ég veit þó, að þegar Castró-bræður og félagar þeirra gerðu byltinguna frægu 1959 (ef ég man rétt), var Fidel fyrst og fremst þjóðernissinni. Að sumu leyti minnir hann mig á Gamal Abdul Nasser í skoðunum. Jafnframt var andstaða hans við Batista-stjórnina þjóðernissinnuð, svipað eins og andstaða Nassers við konungsstjórnina í Kairó. En þegar Bandaríkin snerust öndverð gegn Castró, leitaði hann til Ráðstjórnarríkjanna og í kjölfarið komst sósíalismi smám saman á í landinu.
Raúl, hins vegar, hafði verið sósíalisti frá unga aldri. Hann fæddist 1931, yngstur þriggja Castró-bræðra og nokkurra systra. Fidel og Raul stunduðu báðir nám við Jesúítaskólann í Havana. Þar skaraði Fidel fram úr og stóð sig afbragðs vel; Raúl sinnti náminu lítt, en hóf þátttöku í unglingahreyfingu sósíalista, sem var tengd Kommúnistaflokki Kúbu, sem aftur á móti var á mála, beint eða óbeint, hjá Kremlverjum. En báðir tóku þeir þátt í fjöldamótmælum stúdenta gegn Batista stjórninni, en hvor á sínum forsendum.
Það var Raúl, sem vingaðist við Ernesto "Che" Guevara og tengdi hann við byltingarsinna á Kúbu. Hann tengdi skæruliðahóp þeirra bræðra við erindreka KGB og virðist hafa verið einskonar tengiliður Ráðstjórnarríkjanna á Kúbu, eða a.m.k. meðal skæruliða Fidels Castrós. Hann varð síðan í forystusveit Kúbustjórnar, á tíð bróður hans, Fidels, jafnan hægri hönd bróður síns og næstráðandi lengi vel. (Heimild: Wikipedia).
Raul ku vera gamaldags, kaldur og íhaldssamur; að flestu leyti ólíkur Fidel. En hvernig stendur á því, að talið er, að Raúl muni jafnvel breyta þeim stjórnarháttum og þeirri sósíalísku stefnu, sem hann sjálfur átti sennilega mestan þátt í að koma á laggirnar? Hvers vegna hefur hann þá ekki talið bróður sinn á, að gera nauðsynlegar breytingar...ef breytingar eru á annað borð nauðsynlegar?
En a.m.k. verður spennandi að fylgjast með framvindu mála á Kúbu á komandi misserum. Og hver veit nema næsti forseti Bandaríkjanna muni aflétta viðskiptabanninu? Kannski mun Kúba blómstra á næstu árum og áratugum sem aldrei fyrr?
![]() |
Raul Castro boðar frjálslyndari stjórnunarhætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Bilaðir sæstrengir og slæmt netsamband: getur einhver svarað hér nokkrum tæknispurningum?
Var að lesa Kela, þar sem hann ræðir um fjarskiptamálin og að fyrirtæki verði jafnvel að flýja úr landi vegna slæms netsambands. Orð í tíma töluð.
Sjálfur er ég ósáttur við það lélega samband, sem er héðan til útlanda, sér í lagi til Bandaríkjanna. Það er ekki þannig, að við notendur séum að greiða svo lítið fyrir þessa þjónustu: Ég efa að annars staðar á Vesturlöndum sé jafn dýrt að vera á netinu, þó þetta hafi reyndar lagast með aukinni samkeppni á þessum markaði.
En mig langar til að velta fyrir mér t.d., hvernig netsamband Bretar hafa við Bandaríkin. Þar eru notendur margfalt, margfalt fleiri en á Íslandi. Getur einhver svarað þessu? Ferðast netverjar þar um sæstrengi eða gervihnetti? Og af hverju geta Íslendingar ekki haft almennilegt gervihnattanetsamband?
Það er staðreynd, að Bandaríkin eru höfuðstöðvar internetsins. Umferð þangað hlýtur því að vera almennt meiri en til annarra landa. Hvernig er þetta leyst í öðrum löndum Vestur-Evrópu? Hvers vegna er þetta aðeins vandamál hér, eða eiga önnur lönd við sambærileg vandamál að stríða?
En í öllu falli er ég bæði fúll og hneykslaður yfir því, að ekki sé hægt að reka hér almennilega netþjónustu, miðað við að sennilega er hvergi annars staðar eins mikil netnotkun og á Íslandi, þ.e. hlutfallslega, eins og venjulega. Er einhver hér á blogginu sem getur rætt þessi mál tæknilega, eða hóað í einhverja, sem gætu útskýrt þetta fyrir okkur Filisteunum?
SGBergz
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Slysin gera ekki boð á undan sér!

Fimmtudagur, 21. desember 2006
Skúbb: Flóðin hörfa frá Brúnastöðum!
Já, var að frétta, að Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum hafi skroppið út á tún til móts við flóðið og haldið ræðu yfir því um landbúnaðarmál. Flóðið hafi skyndilega hörfað og nánast tekið til "fótanna" í kjölfarið.
Þá ku Ketill bóndi hafa sagt: "Já, sá vægir sem vitið hefur meira."
![]() |
Hvítá flæðir yfir bakka sína við Brúnastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Nú fer þetta að skýrast með Mörð Árnason!
Ég sá á kratablogginu að Mörður Árnason var laminn í hausinn af löggunni, þegar hann var ungur, og vankaðist. Þetta er tekið úr bók Guðna Th., bls. 87 minnir mig, en ég er rétt byrjaður á henni; kem að þessu síðar.
En nú fer maður að skilja hvers vegna Mörður er svona. Hann hefur sem sagt aldrei náð sér??
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Flóðin í Árnessýslu

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)